Year: 2001

The Deadliest Gunfighter (Ted Barnett)

Leikstjórn: Florestano Vancini Handrit: Augusto Caminito og Fernando Di Leo, byggt á sögu eftir Mahnahén Velasco Leikarar: Giuliano Gemma, Nieves Navarro, Francisco Rabal, Gabriella Giorgelli, Conrado San Martin, Franco Cobianchi, Manuel Muniz, Teodoro Corra og Jesús Puche Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1966 Lengd: 90mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0060641 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Eftir að hafa afplánað þrjú ár af þrjátíu ára þrælkunarvinnu, sem hann hafði verið dæmdur saklaus í, tekst Ted Barnett að strjúka og leita uppi þá, sem sviku hann og myrtu föður hans. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Spaghettí-vestrinn The Deadliest Gunfighter (eða I lungi giorni della vendetta eins og hann heitir á ítölsku) er dæmigerð hefndarmynd þar sem hetjan leitar réttar síns með því að skjóta hvern þann, sem gert hefur á hlut hennar eða stendur í vegi fyrir henni. Myndin er nokkuð vel gerð, með viðeigandi tónlist og flottri myndatöku en líður samt aðeins fyrir málgleði vestraleikarans Giuliano Gemma, sem stendur sig jafnan best þegar hann þegir. Nieves Navarro (eða Susan Scott eins og hún fór að kalla sig á áttunda …

The Cider House Rules

Leikstjórn: Lasse Hallström Handrit: John Irving Leikarar: Tobey Maguire, Charlize Theron, Delroy Lindo, Paul Rudd, Michael Caine Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 125mín. Hlutföll: us.imdb.com/Technical?0124315 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: The Cider House Rules fjallar um munaðarleysingjann Homer Wells. Homer dagar uppi á munaðarleysingjahæli en læknirinn á staðnum, Wilbur Larch, tekur hann að sér og kennir honum læknisfræði. Wilbur er talsmaður fóstureyðinga en Homer er honum ósammála og neitar að framkvæma fóstureyðingar. Um þessa deilu snýst myndin og það er ekki fyrr en Homer hefur yfirgefið munaðarleysingjahælið og kynnst hinu raunverulega lífi að hann lætur af andsöðu sinni við fóstureyðingar. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þessi fallega mynd leynir á sér. Við fyrstu sýn virðist hún hugljúf mynd í anda Húsins á sléttunni en við nánari grenslan kemur í ljós mjög róttækur siðaboðskapur eða ætti maður e.t.v. að segja siðleysa? Í fysta lagi er lygi sýnd í mjög jákvæðu ljósi. Wilbur lýgur því t.d. að Homer sé hjartveikur til að forða honum frá herskyldu, hann falsar síðan prófskírteini fyrir Homer þar sem hann segir hann …

The Chosen

Leikstjórn: Jeremy Paul Kagan Handrit: Edwin Gordon, byggt á skáldsögu Chaims Potok Leikarar: Maximilian Schell, Rod Steiger, Robby Benson og Barry Miller Upprunaland: Banaríkin Ár: 1981 Lengd: 108mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0082175#writers Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin The Chosen (1981) er gerð af Jeremy Paul Kagan eftir samnefndri sögu Chaims Potoks. Hún fjallar um vináttu tveggja ungra gyðinga, Dannys ogReuvens, í New York á árunum 1944-48, samskipti þeirra við feður sína sem tilheyra gjörólíkum hópum gyðinga. Heimsstyrjöldin síðari myndar baksviðmyndarinnar svo og barátta gyðinga fyrir stofnun sjálfstæð ríkisins í Landinu helga. Það er ekki síst ólík afstaða feðranna í myndinni til þess máls sem torveldar vináttu þeirra Dannys og Reuvens. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Hér er lýst tveimur ólíkum hópum gyðinga í New York, hasídím-gyðingum og Síonistum. Ágreiningur þeirra snerti einkum afstöðuna til stofunar gyðingaríkis í Landinu helga. Það var helsta baráttumál Síonistanna. Að mati hasídím-gyðinga gekk það guðlasti næst að stofna slíkt ríki. Það var einungis á færi Messías að áliti fylgjenda hasídímhreyfingarinnar. Fróðlegt er að skoða myndina í ljósi 1. sálms Saltarans, sem …

