Month: ágúst 2002

Breaking the Waves

Leikstjórn: Lars von Trier Handrit: Lars von Trier Leikarar: Emily Watson, Stellan Skarsgård, Katrin Cartlidge, Jean-Marc Barr, Adrian Rawls, Jonatan Hackett, Sandra Voe, Udo Kier, Mikkel Gaup, Roef Ragas, Phil McCall, Robert Robertsson, Desmons Reilly, Sara Gudgeon, Finlay Welsh Upprunaland: Danmörk, Svíþjóð, Frakkland, Holland, Noregur Ár: 1996 Lengd: 159mín. Hlutföll: http://us.imdb.com/Title?0115751 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sögusvið Breaking the Waves er lítið, einangrað skoskt sjávarþorp á áttunda áratugnum þar sem strangtrúuð kalvínsk kirkja er ráðandi afl. Karlarnir í öldungaráðinu fara með völdin og lögmálshyggja þeirra er jafn óhagganleg og sannfæring þeirra um að allt sem komi utanfrá hafi vandamál í för með sér. Aðalpersóna myndarinnar er ung og saklaus stúlka, Bess McNeil að nafni, sem Emily Watson leikur af hreinni snilld og var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Þrátt fyrir aðvaranir öldungaráðsins giftist hún Jan, verkamanni á olíuborpalli, sem Stellan Skarsgård leikur. Eftir brúðkaupið eiga þau saman hamingjuríkar stundir en að lokum kemur að því að Jan þarf að halda á ný til starfa á olíuborpallinum. Bess á erfitt með að sjá á …

The Four of the Apocalypse

Leikstjórn: Lucio Fulci Handrit: Ennio De Concini, byggt á sögu eftir Brett Harte Leikarar: Fabio Testi, Tomas Milian, Lynne Frederick, Michael H. Pollard, Harry Baird, Donald O’Brien, Bruno Corazzari, Adolfo Lastretti og Charles Borromel Upprunaland: Ítalía Ár: 1975 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0073594 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Árið 1873 ákveða bæjaryfirvöldin í Salt Flat í Utah að hreinsa til hjá sér í eitt skipti fyrir öll en fyrir vikið er allt illþýðið þar strádrepið í blóðugu uppgjöri, hvort sem um er að ræða fjárhættuspilara, drykkjumenn, vændiskonur eða þjófa. Aðeins fjórir fangar úr fangelsinu sleppa lifandi og eru þeir reknir úr bænum á hestakerru daginn eftir, en það eru spilahrappurinn Stubby Preston, barnshafandi vændiskonan Emmanuelle Bunny O’Neill, skyggni blökkumaðurinn Butt og drykkjumaðurinn Clem. Saman halda þau út í eyðimörkina þar sem þau kynnast friðsömum svissneskum kristnum sértrúarsöfnuði í leit að trúbræðrum sínum í nýju heimsálfunni og dvelja hjá honum um stund. Þegar þau halda síðan af stað á nýjan leik, slæst mexíkanski bófinn Chaco í för með þeim en hann reynist brátt siðlaus með öllu, enda drepur hann …

Son of a Gunfighter

Leikstjórn: Paul Landres Handrit: Clarke Reynolds Leikarar: Russ Tamblyn, Fernando Rey, Kieron Moore, James Philbrook, María Granada, Renato Polselli, Julio Pérez Tabernero, Aldo Sambrell, Antonio Casas, Bernabe Barta Barri, Carmen Tarrazo og Carmen Collado Upprunaland: Spánn og Bandaríkin Ár: 1965 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0059737 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Stórskyttan Johnny leitar að föður sínum í óbyggðum Mexíkó í þeirri trú að hann eigi sök á dauða móður hans. Almennt um myndina: Miðlungs spaghettí-vestri með frekar heimskulegu fjölskyldudrama sem gerður var á Spáni í samvinnu við Bandaríkjamenn og sýndur er með reglulegu millibili á sjónvarpsstöðinni TCM. Fernando Rey leikur góðhjartaðan mexíkanskan óðalsbónda, sem veitir hetjunni húsaskjól á neyðarstund, en sá eðalleikari stendur oftast fyrir sínu. Renato Polselli stelur þó senunni sem lögreglustjórinn í upphafi myndarinnar, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt umdeildum kvikmyndum á borð við hrollvekjuna The Reincarnation of Isabel og gulu myndina Delirium, sem báðar voru gerðar árið 1972. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og í svo mörgum öðrum spaghettí-vestrum er hefndin aðalstefið. Trúarstef á borð við bænir eru þó í …

All the Way, Boys!

