Month: apríl 2002

Golden Girl: Karate Girl

Leikstjórn: Orhan Aksoy Handrit: Fuat Ozluer og Erdogan Tünas Leikarar: Filiz Akin, Ediz Hun, Bülent Kayabas, Hayati Hamzaoglu, Nubar Terziyan, Borgut Borali, Yesim Yükselen, Kudret Karadag og Oktay Yavuz Upprunaland: Tyrkland Ár: 1974 Lengd: 85mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0278527 Ágrip af söguþræði: Þegar fimm kynferðisafbrotamenn strjúka úr fangelsi í Istanbúl í Tyrklandi, myrða þeir góðhjartaðan aldraðan garðyrkjumann og freista þess að nauðga Zeyju dóttur hans, fagurri mállausri blómasölustúlku, en neyðast til að flýja af hólmi í snarheitum undan lögreglunni áður en þeim tekst að fá vilja sínum framgengt. Áfallið verður þó til þess að Zeyja fær málið á nýjan leik og sver hún þess dýran eið að hefna sín. Brátt vingast óeinkennisklæddi rannsóknarlögreglumaðurinn Murat við hana án þess þó að ljóstra upp um starf sitt þar sem honum grunar að hún ætli að taka lögin í sínar eigin hendur. Engu að síður kennir hann henni að fara með skotvopn og uppfræðir hana um helstu bardagalistirnar, en fyrir vikið verður hún sér óðara úti um svarta beltið í karate. Murat tekst þó að lokum að sannfæra Zeyju um …

The Apartment

Leikstjórn: Billy Wilder Handrit: I. A. L. Diamond, Billy Wilder Leikarar: Jack Lemmon, Shirley MacLaine, Fred MacMurray Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1960 Lengd: 125mín. Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: The Apartment greinir á gamansaman hátt frá starfsmanni í tryggingafyrirtæki, C. C. Baxter að nafni. Hann hefur komið sér í þá stöðu að lána yfirmönnum sínum íbúð sína til framhjáhalds. Baxter lendir í klemmu þegar sú staða kemur upp að einn yfirmannanna heldur við lyftustúlku sem Baxter er skotinn í sjálfur. Almennt um myndina: Billy Wilder leikstýrði The Apartment en hann kom einnig að handriti myndarinnar. Hann er einn af þekktari leikstjórum þessa tímabils og gerði margar góðar myndir. Myndin var tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna og fékk m.a. óskarinn sem besta myndin, fyrir leikstjórn og handritsgerð. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Öðru fremur geymir The Apartment áhugaverð siðferðisstef og vangaveltur. Í því sambandi má einkum tala um þrennt: 1. Baxter lánar yfirmönnum sínum íbúðina til að þeir geti framið hjúskaparbrot þar. 2. Sem endurgjald fyrir lánið lofa þeir honum því að leggja inn gott orð þannig að …

Keoma … The Violent Breed

Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Enzo G. Castellari, Nico Ducci, Mino Roli og George Eastman [undir nafninu Luigi Montefiori] Leikarar: Franco Nero, William Berger, Woody Strode, Donald O’Brien, Olga Karlatos, Giovanni Cianfriglia [undir nafninu Ken Wood], Orso Maria Guerrini, Gabriella Giacobbe, Antonio Marsina, Joshua Sinclair, Leon Lenor, Wolfgango Soldati og Riccardo Pizzuti Upprunaland: Ítalía Ár: 1976 Lengd: 96mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0074740 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Að borgarastyrjöldinni lokinni heldur kynblendingurinn Keoma aftur á heimaslóðir sínar eftir margra ára fjarveru, en fósturbræður hans höfðu hrakið hann á brott, þar sem þeir sættu sig ekki við, að faðir þeirra skyldi hafa gengið honum í föðurstað, enda hálfur Indíáni að uppruna. Í ljós kemur að fósturbræðurnir hafa allir gengið til liðs við suðurríkjaherforingjann Caldwell, sem sölsað hefur undir sig flestar landareignirnar á svæðinu og stjórnar bænum sem einræðisherra. Plága herjar ennfremur á íbúana og eru hinir sjúku umsvifalaust einangraðir í gömlum námum til að deyja þar Drottni sínum, en engin læknisþjónusta er leyfð og öll lyf bönnuð. Strax við heimkomuna bjargar Keoma óléttri konu úr höndum manna Caldwells …

