Month: desember 2002

Lord of the Rings: The Two Towers

Leikstjórn: Peter Jackson Handrit: Frances Walsh, Philippa Boyens, Stephen Sinclair og Peter Jackson, byggt á samnefndri skáldsögu eftir J.R.R. Tolkien Leikarar: Elijah Wood, Ian McKellen, Viggo Mortensen, Sean Astin, Billy Boyd, Liv Tyler, John Rhys-Davies, Dominic Monaghan, Christopher Lee, Miranda Otto, Brad Dourif, Orlando Bloom, Cate Blanchett, Karl Urban, Bernard Hill, David Wenham, Andy Serkis, Robyn Malcolm og John Leigh Upprunaland: Nýja Sjáland og Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 179mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Merry og Pippin ná að flýja úr prísund sinni og kynnast trjáhirðum sem kæra sig ekki um stríðsbrölt mannanna. Legolas, Gimli og Aragorn ganga til liðs við her Róhanborgar til að verjast árás hers Sarumans sem hefur það eitt að markmiði að þurrka út kynstofn manna. Á meðan fá Frodo og Sam Gollum til að vísa sér leiðina í gegnum Mordor. Almennt um myndina: Eins og flestir vita er þetta annar hluti Hringadrottinssögu af þremur en myndin líður svolítið fyrir það. Upphaf hennar og endir eru ekki vel afmörkuð og því virkar hún ekki sem sjálfstæð kvikmynd. Það væri …

Harry Potter and the Chamber of Secrets

Handrit: Chris Columbus Leikarar: Steven Cloves (handrit), J. K. Rowling (skáldsaga)Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Kenneth Branagh, Maggie Smith, Richard Harris, Alan Rickman, Robbie Coltrane Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 161mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0295297 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Harry Potter og félagar glíma við gátuna um leyniklefann. Hvar er leyniklefinn? Hver opnaði hann síðast? Hver er arftaki Slytherins? Hvaða skrímsli er að finna í leyniklefanum? Almennt um myndina: Myndin er góð og spennandi. Hún er ágætlega leikin þótt sumir standi sig betur en aðrir. Emma Watson og Rupert Grint leika prýðilega, sem og Kenneth Branagh og fleiri. Daniel Radcliffe þótti sumum ekki leika eins vel. Handrit og leikstjórn voru ágæt, en nokkru var breytt frá bókinni um Harry Potter og leyniklefann. Sumum þótti sem stytta hefði mátt nokkur atriði, t.d. atriði með basilíusnáknum í lokin og quidditch-atriðið. Tæknibrellur voru flestar góðar, en á stöku stað voru þær ekki nógu vel unnar. Dæmi um það er sverðið sem Harry Potter notaði til að farga basilíusnáknum, einnig atriðið í Whomping-Willow trénu þar sem afar augljóst er …

Steel Arena

Leikstjórn: Mark L. Lester Handrit: Mark L. Lester Leikarar: Dusty Russell, Laura Brooks, Buddy Love, Gene Drew, Dutch Schnitzer, Speed Stearns, Ed Ryan, Big Tim Welch, Dan Carter, Bruce Mackey og Bill McKnight Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1973 Lengd: 99mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0070730 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Ökuþórinn Dusty Russell gerist aksturshetja í klessukeyrslum eftir að hafa verið svikinn um launagreiðslu fyrir að forða bruggi undan lögreglunni í æðisgengnum bílaeltingaleik. Almennt um myndina: Sannkölluð vasaklútamynd fyrir alla einlæga áhugamenn um bandarískar bifreiðar enda hver eðalvagninn á fætur öðrum eyðilagður í fáránlegum klessukeyrslum, einkum þó bílar frá sjötta og sjöunda áratugnum. Enda þótt söguþráður myndarinnar sé hreinn skáldskapur, leika ökuþórarnir flestir sjálfa sig undir sínum réttu nöfnum. Ef marka má efnistök myndarinnar, er samkeppnin hörð milli ökuþóranna og grunnt á öfundinni hjá þeim, sem láta í minni pokann, en einn þeirra grýpur til þess örþrifaráðs að skemma öryggisbelti eins keppinautsins til að endurheimta fyrri virðingu. Áhersla er lögð á það hversu hættulegar klessukeyrslurnar eru með því að senda flesta ökuþórana stórslasaða af vettvangi áður en myndin er …

Raising Arizona

Leikstjórn: Joel Coen Handrit: Joel Coen og Ethan Coen Leikarar: Nicolas Cage, Holly Hunter, Trey Wilson, John Goodman, William Forsythe, Sam McMurray, Frances McDormand, Randall ‘Tex’ Cobb og M. Emmet Walsh Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1987 Lengd: 90mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Síbrotamaðurinn H.I. skiptir um iðju þegar hann verður ástfanginn af lögreglukonunni Ed. En þegar í ljós kemur að Ed er óbyrja ákveða þau að taka til sinna ráða og ræna barni af hjónum sem eignuðust fimmbura. Almennt um myndina: Þetta er þriðja mynd Coen bræðra en hún vakti verðskuldaða athygli fyrir frumlega kvikmyndatöku og skemmtilegan frásagnastíl. Rétt eins og með fyrstu mynd bræðranna Blood Simple (1984) virkar kvikmyndatakan ekki eins frumleg og fersk eins og á sínum tíma, enda hafa fjölmargir fetað í fótspor Coen bræðranna. En kostir þessarar myndar felast ekki aðeins í frumlegri kvikmyndatöku. Handritið er stútfullt af óborganlegum setningum á borð við: ,,H.I., you’re young and you got your health, what do you want with a job?“ og ,,I tried to stand up and fly straight, but it …