Ferocious Beast with a Gun
Leikstjórn: Sergio Grieco Handrit: Sergio Grieco Leikarar: Helmut Berger, Marisa Mell, Richard Harrison, Marina Giordana, Luigi Bonos, Vittorio Duse, Ezio Marano, Claudio Gora, Alberto Squillante, Maria Pascucci og Nello Pazzafini Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1977 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0075740 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þegar afbrotamanninum Nanni Vitali tekst að flýja úr fangelsi ásamt nokkrum félögum sínum, pyntar hann sögusmettuna til dauða, sem svikið hafði hann í hendur lögreglunnar, og skipuleggur síðan vopnað rán í launadeild stórfyrirtækis. Lögregluforinginn Giulio Santini er þó jafnan á hælum hans og bregður Vitali að lokum á það ráð að taka systur hans og föður í gíslingu til að ná sínu fram. Almennt um myndina: Evrópskar kvikmyndir hafa margar verið markaðssettar undir ótal titlum í gegnum árin og gildir það alveg sérstaklega um þær ítölsku. Sú kvikmynd sem er hér til umfjöllunar er sennilega þekktust undir heitinu Mad Dog Murderer en Anchor Bay fyrirtækið í Bandaríkjunum gaf hana nýlega út á DVD með kápuheitinu Beast with a Gun þrátt fyrir að hún sé nefnd stórum stöfum strax í sjálfu byrjunaratriðinu Ferocious …