Month: júní 2003

Seven Dollars to Kill

Leikstjórn: Alberto Cardone [undir nafninu Albert Cardiff] Handrit: Juan Cobos, Melchiade Coletti [undir nafninu Mel Collins], Arnaldo Francolini [undir nafninu Arne Franklin] og Amedeo Mellone [undir nafninu Hamed Wright] Leikarar: Antonio De Teffè [undir nafninu Anthony Steffen], Roberto Miali [undir nafninu Jerry Wilson], Loredana Nusciak, Elisa Montés, Fernando Sancho, José Manuel Martín, Bruno Carotenuto [undir nafninu Caroll Brown], Halina Zalewska, Franco Fantasia [undir nafninu Frank Farrel], Spartaco Conversi [undir nafninu Spean Convery], Gianni Manera [undir nafninu John Manera] og Alfredo Varelli [undir nafninu Fred Warrel] Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1966 Lengd: 95mín. Hlutföll: 1.85:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Enginn hefur skotið jafn marga eftirlýsta bófa eins og mannaveiðarinn Johnny Ashley en það sem umfram allt knýr hann áfram er leitin að mexíkönskum bófaforingja, sem myrti eiginkonu hans og rændi tveggja ára syni þeirra fyrir tveim áratugum. Þegar Ashley loks stendur bófaforingjann að verki við bankarán, skýtur hann manninn til bana án þess að vita hver þar var á ferðinni. Fyrir vikið heitir uppeldissonur mexíkanska bófaforingjans því að hefna hans og sker …

Once Upon a Time in the West

Leikstjórn: Sergio Leone Handrit: Dario Argento, Bernardo Bertolucci, Sergio Leone og Sergio Donati Leikarar: Claudia Cardinale, Henry Fonda, Jason Robards, Charles Bronson, Gabriele Ferzetti, Woody Strode, Jack Elam, Frank Wolff, Lionel Stander, Paolo Stoppa, Keenan Wynn, Antonio Molino Rojo, Frank Braña, Ivan Giovanni Scratuglia, Marilù Carteny, Al Mulock og Fabio Testi Upprunaland: Ítalía og Bandaríkin Ár: 1969 Lengd: 159mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Gullfalleg vændiskona frá New Orleans sér fram á betra líf þegar traustvekjandi írskættaður stórbóndi biður hana um að giftast sér og flytja vestur til sín á Sweetwater landareignina þar sem hann býr með þremur börnum sínum. Enginn er hins vegar á lestarstöðinni til að taka á móti henni þegar hún kemur til næsta bæjarsamfélags og þarf hún því að útvega sér far með hestvagni til landareignarinnar. Umhverfið reynist í engu samræmi við þær staðarlýsingar, sem hún hafði fengið, enda er landareignin staðsett úti í miðri eyðimörk. Í ofan á lag kemur svo í ljós að bóndinn og öll börn hans hafa verið skotin til bana af að því er …

Superman

Leikstjórn: Richard Donner Handrit: Mario Puzo, David Newman, Leslie Newman, Robert Benton og Tom Mankiewicz, byggt á teiknimyndasögum eftir Jerry Siegel og Joe Shuster Leikarar: Marlon Brando, Gene Hackman, Christopher Reeve, Ned Beatty, Jackie Cooper, Glenn Ford, Trevor Howard, Margot Kidder, Jack O’Halloran, Valerie Perrine, Maria Schell, Terence Stamp, Phyllis Thaxter, Susannah York, Jeff East, Marc McClure og Sarah Douglas Upprunaland: Bretland Ár: 1978 Lengd: 154mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Foreldrar frá plánetunni Krypton senda son sinn til jarðar til að bjarga lífi hans og hjálpa jarðarbúum. Drengurinn hefur ofurkrafta og getur til dæmis flogið. Hann verður þó að gæta þess að enginn komist að því hver hann raunverulega er eða hvers hann er megnugur. Því neyðist hann til að lifa tvöföldu lífi, annars vegar sem venjulegur maður og hins vegar sem goðumlík ofurhetja. Almennt um myndina: Superman er ein frægasta ofurhetjumynd sem gerð hefur verið, ef ekki sú frægasta. Hún byggir á gífurlega vinsælum teiknimyndasögum eftir Jerry Siegel og Joe Shuster, en þessar teiknimyndasögur hrundu af stað flóði af teiknimyndasögum um …

Charleston

Leikstjórn: Marcello Fondato Handrit: Marcello Fondato og Francesco Scardamaglia Leikarar: Bud Spencer, Herbert Lom, James Coco, Michele Starck, Renzo Marignano, Roland MacLeod, Geoffrey Bayldon, Ronald Lacey og Peter Glaze Upprunaland: Ítalía Ár: 1977 Lengd: 89mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Nokkrir misgreindir svikahrappar í London reyna að svíkja og pretta hverja aðra en þjófurinn Charleston sér við þeim öllum. Almennt um myndina: Þrátt fyrir fáein skondin atriði er þessi ítalska gamanmynd í heildina frekar slök. Bud Spencer er reyndar óvenju fínn að þessu sinni sem þjófurinn og svikahrappurinn Charleston og Herbert Lom er traustur sem eitt af fórnarlömbum hans. Flestir hinna aðalleikaranna ofleika hins vegar um of. Lengst af er hnefahöggunum stillt í hóf en gnægð er af barsmíðum að hætti ítalskra gamanmynda undir lokin. Á myndbandsspólunni er einnig að finna evrópska treilerinn af gulmyndahrollvekjunni Deep Red (Dario Argento: 1974) og var það ánægjulegur fundur. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Helstu sögupersónur myndarinnar eru haldnar óseðjandi græðgi sem kemur þeim flestum í koll að lokum. Aðeins Charleston farnast vel enda virðast glæpir borga …

