Month: maí 2003

Trois couleurs: Blanc

Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski Handrit: Krzysztof Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz Leikarar: Zbigniew Zamachowski, Julie Delpy, Janusz Gajos, Jerzy Stuhr, Aleksander Bardini, Grzegorz Warchol, Cezary Harasimowicz, Jerzy Nowak, Jerzy Trela og Cezary Pazura Upprunaland: Pólland, Frakkland, Sviss og Bretland Ár: 1994 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Karol er pólskur hárskeri, vel fær í sínu fagi, hefur fengið verðlaun. Hann eignast franska unnustu, Dominique að nafni, og leikur allt í lyndi hjá þeim í París þar til að sjálfu brúðkaupinu loknu. Þá fyrst missir Karol getuna og gagnast konu sinni ekki lengur í rúminu. Það harmræna og um leið grátbroslega í myndinni er að eftir að ástin hans hefur vígst honum í hvíta brúðarkjólnum neitar líkami hans að umbreyta ástinni í þann losta sem er forsenda samfara. Dominique missir því áhugann á eiginmanni sínum og þau skilja. Karol hrópar eftir jafnrétti í franska dómssalnum en hann er auðmýktur, honum er kastað á dyr og hann hrökklast blankur heim til Varsjá í ferðakoforti kunningja síns. Karol elskar samt fyrrverandi eiginkonu sína áfram en hann er …

The Shawshank Redemption

Leikstjórn: Frank Darabont Handrit: Frank Darabont, byggt á smásögunni Rita Hayworth and Shawshank Redemption eftir Stephen King Leikarar: Tim Robbins, Morgan Freeman, Bob Gunton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 142mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Andy Dufresne, fyrrverandi bankastarfsmaður og raunar varaforseti í stórum banka (leikinn af Tim Robbins), er dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir meint morð á eiginkonu sinni og elskhuga hennar. Vistin í Shawshank fangelsinu einkennist af miklu harðræði og kúgun þar sem ofbeldi er daglegt brauð. Þrátt fyrir að fara ekki varhluta af ofbeldinu missir Andy aldrei vonina og það er hún sem heldur honum gangandi. Almennt um myndina: Kvikmyndin The Shawshank Redemption er í 2. sæti á lista Internet Movie Database yfir vinsælustu kvikmyndir allra tíma. Hróður myndarinnar og vinsældir hafa aukist með árunum því að í upphafi var fátt sem benti til slíkra vinsælda. Hún var vissulega tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna 1994 en varð að lúta í lægra haldi fyrir Forest Gump og fékk engin verðlaun þegar upp var staðið. Myndin er byggð á skáldsögu Stephen King ‘Rita …

Central do Brasil (Central Station)

Leikstjórn: Walter Salles Handrit: Marcos Bernstein og João Emanuel Carneiro eftir hugmynd Walters Salles. Leikarar: Fernanda Montenegro, Marília Pêra, Vinícius de Oliveira, Soia Lira, Othon Bastos, Otávio Augusto, Stela Freitas, Matheus Nachtergaele, Caio Junqueira. Upprunaland: Brasilía, Frakkland Ár: 1998 Lengd: 113mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin segir frá Dóru, fyrrum kennara, sem drýgir ellilífeyrinn með því að skrifa bréf fyrir fólk sem á leið um aðaljárnbrautarstöðina í Rio de Janeiro. Meðal viðskiptavina hennar er ung kona, Anna, með son sinn Jósef (Josué), sem biður hana að skrifa bréf fyrir sig til föður drengsins sem heitir Jesús. Svo virðist sem Anna hafi lítinn áhuga á Jesú og hann hafi komið illa fram við hana en að drenginn langi að hitta föður sinn. Í lok hvers dags á járnbrautarstöðinni safnar Dóra bréfunum, sem hún hefur skrifað, saman og fer yfir þau, ásamt vinkonu sinni Irene. Í sameiningu ákveða þær hvaða bréf skulu fara í póst, hverjum hent og hver geymd til frekari skoðunar síðar. Bréf Önnu lendir í síðasta flokknum og Dóra stingur því …

