Month: apríl 2003

Viðtal við nokkra af forsvarsmönnum Bíó Reykjavíkur

Um helgina sótti ég hrollvekjuhátíð Bíós Reykjavíkur. Eitthvað hafði dagskránni seinkað og þurfti ég því að bíða í um hálftíma áður en Repulsion (1965) eftir Roman Polanski byrjaði. Mig hafði lengi langað að vita eitthvað um þann hóp sem stóð að Bíói Reykjavíkur og ákvað því að nýta tímann og taka stofnmeðlimina tali. Vildu skapa vettvang fyrir óhefðbundna kvikmyndagerð Til svars voru þrír stofnendur hópsins, þeir Gio, Jakob og Örn. Gio var mestan tímann í forsvari fyrir hópinn en aðspurður sagði hann að þeir félagar hefðu stofnað félagið þegar þeir voru á fylliríi. Þeir hefðu viljað skapa vettvang fyrir óhefðbundna kvikmyndagerð og ákváðu því að bjóða kvikmyndagerðamönnum að koma með myndir sínar, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og sýna þeim hana. Það eina sem þeir þyrftu að gera væri að halda stutta kynningu og svara spurningum að sýningu lokinni. Þeir neituðu að trúa því að það væri ekki verið að gera góðar tilraunakenndar myndir hér á landi og svo virðist sem þeir hafi haft rétt fyrir sér. Frá stofnun hópsins 21. febrúar 2002 hefur þeim borist hafsjór …

28 Days Later

28 Days Later

Leikstjórn: Danny Boyle Handrit: Alex Garland Leikarar: Cillian Murphy, Naomie Harris, Megan Burns,Brendan Gleeson, ChristopherEccleston og Alex Palmer Upprunaland: Holland, Bretland og Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 112mín. Hlutföll: sennilega 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Vísindamenn í Bretlandi gera tilraunir á öpum með því aðsmita þá af veirusem dregur fram verstu kenndir þeirra − eða eins og einn þeirraorðar það ímyndinni: „Þeir eru smitaðir af ofsabræði.“ Dýraverndunarsinnar sleppahins vegaröpunum út og smitast bræðin manna á milli eins og eldur í sinu. Veiransmitast meðblóði og verða hinir sýktu morðóðir á aðeins nokkrum sekúndum. Að 28 dögum liðnum eru aðeins örfáir menn enn ósýktir, þar með talinn Jimsem hefurverið í dái allan tímann. Þegar hann rankar við sér ráfar hann einn umauðar göturborgarinnar og stelur peningum og mat sem liggja eins og hráviður út umallt. En Jimer ekki eins lánsamur og Palli „sem var einn í heiminum“, því að upplifunhansreynist ekki draumur heldur ósvikið helvíti. Almennt um myndina: Kvikmyndagerðarmaðurinn Danny Boyle byrjaði semsjónvarpsmyndaleikstjórien vakti ekki athygli fyrr en með fyrstu bíómyndinni sinni, Shallow Grave(1994).Hann varð síðan frægur …

Elsker dig for evigt

Leikstjórn: Susanne Bier Handrit: Susanne Bier og Anders Thomas Jensen Leikarar: Mads Mikkelsen, Sonja Richter, Nikolaj Lie Kaas, Paprika Steen, Stine Bjerregaard, Birthe Neumann, Niels Olsen, Ulf Pilgaard, Ronnie Hiort Lorenzen, Pelle Bang Sørensen, Anders Nyborg, Ida Dwinger, Philip Zandén og Michel Castenholt Upprunaland: Danmörk Ár: 2002 Lengd: 113mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Cæcilie og Joachim eru yfir sig ástfangin og staðráðin í að giftast þegar kona að nafni Marie keyrir á Joachim með þeim afleiðingum að hann lamast fyrir neðan mitti. Eiginmaður Marie, Niels, býðst þá til að hugga Cæcilie í sorg hennar en endar með því að falla fyrir henni. Almennt um myndina: Kvikmyndin Elsker dig for evigt er dogmamynd, en svo kallast þær kvikmyndir sem fylgja ákveðnum „dogma“ reglum sem settar voru af nokkrum dönskum kvikmyndagerðarmönnum árið 1995. Reglurnar ganga m.a. út á það að það megi ekki byggja sérstakt svið; það megi aðeins nota umhverfishljóð; það megi ekki nota þrífót fyrir kvikmyndavélina; aðeins megi styðjast við náttúrulega lýsingu; ekki megi nota tæknibrellur; myndin megi ekki falla í einn …

