Lord of the Rings: The Two Towers
Leikstjórn: Peter Jackson Handrit: Frances Walsh, Philippa Boyens, Stephen Sinclair og Peter Jackson, byggt á samnefndri skáldsögu eftir J.R.R. Tolkien Leikarar: Elijah Wood, Ian McKellen, Viggo Mortensen, Sean Astin, Billy Boyd, Liv Tyler, John Rhys-Davies, Dominic Monaghan, Christopher Lee, Miranda Otto, Brad Dourif, Orlando Bloom, Cate Blanchett, Karl Urban, Bernard Hill, David Wenham, Andy Serkis, Robyn Malcolm og John Leigh Upprunaland: Nýja Sjáland og Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 179mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Merry og Pippin ná að flýja úr prísund sinni og kynnast trjáhirðum sem kæra sig ekki um stríðsbrölt mannanna. Legolas, Gimli og Aragorn ganga til liðs við her Róhanborgar til að verjast árás hers Sarumans sem hefur það eitt að markmiði að þurrka út kynstofn manna. Á meðan fá Frodo og Sam Gollum til að vísa sér leiðina í gegnum Mordor. Almennt um myndina: Eins og flestir vita er þetta annar hluti Hringadrottinssögu af þremur en myndin líður svolítið fyrir það. Upphaf hennar og endir eru ekki vel afmörkuð og því virkar hún ekki sem sjálfstæð kvikmynd. Það væri …