Return of Sabata

Leikstjórn: Gianfranco Parolini [undir nafninu Frank Kramer] Handrit: Renato Izzo og Gianfranco Parolini Leikarar: Lee van Cleef, Reiner Schöne, Giampiero Albertini, Mario Brega, Ignazio Spalla [undir nafninu Pedro Sanchez], Annabella Incontrera, Jacqueline Alexandre, Vassili Karis, Nick Jordan [undir nafninu Aldo Canti], Steffen Zacharias, Franco Fantasia og Gianni Rizzo Upprunaland: Ítalía, Frakkland og Þýzkaland Ár: 1971 Lengd: 101mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Smábænum Hobsonville í Texas er stjórnað af kirkjuræknum skúrki sem skattleggur hvað eina sem þar er í boði undir því yfirskini að gæta þurfi að framtíð bæjarbúanna. Sirkusleikarinn og stórskyttan Sabata neitar hins vegar að borga skattinn þegar hann kemur til bæjarins til að innheimta þar $5000 sem hann hafði verið svikinn um og lendir fyrir vikið upp á kannt við bæjaryfirvöldin. Í ljós kemur að skattinum er jafnan stungið undan um leið og hann er greiddur og fölsuðum peningum komið fyrir í staðinn í bæjarbankanum til að skúrkurinn geti stungið af með skömmum fyrirvara. Almennt um myndina: Þetta er þriðji spaghettí-vestrinn um stórskyttuna Sabata sem jafnan lumar á …

Predator 2

Leikstjórn: Stephen Hopkins Handrit: Jim Thomas og John Thomas Leikarar: Kevin Peter Hall, Danny Glover, Gary Busey, Rubén Blades, Maria Conchita Alonso, Bill Paxton, Robert Davi, Adam Baldwin, Kent McCord, Morton Downey, Calvin Lockhart, Steve Kahan og Henry Kingi Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1990 Lengd: 103mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Geimverurnar eru aftur mættar til jarðar til að veiða sér til skemmtunar, nema hvað nú er það ekki í frumskógum Mið-Ameríku heldur í stórborginni Los Angeles. Sem fyrr getur aðeins einn maður stöðvað geimverunar, ofurjaxlinn Mike Harrigan (Danny Glover). Almennt um myndina: Leikstóri kvikmyndarinnar, Stephen Hopkins, á frekar skrikkóttan ferlil að baki. Hann hefur leikstýrt drasli á borð við A Nightmare On Elm Street 5: The Dream Child (1989) og Lost in Space (1998) sem og hinni ágætu Under Suspicion (2000), sem verður að teljast í hróplegri mótsögn við allt sem hann hefur áður gert. Stephen Hopkins er ekki ókunnugur spennumyndum, eins og kvikmyndirnar Dangerous Game (1987), Judgment Night (1993), Blown Away (1994), The Ghost and the Darkness (1996) og sjónvarpsþættirnir 24 bera …

Predator

Leikstjórn: John McTiernan Handrit: Jim Thomas og John Thomas Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Carl Weathers, Elpidia Carrillo, Bill Duke, Jesse Ventura, Sonny Landham, Richard Chaves, R.G. Armstrong, Shane Black og Kevin Peter Hall Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1987 Lengd: 106mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sérþjálfuð sveit bandarískra hermanna, sem send er inn í frumskóga Mið-Ameríku til að bjarga nokkrum gíslum, er hundelt af geimveru í vígahug. Almennt um myndina: Hrollvekjan Predator er önnur kvikmynd harðhausaleikstjórans Johns McTiernans, en aðrar myndir á leikstjóraskrá hans eru t.d. Die Hard (1988), The Hunt for Red October (1990), Medicine Man (1992), Last Action Hero (1993), Die Hard: With a Vengeance (1995), The 13th Warrior (1999), The Thomas Crown Affair (1999) og Rollerball (2002). Höfundar handrits eru bræðurnir Jim og John Thomas, en þeir hafa skrifað öll sín handrit saman. Predator var þeirra fyrsta handrit, en þeir hafa einnig skrifað handrit kvikmyndanna Predator 2 (1990), Executive Decision (1996), Mission to Mars (2000) og Behind Enemy Lines (2001). Þá eru þeir höfundar sögunnar að baki hinnar misheppnuðu myndar Wild Wild …