Find a Place to Die

Leikstjórn: Giuliano Carnimeo [undir nafninu Anthony Ascott] Handrit: Giuliano Carnimeo, Leonardo Benvenuti og Hugo Fregonese Leikarar: Jeffrey Hunter, Pascale Petit, Nello Pazzafini [undir nafninu Ted Carter], Daniela Giordano, Giovanni Pallavicino, Gordon York, Aldo Lastretti, Anthony Blond, Umberto Di Grazia og Piero Lulli Upprunaland: Ítalía Ár: 1968 Lengd: 84mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0063158 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Jarðfræðingurinn og gullleitarmaðurinn Paul Martin sendir Lísu eiginkonu sína helsár í tveggja dagleiða ferð eftir hjálp eftir að hafa naumlega brotið á bak aftur umsátur glæpaflokks, sem ágirnst hafði góssið þeirra. Um leið og Lísa nær til mannabyggða heitir hún hverjum þeim hárri fjárhæð, sem vilji sækja eiginmanninn aftur í óbyggðirnar. Aðstoðarmennirnir, sem slást í för með henni, reynast hins vegar flestir ótíndir misindismenn, sem eru áhugasamari um gullfeng hjónanna en náungakærleika. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Á sjöunda og áttunda áratugnum framleiddu Ítalir mörg hundruð ódýrra vestra, sem jafnan voru teknir víða í Evrópu frekar en í Norður-Ameríku. Bandarískum kvikmyndagagnrýnendum þótti yfirleitt frekar lítið til þessara vestra koma og uppnefndu þá eftir einu þekktasta fæði Ítala, spaghettíinu. Engu að …

The Body

Leikstjórn: Jonas McCord Handrit: Jonas McCord, byggt á skáldsögu eftir Richard Sapir, en hann skrifaði hana undir nafninu Richard Ben Sapir Leikarar: Antonio Banderas, Olivia Williams, John Shrapnel, Derek Jacobi, Jason Flemyng Upprunaland: Bandaríkin og Ísrael Ár: 2000 Lengd: 108mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0201485#writers Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Fornleifafræðingur í Ísrael finnur beinagrind af karlmanni í ríkmannlegri gröf sem hafði verið krossfestur á tímum Krists. Spurningin er bara hvort hér séu líkamsleifar frelsarans sjálfs og hvaða afleiðingar slík uppgötvun myndi hafa. Væri stoðunum kippt undan hjálpræði kristindómsins ef upprisan væri horfin? Hvaða pólitískar afleiðingar í mið austurlöndum myndi slík niðurstaða hafa? Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Nýjasta kvikmyndin með Antonio Banderas, The Body, er vægast sagt áhugavert og bíður upp á mjög spennandi úrvinnslu. En þrátt fyrir þessa eldfimu og snjöllu hugmynd mistekst aðstandendum nánast á öllum vígstöðum. Handritið og leikstjórnin eru það alversta við þessa kvikmynd. Það vantar röklegt samhengi í söguþráðinn og myndin er full af útjöskuðum klisjum. Kardínálarnir eru valdasjúkir plottarar og aðalpersónan sem er prestur verður ástfanginn af kvenhetjunni. Ég veit ekki …

Family Plot

Leikstjórn: Alfred Hitchcock Handrit: Ernest Lehman, byggt á skáldsögu Victor Canning Leikarar: Karen Black, Bruce Dern, Barbara Harris og William De Vane Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1976 Lengd: 121mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0074512 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Kona sem þykist vera miðill er beðin um að finna ættingja sem gefinn var í fóstur, en hann er eini lifandi erfingi efnaðrar konu. Vandinn er bara sá að ættinginn er stórþjófur og heldur að miðilinn og kærasti hennar ætli að innheimta fundarlaun lögreglunnar. Hann gerir því allt sem í sínu valdi stendur til að koma þeim fyrir kattarnef. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þetta er síðasta mynd Alfreds Hitchcock. Þótt hún sé langt frá því að vera hans besta verk þá er hún engu að síður skemmtileg og spennandi á köflum. Family Plot fjallar að stórum hluta um hvernig syndin kemur í veg fyrir að við njótum blessanna lífsins. Adamson átti þátt í því að brenna fósturforeldra sína inni á heimili sínu og segir það meira að segja hafa verið besta dag lífs sins. Síðan þá hefur hann stundað …

