Réttlæti og fögnuður kyssast. Um biblíuleg stef í kvikmyndum
Orðin í yfirskrift þessarar greinar „Réttlæti og fögnuður kyssast“ eru sótt í 85. sálm Saltarans. Þau koma við sögu í upphafi og niðurlagi ræðu sem Löwenhielm hershöfðingi heldur undir borð-um í matarveislu þeirri sem er hápunktur kvikmyndarinnar Gestaboð Babettu (Babette’s Feast). Myndin er byggð á stuttri sögu Isak Dinesen (Karen Blixen) sem birtist fyrst árið 1950 þó svo að hún kæmi ekki út í bókarformi fyrr en átta árum síðar. Samnefnd kvikmynd Gabriels Axel, sem fylgir sögunni býsna nákvæmlega, hlaut Óskars-verð-launin sem besta erlenda myndin árið 1987. Hinir trúarlegu drættir myndarinnar dyljast ekki og gera hana sérlega girnilega til túlkunar fyrir guðfræðinga. Á liðnum árum hefur mikill fjölbreytileiki einkennt aðferðir og áherslur í kristinni guðfræði á vesturlöndum. Er þessi mikla fjöl-breytni oft skoðuð sem angi af póstmódernismanum svokallaða. Einna áhuga-verðust meðal hinna nýju leiða innan guðfræðinnar hefur mér þótt viðleitnin til að brúa bilið milli ólíkra fræðigreina og efna til samræðna milli þeirra. Samband guðfræði og menningar – kvikmyndalistarinnar þar með talinnar – er meðal þess frjóasta sem á sér stað í guðfræðinni nú um …