Viðtal við nokkra af forsvarsmönnum Bíó Reykjavíkur
Um helgina sótti ég hrollvekjuhátíð Bíós Reykjavíkur. Eitthvað hafði dagskránni seinkað og þurfti ég því að bíða í um hálftíma áður en Repulsion (1965) eftir Roman Polanski byrjaði. Mig hafði lengi langað að vita eitthvað um þann hóp sem stóð að Bíói Reykjavíkur og ákvað því að nýta tímann og taka stofnmeðlimina tali. Vildu skapa vettvang fyrir óhefðbundna kvikmyndagerð Til svars voru þrír stofnendur hópsins, þeir Gio, Jakob og Örn. Gio var mestan tímann í forsvari fyrir hópinn en aðspurður sagði hann að þeir félagar hefðu stofnað félagið þegar þeir voru á fylliríi. Þeir hefðu viljað skapa vettvang fyrir óhefðbundna kvikmyndagerð og ákváðu því að bjóða kvikmyndagerðamönnum að koma með myndir sínar, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og sýna þeim hana. Það eina sem þeir þyrftu að gera væri að halda stutta kynningu og svara spurningum að sýningu lokinni. Þeir neituðu að trúa því að það væri ekki verið að gera góðar tilraunakenndar myndir hér á landi og svo virðist sem þeir hafi haft rétt fyrir sér. Frá stofnun hópsins 21. febrúar 2002 hefur þeim borist hafsjór …