Month: október 2001

Django the Bastard

Leikstjórn: Sergio Garrone Handrit: Sergio Garrone og Antonio de Teffé Leikarar: Anthony Steffen, Paolo Gozlino, Lu Kanante, Rada Rassimov, Furio Meniconi, Teodoro Corra, Riccardo Garrone, Carlo Gaddi, Lucia Bonez og Tomas Rudi Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1969 Lengd: 95mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0064240 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Undir lok borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum sjá nokkrir foringjar innan hers Suðurríkjanna hag sínum best borgið með því að svíkja hersveit sína í hendur Norðanmanna, en fyrir vikið er hún öll þurrkuð út í blóðugri fyrirsát. Þrettán árum síðar snýr einn hinna föllnu aftur með byssu í hönd og þrjá trékrossa merkta með nöfnum svikaranna og yfirvofandi dánardag þeirra í nóvember 1881. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Að þessu sinni nær hefndarþorstinn í spaghettí-vestrunum út fyrir grafarbakkann, enda er aðalsöguhetjan risin upp frá dauðum til þess eins að gera upp sakirnar við fyrrum yfirmenn sína og félaga sinna. Upprisulíkami Djangos er af holdi og blóði, enda fær hann sér drykk auk þess sem hann særist í hörðum átökum og skilur eftir sig blóð. Þrátt fyrir það er hann ekki …

Bridget Jones Diary

Bridget Jones Diary

Leikstjórn: Sharon Maguire Handrit: Helen Fielding Leikarar: Renée Zellweger, Colin Firth, Hugh Grant Upprunaland: Bretland Ár: 2001 Lengd: 97mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0243155 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Bridget Jones er ung kona, þrjátíu og þriggja ára gömul, einhleyp. Eftir erfið jól og áramót byrjar hún að halda dagbók samfara því sem hún reynir að umbylta lífi sínu. Myndin greinir frá rúmu ári í lífi hennar, frá því hvernig henni gengur að halda nýársheitin, frá körlunum í lífi hennar o.s.frv. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Bridget Jones’s Diary fjallar einkum um tvennt: Samskipti kynjanna og sjálfsmynd kvenna á þrítugsaldri. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Helen Fielding. Það er margt athyglisvert í þessari mynd. Þegar horft er á hana með trúarstef í huga er eitt sem sérstaklega er vert að staldra við. Í gegnum myndina alla er Bridget að glíma við eigin sjálfsmynd. Hún notar dagbókina sem hún heldur sem einhvers konar spegil, þar sem allt það markverðasta er skrifað niður. Í hennar tilfelli rata inn í bókina ákveðnir ytri þættir (þ.e.a.s. þyngd, tóbaksneysla, áfengisneysla) ásamt upplýsingum …

Aguirre, der Zorn Gottes

Aguirre, der Zorn Gottes

Leikstjórn: Werner Herzog Handrit: Werner Herzog Leikarar: Klaus Kinski, Alejandro Repulles, Cecilia Rivera, Helena Rojo og Edward Roland Upprunaland: Þýskaland, Mexíkó, Perú Ár: 1972 Lengd: 93mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0068182 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Spænskur her leitar gullborgarinnar El Dorado og er leitarflokkur sendur á undan til að kanna umhverfið. Herforinginn Aquirre, einn leitarmanna, fremur valdarán og meinar leitarmönnum að snúa aftur til herflokksins. Leitarmennirnir eru síðan neyddir til að kjósa sér nýjan leiðtoga og halda einir leitinni áram. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Tvö trúarstef eru fyrirferðamikil í þessari mynd. Annars vegar hörmulegar afleiðingar drambs og hroka en það má líta á ferð leitarflokksins niður ánna sem táknræna dómsdagsleið hins hrokafulla manns. Hins vegar er það reiði Guðs. Aquirre segist sjálfur vera reiði Guðs og munkurinn sem fylgir Aquirre í ferðina (vegna þess að Kirkjan fylgir alltaf hinum sterka) vitnar í Sálm 90:5-6, en hann fjallar fyrst og fremst um reiði Guðs og stuttan líftíma mannsins (íslenski þjóðsöngurinn er ortur út frá þessum sálmi). Eins og sálmurinn lýsir myndin fólki sem dregst dýpra inn í …

