Blood and Diamonds
Leikstjórn: Fernando Di Leo Handrit: Fernando Di Leo Leikarar: Claudio Cassinelli, Martin Balsam, Barbara Bouchet, Olga Karlatos, Pier Paolo Capponi, Vittorio Caprioli, Carmelo Reale, Alberto Squillante, Franco Beltramme og Salvatore Billa Upprunaland: Ítalía Ár: 1977 Lengd: 97mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0075940 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Smáglæpamaðurinn Guido er sannfærður um að mafíuforinginn Rizzo hafi ekki aðeins vísað lögreglunni á sig þar sem hann var við innbrot hjá tryggingarfélagi heldur beri hann einnig á ábyrgð á dauða eiginkonu sinnar. Af þeim sökum segir hann mafíunni stríð á hendur um leið og hann losnar úr fangelsi fimm árum síðar og brennir þannig allar brýr að baki sér áður en í ljós kemur að hann hafði haft Rizzo fyrir rangri sök. Almennt um myndina: Frekar mistæk sakamálamynd sem sleppur þó naumlega fyrir horn. Reyndar hefði alveg mátt vanda einstök hasaratriði aðeins betur eins og t.d. rúturánið snemma í myndinni en framleiðslan hefur klárlega ekki kostað mikið. Leikararnir eru sumir fínir eins og Martin Balsam í hlutverki mafíuforingjans Rizzos og Barbara Bouchet í hlutverki enn einnar fatafellunnar á löngum ferli …