Month: mars 2003

Memento

Leikstjórn: Christopher Nolan Handrit: Christopher Nolan, Jonathan Nolan Leikarar: Guy Pearce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano, Mark Boone Junior, Stephen Tobolowsky og Jorja Fox Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 113mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0209144 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Maður sem þjáist af minnisleysi leitar morðingja konu sinnar. Meira verður ekki sagt af tillitssemi við þá sem eiga eftir að horfa á myndina. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Ekki er hægt að finna beinar skírskotanir til trúarstefja í þessari mynd. Það helsta sem minnir á það eru tvö atriði þar sem Biblían (sem gjöf frá Gídeonfélaginu) kemur fyrir, en í öðru tilfellinu er Biblían opnuð á bókinni Leviticus. Hugsanlegt er að það hafi einhverja sérstaka skírskotun, en það er a.m.k. ekki ljóst við fyrstu sýn. Á hinn bógin má e.t.v. finna ákveðin siðferðileg stef hérna og vangaveltur um samvisku og samviskuleysi, um það hvernig fólk getur misnotað þá sem minna mega sín og e.t.v. lítil tök á veruleikanum, jafnvel til að vinna illvirki. Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 4:9, Leviticus Siðfræðistef: samviska, hjálparleysi

Viðtal við Róbert Douglas

Róbert I. Douglas sló eftirminnilega í gegn með fyrstu mynd sinni í fullri lengd, Íslenski Draumurinn. Margir sögðu myndina marka tímamót í íslenskri kvikmyndagerð, þar sem loksins hafi verið gerð kvikmynd sem var laus við bókmennta og leikhúsáhrifin. Sumir gengu svo langt að segja að Íslenski draumurinn hafi verið fyrsta íslenska kvikmyndin. Þótt næsta mynd Róberts, Maður eins og ég, hafi ekki slegið eins vel í gegn og Íslenski draumurinn fékk hún engu að síður mjög góðar viðtökur. Undirritaður mælti sér mót við Róbert á Hótel Borg og tók hann tali. Þegar ég mætti á staðinn var Róbert þegar kominn. Hann sat við borðið með kaffibollan í annarri hendi og sígarettu í hinni. Allt í fasi hans ber þess merki að kaffistaðir og bóhemlíf á vel við hann. Mynd 1: Leikstjórinn Robert Douglas ásamt leikara í einni af myndum sínum. Nokkrum dögum áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn boðið fólki á íslenskar kvikmyndir í bíó og tók ég eftir því að báðar myndir Róberts í fullri lengd voru sýndar á hátíðinni. Því var ég forvitinn um hvernig þetta …

Dómsdagskvikmyndir – Þrjár tegundir heimsslitamynda

Í þessum fyrirlestri mun ég leitast við að flokka kvikmyndir, sem fjalla á einn eða annan hátt um heimsendi. Mun ég sérstaklega fjalla um þá þrjá undirflokka, sem eiga rætur að rekja í kristna hefð og leitast við að skilgreina helstu einkenni þeirra. Mér er ekki kunnugt um að þessi kvikmyndaflokkur hafi verið rannsakaður áður, en ég hef stuðst við þá skilgreiningu að heimsslit, heimsendir eða dómsdagur sé yfirvofandi atvik, sem ógni mannlegri tilvist eins og við þekkjum hana, hvort sem það sé vegna utan að komandi afla eins og djöfulsins og geimvera eða vegna synda mannsins, óábyrgrar þekkingarleitar hans og vísindastarfa. Hér er engin skylda að myndirnar endi með heimsslitum, enda er mannkyninu oft bjargað á síðustu stundu. Nú kann einhver að segja að heimsslitahugmyndir heyri fortíðinni til og eigi lítið erindi við nútíma samfélag, en svo er hins vegar ekki. Á kaldastríðsárunum var það t.d. algengt viðhorf að mannkynið ætti eftir að eyða sjálfu sér í kjarnorkustríði og margir töldu að um áramótin 2000 myndi efnahagskerfi heimsins hrynja, með tilheyrandi afleiðingum, vegna þess …