This Man Can’t Die

Leikstjórn: Gianfranco Baldanello Handrit: Gianfranco Baldanello, Luigi Emmanuele og Gino Mangini Leikarar: Guy Madison, Lucienne Bridou, Rosalba Neri, Rik Battaglia, Alberto Dell’Acqua [undir nafninu Robert Widmark], Steve Merrick, Pietro Martellanza [undir nafninu Peter Martell] og John Bartha Upprunaland: Ítalía Ár: 1967 Lengd: 90mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Bandaríski herinn fær Martin Benson til liðs við sig til að uppræta ólöglega vopnasölu til indíána. Þegar nokkrir sveitungar hans eru hengdir eftir að hann svíkur þá í hendur hersins, eru foreldrar hans og unnusta öll myrt og systur hans nauðgað. Benson grípur þegar til vopna og einsetur sér að uppræta bófaflokkinn fyrir fullt og allt. Almennt um myndina: Frekar slakur spaghettí-vestri sem virðist flestum gleymdur enda ekki minnst á hann í helstu handbókum um þessa grein kvikmyndaflórunnar, svo sem í Western All’Italiana ritröðinni. Sumar aukapersónurnar eru skelfilega ofleiknar en ekki er heldur hægt að segja að nokkur leiki sérstaklega vel í myndinni. Það er þó vart við alla leikarana að sakast sökum þess hversu vitlaust handritið er og persónusköpunin grunn frá höfundum þess. Svo …

Donald Duck: Der Fuehrer’s Face

Leikstjórn: Jack Kinney Handrit: Andy Engman Leikarar: Clarence Nash og Oliver Wallace Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1943 Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Eins og aðrir verkamenn í ríki Adolfs Hitlers þarf Andrés Önd að strita 48 klukkustundir á sólarhing við vopnaframleiðslu, en það verður honum að vitaskuld ofviða. Almennt um myndina: Eftir árás Japana á Pearl Harbor 7. desember 1941 og stríðsyfirlýsingu Þýzkalands nokkrum dögum síðar tók Walt Disney eins og önnur bandarísk kvikmyndafyrirtæki virkan þátt í stríðsrekstri bandamanna gegn öxulveldunum, einkum með gerð fjölda áróðursmynda. Ein sú þekktasta er sennilega Donald Duck: Der Fuehrer’s Face, sem hlaut óskarsverðlaun sem besta teiknimynd ársins 1943. Titillag myndarinnar í flutningi Olivers Wallace þótti bæði skondið og grípandi enda náði það miklum vinsældum á þessum ófriðartímum. Löngu síðar tók Spike Jones það einnig upp og gerði það jafnvel enn vinsælla í flutningi hljómsveitar sinnar The City Slickers. Í teiknimyndinni ganga allir gæsagang og heilsast með framréttum hægri handlegg undir titillaginu, sem flutt er með miklum tilþrifum, en Andrés Önd er rekinn áfram með byssustingum í hvert sinn …

The Killer Likes Candy

Leikstjórn: Federico Chentrens [undir nafninu Richard Owens] Handrit: Maurice Cloche og John Haggerty, byggt á skáldsögu eftir Adam Saint Moore Leikarar: Kerwin Matthews, Marilù Tolo, Venantino Venantini, Ann Smyrner, Riccardo Garrone, Werner Peters, Gordon Mitchell, Bruno Cremer, Sieghardt Rupp og Lukas Ammann Upprunaland: Ítalía, Þýzkaland og Frakkland Ár: 1968 Lengd: 91mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Bandaríska leyniþjónustan tekur að sér að gæta öryggis konungs frá Mið-Austurlöndum meðan hann dvelur á Ítalíu vegna læknismeðferðar þar sem gerðar hafa verið nokkrar tilraunir til að ráða hann af dögum. Almennt um myndina: Þetta er ein af fjölmörgum tiltölulega léttvægum njósnamyndum sem gerðar voru af Ítölum og Þjóðverjum á sjöunda áratugnum með mistækri blöndu af gamansemi og alvöru. Njósnarar vesturveldanna eru þar oftast ofursvalar hetjur sem eiga í höggi við ótýnda þrjóta alþjóðlegra glæpahringa eða útsendara kommúnistaríkja. Í þessu tilfelli kemur við sögu bandaríski leyniþjónustumaðurinn Mark Stone (Kerwin Matthews) sem ásamt treggáfuðum félaga sínum er fenginn til að gæta öryggis konungs frá Mið-Austurlöndum fyrir leigumorðingja sem jafnan skilur eftir sig sælgætisbréf hvert sem hann …