Leikstjórn: Giuseppe Colizzi Handrit: Giuseppe Colizzi, Barbara Alberti og Amedeo Pagani Leikarar: Terence Hill, Bud Spencer, Reinhard Kolldehoff (undir nafninu René Kolldehoff), Cyril Cusack, Carlos Muñoz, Riccardo Pizzuti, Marcello Verziera, Sergio Bruzzichini, Alexander Allerson, Ferdinando Murolo, Michel Antoine Upprunaland: Ítalía Ár: 1972 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0069095 Ágrip af söguþræði: Áflogaseggirnir Salud og Plata eru atvinnuflugmenn einhvers staðar í Suður-Ameríku, sem fljúga hvaða flugvél sem er hvenær sem er. Þegar þeir síðan nauðlenda einni flugvélinni úti í óbyggðum, kynnast þeir ýmsum demantaleitarmönnum og óheiðarlegum kaupmönnum. Almennt um myndina: Leiðinleg gamanmynd þar sem húmorinn einkennist að mestu af hnefahöggum. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Í kvikmyndinni er lítillega vitnað í Mt 7:7 þar sem segir „leitið og þér munuð finna“. Sömuleiðis kemur bæn við sögu og aðeins er minnst á almætti Guðs. Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Mt 7:7 Guðfræðistef: almætti Guðs Siðfræðistef: ofbeldi Trúarleg tákn: kross Trúarlegt atferli og siðir: bæn

Vengeance Trail

Leikstjórn: Pasquale Squitieri [undir nafninu William Redford] Handrit: Mónica Felt og Pasquale Squitieri [undir nafninu William Redford] Leikarar: Leonard Mann, Ivan Rassimov, Klaus Kinski, Elizabeth Eversfield, Steffen Zacharias, Salvatore Billa og Enzo Fiermonte Upprunaland: Ítalía Ár: 1971 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0067931 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Stórskyttan Jeremía Bridger drepur alla Indíána, sem hann kemst í tæri við og selur höfuðleður þeirra í þeirri trú, að þeir hafi átt sök á dauða foreldra hans og systur þegar hann var enn barn að aldri. Hann gengur hins vegar til liðs við Indíánana um leið og hann kemst að því að hann hafði haft þá fyrir rangri sök og segir í staðinn kaupsýslumanninum Perkins og mönnum hans stríð á hendur, en þeir höfðu framið morðin dulbúnir sem Indíánar í von um að geta sölsað undir sig sem mest af landi þeirra og kotbændanna á svæðinu. Almennt um myndina: Afar slakur spaghettí-vestri með óvenju slæmri enskri talsetningu. Ivan Rassimov og Klaus Kinski eru reyndar fínir í hlutverkum skúrkanna en það dugar samt ekki til að bjarga myndinni fyrir horn. Það …

The Lost Battalion

Leikstjórn: Russell Mulcahy Handrit: Jim Carabatsos Leikarar: Rick Schroder, Phil McKee, Jamie Harris, Wolf Kahler, Joachim Paul Assböck, Jay Rodan, Adam James, Daniel Caltagirone, Michael Goldstrom, André Vippolis, Rhys Miles Thomas, Arthur Kremer, Michael Brandon og Derek Kueter Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0287535 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar tekst bandarískri herdeild að brjótast í gegnum víglínu Þjóðverja í Frakklandi en er síðan umkringd af þeim lengst inni í Argonne skóginum án nokkurra vista í tæpa viku. Almennt um myndina: Fjölmargar góðar kvikmyndir hafa verið gerðar um hildarleik fyrri heimsstyrjaldarinnar. Einna mikilvægust er sennilega All Quiet on the Western Front eftir Lewis Milestone frá árinu 1930 enda þótt endurgerðin frá árinu 1979 eftir Delbert Mann verði að teljast betri. Sem dæmi um aðrar góðar fyrri heimsstyrjaldarmyndir mætti nefna Paths of Glory eftir Stanley Kubrick frá árinu 1957, The Blue Max eftir John Guillermin frá árinu 1966 og Trenches of Hell eftir Simon Wincer frá árinu 1999. Allar eiga þessar kvikmyndir það sameiginlegt að draga upp gagnrýna mynd af tilgangslausu blóðbaðinu, sem …

God’s Gun

Leikstjórn: Gianfranco Parolini [undir nafninu Frank Kramer] Handrit: Gianfranco Parolini [undir nafninu Frank Kramer] Leikarar: Lee Van Cleef, Jack Palance, Leif Garrett, Richard Boone, Sybil Danning, Robert Lipton, Rafi Ben Ami, Heinz Bernard, Zila Carni og Chin Chin Upprunaland: Ítalía og Ísrael Ár: 1976 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0074575 Ágrip af söguþræði: Þegar bófagengi myrðir prestinn í Junoborg, mætir bróðir hans á svæðið og losar bæjarbúana við illþýðið. Almennt um myndina: Þessi hörmulega kvikmynd var framleidd í samvinnu Ítala og Ísraelsmanna á þeim tíma þegar spaghettí-vestrarnir voru farnir að syngja sitt síðasta. Þó svo að það megi hafa nokkurt gaman af ofleik Jacks Palance í hlutverki skúrksins Sams Clayton, er nánast allt slæmt í myndinni. Jafnvel Lee Van Cleef veldur vonbrigðum en hann leikur bræðurna föður John og stórskyttuna Lewis. Myndgæðin á DVD disknum eru afspyrnu léleg enda virðist kanadíska útgáfufyrirtækið Direct Source Special Products notast eingöngu við slitnar NTSC spólur með ‚pan and scan‘ útgáfum af kvikmyndunum. Og sem fyrr upplýsir þulur frá fyrirtækinu hvernig nota eigi fjarstýringuna og skjámyndina um leið og hún kemur upp eins …