Man of Aran

Leikstjórn: Robert J. Flaherty Handrit: Robert J. Flaherty Leikarar: Colman ‘Tiger’ King, Maggie Dirrane, Michael Dillane, Pat Mullin, Patch ‘Red Beard’ Ruadh, Patcheen Faherty, Tommy O’Rourke, Stephen Dirrane og Pat McDonough Upprunaland: Bretland Ár: 1934 Lengd: 73mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þessi víðfræga og íkoníska heimildarmynd Bandaríkjamannsins Robert J. Flaherty er tekin upp á eyjunni Inishmore, sem er hluti af Aran-eyjum undan vesturströnd Írlands. Myndin lýsir harðri lífsbaráttu eyjaskeggja sem á hverjum degi slást við náttúruöfl lands og láðs til að komast af á þessari harðbýlu eyju. Almennt um myndina: Flaherty sagði einhverntíma að kvikmyndagerð væri útilokun hins ónauðsynlega. Þessi ummæli er vert að hafa í huga þegar verk hans eru vegin og metin. Hann hefur verið kallaður faðir heimildarmyndarinnar og vissulega var hann einna fyrstur til að byggja myndir sínar á raunverulegu fólki. En upphafsmaður heimildarmyndarinnar í nútímaskilningi er Skotinn John Grierson sem lagði mesta áherslu á hið félagslega og menntunarlega hlutverk slíkra mynda. Myndir Flahertys snúast hinsvegar um manninn í sköpunarverkinu og eru oftast einhverskonar hylling á viðfangsefninu. Áherslur Flahertys …

The Matrix

Leikstjórn: Andy Wachowski og Larry Wachowski [undir nafninu Wachowski bræðurnir] Handrit: Andy Wachowski og Larry Wachowski [undir nafninu Wachowski bræðurnir] Leikarar: Keanu Reeves, Laurence Fishburne, Carrie-Anne Moss, Hugo Weaving, Joe Pantoliano, Gloria Foster, Marcus Chong, Julian Arahanga, Paul Goddard, Robert Taylor, David Aston, Anthony Ray Parker, Belinda McClory og Matt Doran Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 136mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þegar manninum hafði tekist að hanna gervigreind fyrir vélar, gerðu þær uppreisn gegn honum og yfirbuguðu hann í blóðugri heimsstyrjöld. Mennirnir höfðu reynt að sigrast á vélunum með því að beita kjarnorkuvopnum, en fyrir vikið ríkir kjarnorkuvetur sem skyggir á alla sólarbirtu. Þar sem vélarnar eru háðar sólarorkunni, urðu þær að finna nýja leið til að afla sér orku. Þær söfnuðu því saman til ræktunar líkömum allra þeirra, sem enn voru á lífi, og tóku að soga úr þeim líkamshitann. Til að hafa mennina góða, halda vélarnar þeim sofandi í litlum vatnsfylltum skápum og tengja heila þeirra við sýndarveruleika, sem nefnist The Matrix (þ.e. Mótið, stundum þýtt draumheimurinn á íslensku), en …

Lilja 4-ever

Leikstjórn: Lukas Moodysson Handrit: Lukas Moodysson Leikarar: Oksana Akinshina, Artyom Bogucharsky, Lyubov Agapova, Liliya Shinkaryova, Elina Benenson, Pavel Ponomaryov og Tomas Neumann Upprunaland: Svíþjóð og Danmörk Ár: 2002 Lengd: 109mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hin 16 ára Lilja er alin upp í fyrrverandi Sovétríkjunum. Móðir hennar skilur hana eftir þegar hún flytur til Bandaríkjanna og neyðist hún að lokum að selja sig til að sjá sér farborða. Gæfan virðist þó ætla að brosa við henni þegar ungur maður segist elska hana og býður henni gull og græna skóga í Svíþjóð … Almennt um myndina: Myndin er með afbrigðum vel leikin af þessum ungu, reynslulitlu, rússnesku börnum, Oksana Akinshina og Artiom Bogucharskij. Einlægni þeirra og að því er virðist áreynslulaus tjáning vekur undrun, ekki síst þar sem hlutverk þeirra eru verulega krefjandi. Moodysson hefur áður sýnt að hann hefur einstakt lag á að leikstýra börnum, bæði í Fucking Åmål (Árans Åmål) og Tillsammans (Saman). Myndatakan eykur á áhrifin. Mikið um nærmyndir… hreyfanleg myndavél er notuð víða og á stundum er myndin í hægagangi …

Street Angels

Leikstjórn: Rino Di Silvestro Handrit: Rino Di Silvestro Leikarar: Maria Fiore, Magda Konopka, Krista Nell, Andrea Scotti, Elio Zamuto, Orchidea de Santis, Paolo Giusti, Liana Trouche, Luciano Rossi og Gianrico Tondinelli Upprunaland: Ítalía Ár: 1974 Lengd: 85mín. Hlutföll: 1.85:1 Ágrip af söguþræði: Ítalska lögreglan rannsakar morð á ungri háskólastúlku sem unnið hafði fyrir sér með vændi. Almennt um myndina: Slæm gulmynd (en svo kallast ítalskar morðgátur) með ómarkvissum söguþræði og alltof mörgum sögupersónum sem tengjast málinu lítið sem ekkert. Enska talsetningin er í flestum tilfellum hörmuleg en slíkt er alltof algengt vandamál í ítölskum kvikmyndum frá þessum tíma. Í rauninni er handbragðið í anda evrópskra ruslmynda enda leikstjórinn Rino Di Silvestro einna þekktastur fyrir kvenfangelsismyndirnar Love and Death in a Women’s Prison (1972) og Deported Women of the SS Special Section (1976). Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Kvikmyndin fjallar fyrst og fremst um vændi og er ófögur mynd dregin upp af lífi þeirra kvenna sem neyðast til að selja sig á götum úti. Di Silvestro notar þó tækifærið óspart til að sýna bert hold kvenna …

