Golden Girl: Karate Girl
Leikstjórn: Orhan Aksoy Handrit: Fuat Ozluer og Erdogan Tünas Leikarar: Filiz Akin, Ediz Hun, Bülent Kayabas, Hayati Hamzaoglu, Nubar Terziyan, Borgut Borali, Yesim Yükselen, Kudret Karadag og Oktay Yavuz Upprunaland: Tyrkland Ár: 1974 Lengd: 85mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0278527 Ágrip af söguþræði: Þegar fimm kynferðisafbrotamenn strjúka úr fangelsi í Istanbúl í Tyrklandi, myrða þeir góðhjartaðan aldraðan garðyrkjumann og freista þess að nauðga Zeyju dóttur hans, fagurri mállausri blómasölustúlku, en neyðast til að flýja af hólmi í snarheitum undan lögreglunni áður en þeim tekst að fá vilja sínum framgengt. Áfallið verður þó til þess að Zeyja fær málið á nýjan leik og sver hún þess dýran eið að hefna sín. Brátt vingast óeinkennisklæddi rannsóknarlögreglumaðurinn Murat við hana án þess þó að ljóstra upp um starf sitt þar sem honum grunar að hún ætli að taka lögin í sínar eigin hendur. Engu að síður kennir hann henni að fara með skotvopn og uppfræðir hana um helstu bardagalistirnar, en fyrir vikið verður hún sér óðara úti um svarta beltið í karate. Murat tekst þó að lokum að sannfæra Zeyju um …