The Smuggler
Leikstjórn: Lucio Fulci Handrit: Lucio Fulci, Gianni De Chiara, Giorgio Mariuzzo og Ettore Sanzó Leikarar: Fabio Testi, Marcel Bozzuffi, Ivana Monti, Guido Alberti, Ferdinando Murolo, Enrico Maisto, Daniele Dublino, Giulio Farnese, Ofelia Meyer, Nello Pazzafini, Giordano Falzoni og Lucio Fulci Upprunaland: Ítalía Ár: 1980 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0081081 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Di Angelo fjölskyldan smyglar aðeins áfengi og sígarettum en lítur ekki við sterkari fíkniefnum. Þegar Mickey Di Angelo, höfuð fjölskyldunnar, er síðan myrtur í launsátri, heitir Luca bróðir hans því að hefna dauða hans og segir helsta keppinautnum stríð á hendur. Morðingjarnir reynast hins vegar nákomnari honum en hann hélt í fyrstu. Almennt um myndina: Einstaklega hrottafengin ítölsk glæpamynd sem fer verulega yfir strikið í helstu ofbeldisatriðunum enda leikstjórinn enginn annar er splatterhausinn Lucio Fulci. Allir viðkvæmir ættu því að hafa vit á því að forðast þessa mynd eins og heitan eldinn. Kvikmyndir Fulcis voru reyndar afskaplega misjafnar að gæðum og átti hann það öðru hverju til að senda frá sér alveg ótrúlegt rusl. The Smuggler er t.d. í besta falli miðlungsmynd, en hún …