Voskhozhdeniye

Leikstjórn: Larisa Shepitko Handrit: Yuri Klepikov og Larisa Shepitko, byggt á skáldsögunni Sotnikov eftir Vasili Bykov Leikarar: Boris Plotnikov, Vladimir Gostyukhin, Viktoriya Goldental, Lyudmila Polyakova, Anatoli Solonitsyn, Mariya Vinogradova og Sergei Yakovlev Upprunaland: Rússland (Sovétríkin) Ár: 1976 Lengd: 105mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0075404 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Árið 1943 eru sovésku skæruliðarnir Sotnikov og Rybak sendir til að ná í vistir fyrir sveltandi félaga sína í Hvíta-Rússlandi. Þýzki herinn nær hins vegar á undan þeim á áfangastaðinn og neyðast þeir því til að halda langt inn á óvinasvæðið í leit að vistum, ferð sem leiðir einnig inn á við og opinberar hvern mann þeir hafa að geyma. Almennt um myndina: Sovéska stríðsmyndin Voskhozhdeniye (The Ascent á ensku og Uppgangan á íslensku) var síðasta mynd leikstjórans Larisa Shepitko, en hún gerði alls átta kvikmyndir á ferli sínum. Voskhozhdeniye er þó eina kvikmyndin, sem hún fékk einhverja viðurkenningu fyrir á Vesturlöndum, en hún vann fern verðlaun fyrir hana á Berlínarhátíðinni. Skömmu eftir að Larisa Shepitko leikstýrði þessari stórkostlegu kvikmynd, lést hún í bílslysi fertug að aldri, en þess …

Promised a Miracle

Leikstjórn: Stephen Gyllenhaal Handrit: David Hill og John With, byggt á bókinni We Let Our Son Die eftir Larry Parker Leikarar: Rosanna Arquette, Judge Reinhold, Tom Bower, Giovanni Ribisi [undir nafninu Vonni Ribisi], John Vickery, Robin Pearson Rose, Gary Bayer, Shawn Elliott, Maria O’Brien, Michael Cavanaugh, Wyatt Knight, Amy Michaelson, Terry Wills, Kathy Kinney, Tuesday Knight, Christopher Burton og Bill McIntyre Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1988 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0095917 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þessi sannsögulega kvikmynd gerist árið 1973 og segir frá hjónunum Larry og Lucky Parker, sem búa með börnum sínum þremur í smábænum Barstow í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Öll eru þau virkir þátttakendur í trúarsöfnuði, sem leggur áherslu á mikilvægi kraftaverkalækninga fyrir trú og fyrirbæn, en fjölmargir höfðu vitnað þar um reynslu sína af þeim. Lífsbarátta Parker hjónanna er ekki auðveld enda bæði atvinnulaus auk þess sem Wesley, 11 ára gamall sonur þeirra, er haldinn alvarlegri sykursýki og þarf reglulega á insúlíni að halda, en safnaðarmeðlimirnir hvetja hjónin ítrekað að framganga í trúnni og treysta Guði fyrir lækningu hans. Þegar svo gestapredikari einn vitnar …

Zombie 2

Leikstjórn: Lucio Fulci Handrit: Elisa Briganti og Dardano Sacchetti Leikarar: Tisa Farrow, Ian McCulloch, Richard Johnson, Al Cliver, AurettaGay, Stefania D’Amario, Olga Karlatos og Lucio Fulci Upprunaland: Ítalía Ár: 1979 Lengd: 89mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0080057 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ann Bowles leitar að sjúkum föður sínum á eyju í Karabískahafinu meðaðstoð blaðamanns og hjóna sem buðu þeim far á snekkju sinni. Þegar þau náloks á áfangastaðinn, hitta þau lækni, sem reynir allt hvað hann getur tilað vinna bug á dularfullri plágu á eyjunni, sem felst í því að dauðir rísaúr gröfum sínum og éta hvern þann sem á vegi þeirra verður! Almennt um myndina: Ítalska hrollvekjan Zombie 2 er þekkt undir ótal nöfnum, t.d.Zombie í Bandaríkjunum, Zombie Flesh Eaters í Bretlandi og Woodoo íÞýzkalandi. Upphaflegi titill hennar var hins vegar Zombi 2 á ítölsku, enenska útgáfan af myndinni, sem gefin var út á DVD í Hollandi og er hér tilumfjöllunar, nefnist Zombie 2. Ástæðan fyrir ítölsku nafngiftinni er sú aðnokkru áður hafði ítalska-bandaríska hrollvekjan Dawn of the Dead eftirGeorge Romero verið frumsýnd á Ítalíu í …

Hot Stuff

Leikstjórn: Giuseppe Rosati [undir nafninu Joe Ross] Handrit: Giuseppe Pulieri og Giuseppe Rosati Leikarar: Maurizio Merli, James Mason, Raymond Pellegrin, Silvia Dionisio, Cyril Cusack, Fausto Tozzi, Franco Ressel og Gianfilippo Carcano Upprunaland: Ítalía Ár: 1976 Lengd: 92mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0075045 Ágrip af söguþræði: Þegar glæpaforinginn Letteri flýr úr fangelsi ásamt nokkrum félögum sínum, er rannsóknarlögreglumaðurinn Murri kallaður aftur til starfa vegna þrýstings frá stjórnvöldum, en yfirmenn hans höfðu rekið hann fyrir misþyrmingar á ýmsum misindismönnum. Murri, sem drekkur vískíið sitt jafnan óblandað og skýtur jafnt vopnaða sem óvopnaða glæpamenn umsvifalaust til bana, kemst brátt á spor strokufanganna og sannfærist um að þeir séu að skipuleggja stórtækt póstflutningarán. Almennt um myndina: Verulega slæm ítölsk harðhausamynd með illa skrifuðum samtölum, vondri enskri talsetningu, metnaðarlausri myndatöku og fáránlegum klippingum. Meira að segja eðalleikarinn James Mason er slæmur í sínu hlutverki, en hann fær svo sem heldur ekki að segja neitt að viti. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Strax í upphafi kvikmyndarinnar, sem nefnd er Hættuleg iðja á íslensku, er hvert trúartáknið sýnt á fætur öðru í nærmynd þegar glæpamennirnir …