eXistenZ

Leikstjórn: David Cronenberg Handrit: David Cronenberg Leikarar: Jennifer Jason Leigh, Jude Law, Ian Holm og Willem Dafoe Upprunaland: Kanada, Frakkland, Bretland Ár: 1999 Lengd: 97mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0120907 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tölvuleikir eru ekki lengur spilaðir í tölvum. Þeir eru forritaðir inn í lífrænt hylki og síðan tengdir í mænu fólks. Þannig geta þeir sem vilja spila leikinn, upplifað hann eins og raunveruleika. En hvernig veit maður hvað er raunveruleiki og hvað er leikur þegar leikir eru orðnir eins og raunveruleiki? Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Með þessari mynd er David Cronenberg að segja að raunveruleikinn er engu minna skapaður og óraunverulegur en tölvuleikir. Umhverfi okkar og okkar daglega líf er hálfgerð leiksýning sem við tökum þátt í. Samfélagið segir okkur hvað það býst af okkur og við fylgjum í fótspor forfeðra okkar. Gerum eins og ætlast er til af okkur, eða eins og leikjapersónan á að gera. Eins og David Cronenberg segir sjálfur: „Hvern einasta morgun þurfum við að rifja upp hver við erum og hvernig við eigum að haga okkur“. Myndin hefst …

Evas øye

Leikstjórn: Berit Nesheim Handrit: Berit Nesheim, byggt á sögu Karin Fossum. Leikarar: Andrine Sæther, Bjørn Sundquist, Gisken Armand og Sverre Anker Ousdal Upprunaland: Noregur Ár: 1999 Lengd: 102mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0188605 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Eva er einstæð móðir og skuldum vafin. Hana dreymir um að geta lifað af listinni. Þegar vinkona Evu (sem er hóra) er drepin ákveður hún að stela peningum hennar þar sem hún þarf ekki á þeim að halda lengur. En lífið er ekki svo einfallt því einni synd fylgir önnur og svo koll af kolli. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Flestar myndir sem hafa nafnið „Eva“ í titlinum eru guðfræðilegar og þar varþessi mynd engin undantekning. Ég vil þó benda þeim sem ekki hafa séðmyndina á að ómögulegt er að fjalla um guðfræðileg stef hennar án þess aðljóstra upp um fléttuna. Þau sem ekki vilja vita hvernig myndin endar ættuþví ekki að lesa lengra. Nafn aðalpersónunnar vísar til sögunnar af Adam ogEvu. Hana dreymir um að geta haft það betra og lætur undan freistingum þegarhún rænir peningum látinnar vinkonu sinnar. …

Et Dieu… créa la femme (…And God Created Woman)

Leikstjórn: Roger Vadim Handrit: Roger Vadim og Raoul Lévy Leikarar: Brigitte Bardot, Curd Jürgens, Jean-Louis Trintignant, Jane Marken og Jean Tissier Upprunaland: Frakkland Ár: 1956 Lengd: 95mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0049189 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Brigitte Bardot leikur Juliete Hardy, 18 ára taumlausa þokkadís. Fósturforeldrar hennar hafa gefist upp á stjórnleysi hennar og hóta að senda hana aftur á munaðarleysingjahæli (en það heitir St. Mary!). Ungur drengur býðst þá til að giftast henni til að bjarga málunum. Hún fellst á það en vandinn er bara sá að hún er hrifin af eldri bróður hans. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: And God Created Woman er skólabókadæmi um Evu í kvikmyndum. Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna fjallar myndin fyrst og fremst um kvenmanninn með tilvísun til Evu. Myndin byrjar á því að Juliete er boðið epli þegar hún liggur nakin út í garði. Juliete segist sjálf vera drifin áfram af innri (holdlegum) krafti og einn maðurinn segir hana hafa verið skapaða til að rústa kalmönnum (Adömum). Juliete er engin húsmóðir. Hún er of upptekin af sjálfri …

End of Days

Leikstjórn: Peter Hyams Handrit: Andrew W. Marlowe Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Gabriel Byrne, Kevin Pollak, Robin Tunney og Rod Steiger Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 117mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0146675 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Á þúsund ára fresti lostnar Satan úr helvíti og fær að ráfa um jörðina til að leyta maka síns. Ef honum tekst að leggjast með henni klukkustund fyrir aldamótinn mun hún fæða Andkrist og heimsendir skella á. Nú eru aldamótin 2000 að ganga í garð og Satan hefur valið sér brúður. Arnold Schwarzenegger er hins vegar á því að láta Satan takast ætlunarverk sitt. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og í flestum kristnum heimsslitamyndum reynir Satan að geta Andkrists en hinir kristnu gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir áætlun hans. Það er mikið um tilvísanir í myndinni. Snákurinn og eplið eru að sjálfsögðu sótt beint í söguna af Adam og Evu, sem og hið afbrygðilega kynlíf Satans. Útlit fallna engilsins er sótt til Miltons og Opinberunarbókin er grunnurinn að fléttu myndarinnar. Þar er vers 20:7 túlkað á …