Repulsion

Leikstjórn: Roman Polanski Handrit: Gérard Brach, Roman Polanski og David Stone Leikarar: Catherine Deneuve, Ian Hendry, John Fraser, Yvonne Furneaux, Patrick Wymark, Renee Houston, Valerie Taylor, James Villiers, Helen Fraser, Hugh Futcher, Monica Merlin, Imogen Graham og Mike Pratt Upprunaland: Bretland Ár: 1965 Lengd: 104mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Carole Ledoux er falleg en kynferðislega bæld ung kona, sem býr með eldri systur sinni Hélène. Carole hefur óbeit á karlmönnum og þá sérstaklega kærasta Hélène. Þegar systir hennar og kærasti fara í sumarfrí missir Carole tengslin við raunveruleikann og verður þjökuð af ranghugmyndum og ofskynjunum um endurteknar nauðganir og kynferðislega áreitni. Almennt um myndina: Roman Polanski hefur löngum sannað að hann sé einn mesti snillingur kvikmyndasögunnar. Repulsion er gott dæmi um það. Eins og í síðari myndum sínum Rosemary’s Baby (1968) og The Tenant (1976), en allar þrjár hafa verið nefndar þríleikur, fjallar Polanski um geðveiki og ógn borgarlífsins og einverunnar í lokuðum íbúðum. Og eins og í flestum myndum meistarans er kvikmyndatakan og klippingar óaðfinnanlegar. Með tiltölulega litla og einfalda sögu …

The Dirty Two

Leikstjórn: Teodoro Ricci Handrit: Piero Regnoli og Teodoro Ricci Leikarar: George Hilton, Klaus Kinski [undir nafninu Klaus Kinsky], Rai Saunders, Betsy Bell, Bruno Adinolfi, Piero Mazzinghi, Enrico Pagano og Roberto Pagano Upprunaland: Ítalía Ár: 1969 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Bandarískum lautenant er falið að taka af lífi tvo dauðadæmda hermenn úr liði bandamanna á Ítalíu í síðari heimsstyjöldinni. Á leiðinni með fangana á aftökustaðinn villist lautenantinn hins vegar yfir á yfirráðasvæði Þjóðverja með þeim afleiðingum að aftökusveitin er öll stráfelld. Aðeins lautenantinn og dauðadæmdu hermennirnir tveir komast undan og er þeim tekið sem frelsishetjum þegar þeir ná loks til afskekts smábæjar á fjallstoppi. Þeir lenda þó brátt í hörðum átökum við fjölmenna þýzka hersveit, sem leggur leið sína um bæinn í gagnsókn gegn herjum bandamanna, en dauðadæmdu hermennirnir vilja frekar láta lífið en að vera handsamaðir af Þjóðverjum. Almennt um myndina: Eins og svo margar ítalskar harðhausamyndir, spaghettí-vestrarar, mafíumyndir, löggumyndir og svo framvegis, er þessi síðari heimsstyrjaldarmynd gegnsýrð af bölsýni. Aðalsögupersónurnar eru lánlausar andhetjur sem fæstar eru líklegar …

El crimen del padre Amaro

Leikstjórn: Carlos Carrera Handrit: Vicente Leñero, byggt á skáldsögu eftir Eça de Queirós Leikarar: Gael García Bernal, Sancho Gracia, Ana Claudia Talancón, Damián Alcázar, Angélica Aragón, Luisa Huertas, Ernesto Gómez Cruz, Gastón Melo, Andrés Montiel, Gerardo Moscoso, Alfredo Gonzáles, Pedro Armendáriz Jr., Verónica Langer og Lorenzo de Rodas Upprunaland: Mexikó, Spánn, Argentína og Frakkland Ár: 2002 Lengd: 118mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Einlægur og trúaður 24 ára gamall rómverk-kaþólskur prestur, Amaro að nafni, kemur til lítillar sóknar í Los Reyes í Mexíkó. Þar kynnist hann 16 ára gamalli þokkadís, Amelíu að nafni og takast með þeim ástir. Smátt og smátt dregst Amaro inn í spillingarvef kirkjunnar en á sama tíma glatar hann sakleysi sínu, hugsjónum og sveindómi. Almennt um myndina: Kvikmyndin Glæpir föður Amaros (El crimen del padre Amaro) var strax umdeild, meira að segja áður en hún fór í kvikmyndahús. Rómversk-kaþólska kirkjan barðasti hatramlega gegn myndinni en eins og ávallt varð gagnrýnin aðeins til þess að vekja athygli á henni og auka aðsókn á hana. Það var t.d. uppselt á allar …

Commandos

Leikstjórn: Armando Crispino Handrit: Dario Argento, Stefano Strucchi, Armando Crispino og Lucio Battistrada, byggt á sögu eftir Don Martin, Artur Brauner og Menahem Golan Leikarar: Lee Van Cleef, Jack Kelly, Giampiero Albertini, Marino Masé, Götz George, Pier Paolo Capponi, Ivano Staccioli, Marilù Tolo, Akim Berg, Joachim Fuchsberger, Heinz Reincke, Helmut Schmid, Otto Stern, Pier Luigi Anchisi og Giovanni Scratuglia Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1968 Lengd: 114mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Skömmu fyrir innrás bandamanna í Marokkó og Alsír í október 1942 er fámenn landgönguliðasveit ítalsk ættaðra Bandaríkjamanna send til Líbýu til að hernema þar mikilvæga vin. Til að villa um fyrir óvininum eru bandarísku landgönguliðarnir klæddir einkennisbúningum ítalska hersins, en þeim ber að gæta vinarinnar til að auðvelda framsókn herja bandamanna inn í landið þegar þar að kemur. Landgönguliðarnir gugna hins vegar á því að taka alla ítölsku hermennina af lífi, sem gætt höfðu vinarinnar, en í upphafi aðgerðarinnar hafði þeim verið bannað að taka óþarfa áhættu á borð við þá að taka þar fanga. Brátt kemur í ljós …