Sadisterotica

Leikstjórn: Jesus Franco Handrit: Luis Revenga og Jesus Franco Leikarar: Janine Reynaud, Rosanna Yanni, Adrian Hoven, Michel Lemonie, Chris Howland, Marta Reves, Alexander Engel, Ana Cassares, Manuel Otero og Julio Pérez Tabernero Upprunaland: Þýzkaland og Spánn Ár: 1967 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.58:1 (var sennilega 1.85:1) Ágrip af söguþræði: Einkaspæjararnir Díana og Regína eru föngulegar ungar stúlkur, sem klæðast sjaldnast meiru en bíkíní-baðfötum og nota rauðar varir sem kennimark sitt. Þær sannfærast um að eitt af torskildari málverkum sérviturs listmálara sé af stúlku, sem ekkert hefur spurst til um langt skeið, og ákveða að freista þess að hafa uppi á henni. Listmálarinn neitar hins vegar öllum um áheyrn, sem eftir því sækjast, og hafa ekki einu sinni nánustu starfsmenn hans litið hann augum. Þegar þeim Díönu og Regínu tekst loks að finna listmálarann, reynist hann raðmorðingi, sem sækir innblástur í expressionísk málverk sín með því að fylgjast með varúlfinum Morpho myrða fyrirsæturnar. Almennt um myndina: Eflaust súpa flestir kveljur yfir titlinum Sadisterotica, sem verður að teljast með þeim svakalegri. Sjálfur hét ég því að horfa aldrei …

Rang-e khoda

Leikstjórn: Majid Majidi Handrit: Majid Majidi Leikarar: Hosein Mahjoob, Salameh Fayzi, Mohsen Ramezani, Elham Sharifi og Farahnaz Safari Upprunaland: Íran Ár: 1999 Lengd: 90mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0191043 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Ungur blindur drengur að nafni Mohammad þráir að finna fyrir miskunn Guðs. Faðir hans hefur í hyggju að kvænast, en þar sem hann óttast að það muni setja strik í reikninginn að hann eigi blindan son, reynir hann allt til að losa sig við hann. Hann vonar meira að segja að Mohammad lendi í banaslysi. Í raun má segja að á meðan sonurinn leitar miskunnar Guðs, reynir faðirinn að koma sér undan henni. Almennt um myndina: Leikstjórinn Majid Majidi hóf kvikmyndaferil sinn sem leikari en þekktasta kvikmyndin sem hann lék í er líklega Boycott (1985) sem er leikstýrð af sjálfum Mohsen Makhmalbaf, einum frægasta leikstjóra Írana. Fyrsta kvikmyndin sem Majidi leikstýrði var hins vegar Baduk sem hann gerði árið 1992 en hún hlaut meðal annars verðlaun fyrir tónlist, klippingu, handrit, leik, leikstjórn og sem besta myndin. Síðan þá hefur hann gert hvert meistaraverkið á …

Ran

Leikstjórn: Akira Kurosawa Handrit: Masato Ide, Akira Kurosawa og Hideo Oguni, byggt á leikritinu Lear konungur eftir William Shakespeare Leikarar: Tatsuya Nakadai, Akira Terao, Jinpachi Nezu, Daisuke Ryu, Mieko Harada, Yoshiko Miyazaki, Takashi Nomura, Hisashi Igawa, Peter Yui og Masayuki Yui Upprunaland: Japan og Frakkland Ár: 1985 Lengd: 160mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Ran er að mestu leyti byggð á leikritinu Lear Konungur eftir William Shakespeare en að hluta sækir hún viðfangsefni sitt einnig í söguna af Mori, frægum konungi í Japan sem var uppi á 16. öld. Konungurinn Hidetora, sem er sjötíu ára gamall, ákveður að afsala sér völdum og afenda þau sonum sínum þremur. Taro, sá elsti, á að halda um stjórnartaumana en Jiro og Saburo eiga að ríkja yfir öðrum og þriðja kastalanum og lúta elsta bróðurnum. Til að leggja áherslu á einingu fjölskyldunnar lætur Hidetora þá brjóta ör, sem þeir gera nokkuð auðveldlega. Þegar hann afhendir þeim hins vegar þrjár örvar og biður þá að brjóta þær allar í einu reynist það erfiðara. Þannig vill Hidetora leggja …