Breaking the Waves
Leikstjórn: Lars von Trier Handrit: Lars von Trier Leikarar: Emily Watson, Stellan Skarsgård, Katrin Cartlidge, Jean-Marc Barr, Adrian Rawls, Jonatan Hackett, Sandra Voe, Udo Kier, Mikkel Gaup, Roef Ragas, Phil McCall, Robert Robertsson, Desmons Reilly, Sara Gudgeon, Finlay Welsh Upprunaland: Danmörk, Svíþjóð, Frakkland, Holland, Noregur Ár: 1996 Lengd: 159mín. Hlutföll: http://us.imdb.com/Title?0115751 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sögusvið Breaking the Waves er lítið, einangrað skoskt sjávarþorp á áttunda áratugnum þar sem strangtrúuð kalvínsk kirkja er ráðandi afl. Karlarnir í öldungaráðinu fara með völdin og lögmálshyggja þeirra er jafn óhagganleg og sannfæring þeirra um að allt sem komi utanfrá hafi vandamál í för með sér. Aðalpersóna myndarinnar er ung og saklaus stúlka, Bess McNeil að nafni, sem Emily Watson leikur af hreinni snilld og var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Þrátt fyrir aðvaranir öldungaráðsins giftist hún Jan, verkamanni á olíuborpalli, sem Stellan Skarsgård leikur. Eftir brúðkaupið eiga þau saman hamingjuríkar stundir en að lokum kemur að því að Jan þarf að halda á ný til starfa á olíuborpallinum. Bess á erfitt með að sjá á …