Month: júní 2002

The Smuggler

Leikstjórn: Lucio Fulci Handrit: Lucio Fulci, Gianni De Chiara, Giorgio Mariuzzo og Ettore Sanzó Leikarar: Fabio Testi, Marcel Bozzuffi, Ivana Monti, Guido Alberti, Ferdinando Murolo, Enrico Maisto, Daniele Dublino, Giulio Farnese, Ofelia Meyer, Nello Pazzafini, Giordano Falzoni og Lucio Fulci Upprunaland: Ítalía Ár: 1980 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0081081 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Di Angelo fjölskyldan smyglar aðeins áfengi og sígarettum en lítur ekki við sterkari fíkniefnum. Þegar Mickey Di Angelo, höfuð fjölskyldunnar, er síðan myrtur í launsátri, heitir Luca bróðir hans því að hefna dauða hans og segir helsta keppinautnum stríð á hendur. Morðingjarnir reynast hins vegar nákomnari honum en hann hélt í fyrstu. Almennt um myndina: Einstaklega hrottafengin ítölsk glæpamynd sem fer verulega yfir strikið í helstu ofbeldisatriðunum enda leikstjórinn enginn annar er splatterhausinn Lucio Fulci. Allir viðkvæmir ættu því að hafa vit á því að forðast þessa mynd eins og heitan eldinn. Kvikmyndir Fulcis voru reyndar afskaplega misjafnar að gæðum og átti hann það öðru hverju til að senda frá sér alveg ótrúlegt rusl. The Smuggler er t.d. í besta falli miðlungsmynd, en hún …

One Silver Dollar

Leikstjórn: Giorgio Ferroni [undir nafninu Calvin Jackson Padget] Handrit: Giorgio Ferroni [undir nafninu Calvin Jackson Padget] og Giorgio Stegani [undir nafninu George Finley] Leikarar: Giuliano Gemma [undir nafninu Montgomery Wood], Ida Galli [undir nafninu Evelyn Stewart], Pierre Cressoy [undir nafninu Peter Cross], Andrea Scotti [undir nafninu Andrew Scott], Massimo Righi [undir nafninu Max Dean], Benito Stefanelli, Tullio Altamura [undir nafninu Tor Altmayer], Nello Pazzafini, Franco Fantasia [undir nafninu Frank Farrel], Giuseppe Addobbati [undir nafninu John MacDouglas], Nazzareno Zamperla, Gino Marturano [undir nafninu Jean Martin] og Ignazio Spalla [undir nafninu Pedro Sanchez] Upprunaland: Ítalía og Frakkland Ár: 1965 Lengd: 90mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0059114 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Gary og Phil O’Hara börðust saman í her Suðurríkjanna í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum, en voru loks teknir fanga af Norðanmönnum og sendir í fangabúðir. Að stríðinu loknu heldur Gary heim til konu sinnar en Phil fer vestur á bóginn til að freista gæfunnar. Gary saknar þó brátt bróður síns og reynir að hafa uppi á honum aftur. Þegar Gary kemur loks til bæjarins Yellowstone, tekur hann þar boði …

My Name Is Nobody

Leikstjórn: Tonino Valerii og Sergio Leone Handrit: Ernasto Castaldi, Fulvio Morsella og Sergio Leone Leikarar: Terence Hill, Henry Fonda, Jean Martin, Piero Lulli, Mario Brega, Leo Gordon, R.G. Armstrong, Neil Summers, Steve Kanaly, Geoffrey Lewis og Carla Mancini Upprunaland: Ítalía, Frakkland og Þýzkaland Ár: 1973 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0070215 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Stórskyttan Jack Beauregard þráir mest af öllu að setjast í helgan stein í Evrópu en ungur aðdáandi hans þvælist stöðugt fyrir honum og reynir að etja honum gegn flokki 150 byssumanna svo að hann komist á spjöld sögunnar í eitt skipti fyrir öll. Almennt um myndina: Enda þótt Tonino Valerii sé skráður fyrir leikstjórn spaghettí-vestrans My Name Is Nobody, átti Sergio Leone stóran þátt í gerð hans, ekki aðeins sem framleiðandi og einn af handritshöfundum, heldur fylgdist hann vandlega með öllu því sem Valerii gerði og leikstýrði jafnvel hluta myndarinnar sjálfur. Það er líka auðvelt að greina handbragð Leones í ýmsum hlutum myndarinnar, svo sem í byrjunaratriðinu í rakarastofunni, auk þess sem finna má ótal vísanir í kvikmyndir hans eins og For a …

Buddy Goes West

Leikstjórn: Michele Lupo Handrit: Sergio Donati og Gene Luotto Leikarar: Bud Spencer, Amidou Ben Messaoud, Riccardo Pizzuti, Piero Trombetta, Carlo Reali, Sara Franchetti, Andrea Heuer, Joe Bugner og Tom Felleghy Upprunaland: Ítalía Ár: 1981 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0082835 Ágrip af söguþræði: Bófinn Brói er skapvondur, tillitslaus og skítugur máthákur, sem skýtur byssurnar úr höndum andstæðinga sinna án þess að særa þá og lemur þá síðan sundur og saman ýmist með berum hnefunum eða steikarpönnum. Engu að síður sannfærast bæjarbúarnir í Yucca um að hann sé velmenntaður læknir þegar þeir finna læknistösku í fórum hans, sem hann hafði rænt ásamt félaga sínum Indíánanum Cocoa í þeirri trú að hún væri peningataska. Þar sem launin freista Bróa, tekur hann boði bæjarbúanna um að gerast læknir þeirra, en lendir brátt upp á kannt við skúrkinn Colorado Slim og menn hans, sem trufla hann ítrekað við borðhaldið. Almennt um myndina: Þeir eru ekki margir spaghettí-vestrarnir, sem eru alveg lausir við manndráp, en hér koma hnefahöggin í staðinn og er enginn skortur á þeim. Gamansemin hittir þó sjaldnast í mark enda er …

Blood and Guns

Leikstjórn: Giulio Petroni Handrit: Franco Solinas og Ivan Della Mea Leikarar: Tomas Milian, Orson Welles, John Steiner, José Torres, Annamaria Manca, Luciano Casamonica, Paloma Cela, George Wang og Mario Daddi Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1968 Lengd: 97mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0063679 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þegar Madero forseti Mexíkó snýr baki við smábændunum, sem studdu hann til valda í blóðugri borgarastyrjöld skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina, grípur skæruliðaforinginn Tepepa til vopna á nýjan leik. Þar sem enski læknirinn Henry Price grunar Tepepa um að hafa nauðgað og myrt unnustu sína í borgarastyrjöldinni, sver hann þess dýran eið að hefna hennar og leitar skæruliðaforingjann uppi þar sem hann á í átökum við landeigandann Cascorro ofursta. Almennt um myndina: Efnistökin í þessum pólitíska spaghettí-vestra eru að mörgu leyti áhugaverð en þar er enginn saklaus og hefndin gerir aðeins illt verra. Tomas Milian skilar sínu sem mexíkanski skæruliðaforinginn Tepepa og John Steiner er óvenju góður í hlutverki enska læknisins, en hann átti eftir að leika í aragrúa alveg ótrúlegra evrópskra ruslmynda. Það sem skemmir hins vegar einna mest fyrir …