La Vite é Bella

Leikstjórn: Roberto Benigni Handrit: Vincenzo Cerami og Roberto Benigni Leikarar: Roberto Benigni, Nicoletta Brasci, Giorgio Cantarini, Giustino Durano, Sergio Bustric, Horst Bucholz, Marisa Parades, Lydial Alfonis, Giuliana Ljodice, Giorgio Cantarini. Upprunaland: Ítalía Ár: 1997 Lengd: 118mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0118799 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ástin og lífið á stríðstíma. Guido, ungur Gyðingur heillast af kennslukonunni, Dóru, í ítölsku þorpi. En hún er af öðru sauðahúsi en hann og flest verður til að hindra samskipti þeirra og tilhugalíf. Með hugviti og uppátækjum tekst söguhetjunni þó að bræða hjarta konunnar og sprengja þau félagslegu höft sem meina þeim að eigast. Þetta er fyrri hluti myndarinnar, sem einkennist af farsakenndri og allt að því súrrealískri atburðarás. Síðan er skipt um gír og ný saga hefst. Guido og Jósúa, fimm ára afkvæmi ástar hans og Dóru, eru sendir í fangabúðir fyrir gyðinga. Dóra heimtar að fara með þeim. Þar reynir faðirinn að fela drenginn svo honum verði ekki fargað. Til þess að gera vistina bærilegri fyrir drenginn breytir Guido fangavist þeirra í leik. Hann lýgur því að honum að þetta …

2010: The Year We Make Contact

2010: The Year We Make Contact

Leikstjórn: Peter Hyams Handrit: Peter Hyams Leikarar: Roy Scheider, John Lithgow, Helen Mirren, Bob Balaban, Keir Dullea Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1984 Lengd: 111mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0086837 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þetta er framhald meistaraverks Kubricks 2001: A Space Oddysey. Sovétríkin og Bandaríkin senda menn til að rannsaka Discovery geimflaugina sem hafði fengið það hlutverk að elta kassalaga súlu sem sveif í átt til Júbiters. Ferðin mistóks vegna þess að tölvan Hal um borð geimskipsins gerði uppreisn gegn geimförunum. Þetta atvik hefur verið mikill skammarblettur á geimsögu Bandaríkjanna sem og ráðgáta sem nauðsynlegt er að leysa. Geimfararnir átta sig fljótlega á því að eitthvað yfirnáttúrulegt er að gerast á Evrópu, tungli Júpiters. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og fyrri myndin 2001: A Space Oddysey er þessi háguðfræðileg. Kassalöguðu súlurnar eru augljóslega tákn fyrir sköpunarmátt Guðs, þ.e. heilagan anda. Því má líklega kalla þær heilags-anda-gervinga. Þær ganga út af ,,Guði“ til að framfylgja vilja hans. Þótt þessi tengsl séu augljósari í 2001 þá eru samt sem áður hliðstæður í þessari mynd (og hér ættu allir að …

Thirteen Days

Leikstjórn: Roger Donaldson Handrit: Ernest R. May, Philip D. Zelikow Leikarar: Kevin Costner, Steven Culp, Dylan Baker, Bruce Greenwood, Frank Wood, Len Cariou, Henry Strozier og Janet Coleman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 145mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0146309 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Þrettán dagar fjallar um Kúbudeiluna, þegar Sovétríkin unnu að því að koma upp skotflaugum í Kúbu. Myndin lýsir þrettán dögum í Hvíta húsi Bandaríkjanna og hvernig Bandaríkjamenn reyndu að lesa í spilin og átta sig á því hvað skyldi gera. Kennedy og hans aðstoðarmenn, Kenny O’Donnell og Róbert Kennedy (bróðir forsetans) reyna eftir bestu getu að afstýra kjarnorkustríði sem gæti leitt til endaloka heimsins. Fulltrúar hersins eru hins vegar á annarri skoðun og telja stríð eina rétta svarið. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Áhugavert er að Kennedy og hans menn eru meðvitað tengdir trúnni. Kennedy er sýndur í messu og Kenny O’Donnell fer að skrifta í kaþólskri kirkju sem er opin 24 tíma sólahrings því heimsendir gæti verið á morgun. Einnig er marg oft talað um þá þrjá sem „góða menn“ sem elska …

The Simpsons: A Bart Simpson Dream

Leikstjórn: Nancy Kruse Handrit: Tim Long Leikarar: Dan Casteslaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Hank Azaria, Harry Shearer Upprunaland: Bandaríkin Lengd: 20mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0096697 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Dæmigerður Simpson þáttur þar sem öllu er snúið á hvolf og hrært saman. Þátturinn gerist um páskana en presturinn ákveður að lesa alla Biblíuna eftir að Homer setur súkkulagðikanínu í söfnunarbaukinn. Simpson fjölskyldan sofnar yfir lestrinum og dreyma fjölskyldumeðlimirnir biblíusögurnar sem presturinn les. Sögurnar sem teknar eru fyrir eru sagan af Adam og Evu, þrælahaldið í Egyptalandi og exódusförin, Salómon og viska hans, Davíð og Golíat og að lokum heimsslitin, með áherslu á Opinberunarbókina. Jónas í hvalnum kemur einnig fyrir sem og Samson. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Myndin er vægast sagt frjálsleg endursögn á frægustu sögum Biblíunnar. Í sögunni af Adam og Evu fáum við t.d. að vita það að risaeðlur drápust vegna þess að þær átu af skilningstré góðs og ills, Eva nefndi dýrin (ekki Adam) og það var Adam sem át fyrst af trénu og tældi Evu síðan til falls en ekki …