Roy Colt and Winchester Jack

Leikstjórn: Mario Bava Handrit: Mario di Nardo Leikarar: Brett Halsey, Charles Southwood, Marilù Tolo, Teodoro Corrà, Guido Lollobrigida (undir nafninu Lee Burton), Bruno Corazzari, Isa Miranda, Federico Boido (undir nafninu Rick Boyd), Osiride Peverello og Pietro Torrisi Upprunaland: Ítalía Ár: 1970 Lengd: 86mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Nokkrir bófar í leit að földum fjársjóði svíkja, pretta og drepa hverja aðra en indíánastúlka reynist ofjarl þeirra allra. Almennt um myndina: Mario Bava þykir einn af merkilegustu kvikmyndagerðarmönnum Ítala enda þótt hann hafi aðeins gert hræódýrar B-myndir sem sumar urðu jafnvel gjaldþrota áður en gerð þeirra var lokið. Ástæðan fyrir því hversu mjög Bava hefur verið hampað er ekki síst útsjónasemi hans í að nýta sem best það litla fjármagn og efni sem hann hafði til ráðstöfunar hverju sinni. Myndir hans eru flestar stórglæsilegar fyrir augað og sumar hrein frumkvöðlaverk hvað varðar handbragð og efnistök, enda hafa kvikmyndagerðarmenn á borð við Tim Burton og Martin Scorsese ekki aðeins lýst yfir aðdáun sinni á verkum hans heldur játað fúslega að þeir hafi sótt ýmislegt til …

Revolution

Leikstjórn: Hugh Hudson Handrit: Robert Dillon Leikarar: Al Pacino, Donald Sutherland, Nastassja Kinski, Joan Plowright, Dave King, Steven Berkoff, John Wells, Annie Lennox, Dexter Fletcher og Sid Owen Upprunaland: Bandaríkin, Bretland og Noregur Ár: 1985 Lengd: 125mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Myndin gerist á árunum 1776-1881 og segir frá sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna undan yfirráðum breska heimsveldisins. Skinnasölukaupmaðurinn Tom Dobb dregst nauðugur viljugur inn í átökin þegar ungum einkasyni hans verður það á að gerast sjálfboðaliði í herliði bandarísku uppreisnarmannanna gegn smávægilegri þóknun. Þegar Dobb mistekst að fá hann leystan undan herþjónustunni, gengur hann sjálfur í herinn til þess að missa ekki sjónir af syni sínum og vernda hann. Almennt um myndina: Stórleikararnir eru margir í þessari sögulegu stórmynd auk þess sem leikstjórinn var fyrir löngu orðinn heimsþekktur fyrir óskarsverðlaunamyndina sína Chariots of Fire (1981). Engu að síður olli kvikmyndin miklum vonbrigðum þegar hún var frumsýnd á sínum tíma og kolféll hún í kvikmyndahúsunum. Kemur það tæpast á óvart enda myndin bæði langdregin og að mörgu leyti illa unnin. Búningarnir virka reyndar allir trúverðugir …

The Rebel Gladiator

Leikstjórn: Domenico Paolella Handrit: Alessandro Ferraú, Domenico Paolella og Sergio Sollima Leikarar: Dan Vadis, Gloria Milland, José Greci, Sergio Ciani, Nando Tamberlani, Andrea Aureli, Tullio Altamura, Sal Borgese, Gianni Santuccio og Consalvo Dell’Arti Upprunaland: Ítalía Ár: 1963 Lengd: 95mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Árið 180 e.Kr. neyðir blóðþyrstur keisari Rómarveldis vöfðatröllið og bardagahetjuna Úrsus til að gerast skylmingarkappi í Rómarborg gegn því að lífi unnustu hans og þorpsbúa verði þyrmt. Almennt um myndina: Þetta er ein af ótal mörgum sandalamyndum Ítala frá sjötta og sjöunda áratugnum. Leikstjórinn Domenico Paolella er sennilega þekktastur fyrir nunnumyndirnar The Nuns of Saint Archangel (1973) og Story of a Cloistered Nun (1973) en annar meðhandritshöfunda hans er Sergio Sollima sem síðar átti eftir að gera tvo af bestu spaghettí-vestrunum, The Big Gundown (1966) og Face to Face (1967). Myndin er alveg viðunandi þó svo að sumir leikararnir virki frekar stirðbusalegir og sagnfræðin sé ekki kórrétt. Myndgæðin á DVD diskinum frá Brentwood eru hins vegar skelfileg. Strax í upphafi myndarinnar stendur stórum stöfum að hún sé …