The Birds

Leikstjórn: Alfred Hitchcock Handrit: Evan Hunter, byggt á samnefndri smásögu eftir Daphne Du Maurier Leikarar: Tippi Hedren, Rod Taylor, Jessica Tandy, Suzanne Pleshette, Veronica Cartwright og Ethel Griffies. Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1963 Lengd: 120mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0056869 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Fuglar himinsins hafa fengið nóg af framkomu mannkynsins gagnvart sér og ákveða að svara fyrir sig. Almennt um myndina: The Birds er með óhugnanlegri kvikmyndum sem meistari Hitchcock gerði á ferli sínum. Á sínum tíma voru tæknibrellurnar með því flottasta sem gert hafði verið, en sumt hefur hins vegar ekki elst vel. Gerð myndarinnar var svo flókin að undirbúningsvinnan tók næstum því þrjú ár. Síðasta atriðið er gott dæmi um hversu flókin tæknivinnslan var, en myndflöturinn er settur saman úr 32 mismunandi skotum. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að það þarf hreinræktaðan snilling til að leikstýra slíku. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Í myndinni er aldrei útskýrt hvers vegna fuglarnir gera árás á mennina. Það er ljóst frá upphafi myndarinnar að eitthvað dularfullt er þegar farið að gerast í San Francisco. …

The Beyond

Leikstjórn: Lucio Fulci Handrit: Dardano Sacchetti, Giorgio Mariuzzo og Lucio Fulci, byggt á sögu eftir Dardano Sacchetti Leikarar: Catriona MacColl, David Warbeck, Cinzia Monreale, Antoine Saint-John, Veronica Lazar, Anthony Flees, Giovanni De Nava, Al Cliver og Lucio Fulci Upprunaland: Ítalía Ár: 1981 Lengd: 89mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0082307 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Ung kona erfir hótel sem byggt er á einum af sjö hliðum helvítis. Pípulagningarmaður opnar óvart hliðið (sem var reyndar sára einfalt) og streyma þá út uppvakningar, sem ráfa um bæinn og drepa hvern þann, sem þeir komast í færi við. Jörðin og helvíti renna saman í eitt og dauðinn ræður ríkjum, eða eins og segir í slagorði myndarinnar: ,,Og þú munt lifa í eilífu myrkri.“ Almennt um myndina: Hrollvekjan The Beyond er ein frægasta sombíumynd allra tíma og á sér stóran aðdáendahóp, en það er virðingarvottur sem hún á alls ekki skilið. Myndin er svo heimskuleg að það tæki heila bók að greina frá allri vitleysunni í henni. Aðdáendurnir hafa reynt að afsaka þetta með því að segja, að ítalskir kvikmyndagerðamenn hafi ekki …

Code inconnu: Récit incomplete de divers voyages

Leikstjórn: Michael Haneke Handrit: Michael Haneke Leikarar: Juliette Binoche, Thierry Neuvic, Josef Bierbichler, Alexandre Hamidi, Ona Lu Yenke, Djibril Kouyaté, Luminita Gheorghiu, Crenguta Hariton, Bob Nicolaescu, Bruno Todeschini, Paulus Manker, Didier Flamand, Walid Afkir, Maurice Bénichou Upprunaland: Frakland, Þýskaland, Rúmenía Ár: 2000 Lengd: 118mín. Hlutföll: www.us.imdb.com/Title?0216625 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ungur piltur yfirgefur föður sinn og búgarð hans og fer til Parísar til að búa hjá bróður sínum sem er ljósmyndari. Hann er fjarverandi við myndatökur í stríðinu í Kosóvó. Pilturinn hittir mágkonu sína, Önnu (Juliette Binoche), á götu skammt frá heimili þeirra og biður um að fá að gista. Hann kemst í nokkurt uppnám við að frétta af fjarveru bróður síns og þegar þau skilja heldur hann áfram eftir götunni og hendir pappírspoka með hálfétinni köku í fangið á konu sem situr á gangstéttinni og betlar. Það verður til þess að ungur Arabi ræðst á hann og sakar hann um að hafa sýnt konunni lítilsvirðingu. Mágkonan Anna kemst líka í uppnám vegna atviksins en einnig vegna brotthlaups hans úr sveitinni frá föður sínum …