The First Power

Leikstjórn: Robert Resnikoff Handrit: Robert Resnikoff Leikarar: Lou Diamond Phillips, Tracy Griffith, Jeff Kober, Mykelti Williamson og Elizabeth Arlen Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1990 Lengd: 98mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0099578 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Fjöldamorðingi gengur laus í Los Angels, en öll fórnarlömb hans eru merkt með fimm arma stjörnu (tákni djöfulsins). Lögreglumaðurinn Logan er svalasta löggan í bænum og staðráðinn í því að stöðva þennan óþokka. Með hjálp miðils tekst honum að fanga morðingjann og fá hann dæmdan til dauða. En fyrst þá verður þrjóturinn hættulegur því hann rís upp í sál (og e.t.v. líkama) og andsetur áfengissjúklinga og eiturlyfjafíkla. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: The First Power er á margan hátt hefðbundin heimsslitamynd þar sem kaþólska kirkjan kemur fyrir. Flestar ganga þessar myndir út á það að Satan hyggst ná völdum á jörðinni en löggur, prestar, munkar eða nunnur reyna að stöðva hann. Hvers vegna þetta fólk vill koma í veg fyrir heimsslitin er mér hulin ráðgáta. Ætli þau kæri sig nokkuð um guðsríki á jörðu eða telji e.t.v. fórnarkostnaðinn of háann. Í þessari mynd …

The Deadliest Gunfighter (Ted Barnett)

Leikstjórn: Florestano Vancini Handrit: Augusto Caminito og Fernando Di Leo, byggt á sögu eftir Mahnahén Velasco Leikarar: Giuliano Gemma, Nieves Navarro, Francisco Rabal, Gabriella Giorgelli, Conrado San Martin, Franco Cobianchi, Manuel Muniz, Teodoro Corra og Jesús Puche Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1966 Lengd: 90mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0060641 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Eftir að hafa afplánað þrjú ár af þrjátíu ára þrælkunarvinnu, sem hann hafði verið dæmdur saklaus í, tekst Ted Barnett að strjúka og leita uppi þá, sem sviku hann og myrtu föður hans. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Spaghettí-vestrinn The Deadliest Gunfighter (eða I lungi giorni della vendetta eins og hann heitir á ítölsku) er dæmigerð hefndarmynd þar sem hetjan leitar réttar síns með því að skjóta hvern þann, sem gert hefur á hlut hennar eða stendur í vegi fyrir henni. Myndin er nokkuð vel gerð, með viðeigandi tónlist og flottri myndatöku en líður samt aðeins fyrir málgleði vestraleikarans Giuliano Gemma, sem stendur sig jafnan best þegar hann þegir. Nieves Navarro (eða Susan Scott eins og hún fór að kalla sig á áttunda …

The Cider House Rules

Leikstjórn: Lasse Hallström Handrit: John Irving Leikarar: Tobey Maguire, Charlize Theron, Delroy Lindo, Paul Rudd, Michael Caine Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 125mín. Hlutföll: us.imdb.com/Technical?0124315 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: The Cider House Rules fjallar um munaðarleysingjann Homer Wells. Homer dagar uppi á munaðarleysingjahæli en læknirinn á staðnum, Wilbur Larch, tekur hann að sér og kennir honum læknisfræði. Wilbur er talsmaður fóstureyðinga en Homer er honum ósammála og neitar að framkvæma fóstureyðingar. Um þessa deilu snýst myndin og það er ekki fyrr en Homer hefur yfirgefið munaðarleysingjahælið og kynnst hinu raunverulega lífi að hann lætur af andsöðu sinni við fóstureyðingar. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þessi fallega mynd leynir á sér. Við fyrstu sýn virðist hún hugljúf mynd í anda Húsins á sléttunni en við nánari grenslan kemur í ljós mjög róttækur siðaboðskapur eða ætti maður e.t.v. að segja siðleysa? Í fysta lagi er lygi sýnd í mjög jákvæðu ljósi. Wilbur lýgur því t.d. að Homer sé hjartveikur til að forða honum frá herskyldu, hann falsar síðan prófskírteini fyrir Homer þar sem hann segir hann …