Hilary and Jackie
Leikstjórn: Anand Tucker Handrit: Frank Cottrell-Boyce, byggt á bókinni „A Genius in the Family“ eftir Hilary du Pré og Piers du Pré. Leikarar: Aðalleikarar: Emily Watson, Rachel Griffiths, James Frain, David Morrissey, Charles Dance, Celia Imrie, Rupert Penry-Jones, Bill Patersson, Auriol Evans og Keeley Flanders. Upprunaland: England Ár: 1998 Lengd: 125mín. Hlutföll: http://us.imdb.com/Title?0150915 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Hilary and Jackie vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd á sínum tíma. Hún byggir á og segir sögu systranna Jacqueline og Hilary du Pré sem ólust upp á Englandi á 6. áratug 20. aldar. Báðar voru þær hæfileikaríkar og efnilegar á sviði tónlistar. Önnur þeirra, Jackie, nær heimsfrægð sem sellóleikari en Hilary giftist Kiffer Finzi og sest að í sveit eftir að tónlistarkennari hafði brotið hana niður og spillt frama hennar. Framan af myndinni er uppvexti systranna lýst en þegar Jackie hefur haldið fyrstu einleikstónleikana sína í Wigmore Hall í London skiljast leiðir og eftir það rekur myndin sögu þeirra systra og samskipti annars vegar frá sjónarhóli Jackie og hins vegar Hilary. Segja má að …