La grande vadrouille

Leikstjórn: Gérard Oury Handrit: Gérard Oury, Marcel Jullian, Danièle Thompson, André Tabet og Georges Tabet Leikarar: Bourvil, Louis De Funès, Terry-Thomas, Andréa Parisy, Benno Sterzenbach, Marie Dubois, Claudio Brook, Colette Brosset, Mike Marshall, Mary Marquet, Pierre Bertin, Sieghardt Rupp, Reinhard Kolldehoff, Catherine Marshall og Helmuth Schneider Upprunaland: Frakkland og Bretland Ár: 1966 Lengd: 119mín. Hlutföll: 1.85:1 (var 2.35:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Bresk sprengjuflugvél stórskaddast í árásarferð yfir Þýzkalandi, villist af leið og er skotin niður yfir París. Áhöfnin bjargar sér með því að stökkva í fallhlífum út úr brennandi flugvélinni en á síðan fótum sínum fjör að launa á æðisgengnum flótta undan þýzka hernámsliðinu um allt Frakkland. Nokkrir Frakkar koma þeim til hjálpar og lenda fyrir vikið einnig á flótta með þeim, einkum þó góðviljaður málarameistari og skapvondur hljómsveitastjóri úr aðalóperuhúsi Parísar. Almennt um myndina: Þetta var fyrsta kvikmyndin sem litli bróðir minn tók á leigu snemma á níunda áratugnum, þá sennilega 10 ára gamall, og kom hann með hana heim ásamt félaga sínum. Skelfingarsvipurinn, sem kom á andlit þeirra, er ógleymanlegur þegar …

Intimate Relations

Leikstjórn: Omiros Efstratiadis Handrit: John Pardos og John Sklavos Leikarar: Jennifer Mason, Kostas Prekas [undir nafninu Dean Byron], Chris Nomicos, Giannis Zavradinos [undir nafninu John Vradinos], Dimitris Tsaftaridis [undir nafninu James Chaft] og Evelin Rouge Upprunaland: Grikkland Ár: 1979 Lengd: 85mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Skartgripaþjófur myrðir húsvörð sem stóð hann að verki við innbrot í villu ríkrar konu. Þar sem þjófurinn kunni talnaröðina á öryggisskápnum í svefnherbergi konunnar, þrýstir rannsóknarlögreglan á hana að upplýsa hverjir hafi haft þar aðgang. Almennt um myndina: Frekar illa gerð grísk sakamálamynd þar sem aðalleikkonan fær ótal tækifæri til að fækka klæðum. Grátköst hennar við tíðindin af morðinu eru vægast sagt ósannfærandi (jafnvel þótt hún eigi mögulega að hafa gert sér þau upp) en enska talsetningin er svo sem líka slæm. Efnistökin minna nokkuð á ítölsku gulmyndamorðgáturnar sem lengi voru vinsælar í Grikklandi og gætu því eflaust margir áhugamenn um evrópskar ruslmyndir haft gaman af henni. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Ríka konan er sögð hafa fengið strangt uppeldi en við dauða stjúpföður hennar hafi hún …

Caligula

Leikstjórn: Tinto Brass Handrit: Gore Vidal Leikarar: Malcolm McDowell, Teresa Ann Savoy, Helen Mirren, Peter O’Toole, John Steiner, John Gielgud, Guido Mannari, Leopoldo Trieste, Paolo Bonacelli, Mirella D’Angelo, Anneka Di Lorenzo, Giancarlo Badessi, Lori Wagner og Patrick Allen Upprunaland: Ítalía og Bandaríkin Ár: 1979 Lengd: 156mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Eftir að Tíberíus keisari Rómarveldis missir vitið er hann myrtur í hvílu sinni árið 37 e.Kr. Við tekur Calígúla sem reynist jafnvel enn grimmari og brjálaðri en forveri hans. Almennt um myndina: Þetta er sennilega ein af alræmdustu kvikmyndum sögunnar enda var hún bönnuð víða um heim, m.a. hér á landi með tilkomu myndbandsins snemma á níunda áratugnum. Á mörgu gekk við gerð myndarinnar og vildu sumir aðstandendur hennar að lokum ekki kannast við hana og sumir aðalleikaranna héldu því fram að þeir hefðu verið plataðir til þátttöku. Leikstjórinn Tinto Brass neitaði að samþykkja nokkur gróf subbuatriði sem framleiðandinn, útgefandi karlatímaritsins Penthouse, vildi endilega bæta við myndina og lét því ekki skrá sig fyrir lengstu útgáfu hennar. Til eru ótal útgáfur af …

Ballada o soldate

Leikstjórn: Grigori Chukhraj Handrit: Grigori Chukhraj og Valentin Yezhov Leikarar: Vladimir Ivashov (undir nafninu Volodya Ivashov), Zhanna Prokhorenko, Antonina Maksimova, Nikolai Kryuchkov, Yevgeni Urbansky, Elza Lezhdey, Aleksandr Kuznetsov, Yevgeni Teterin, V. Markova, Marina Kremnyova, Vladimir Pokrovsky og Georgi Yumatov Upprunaland: Rússland (Sovétríkin) Ár: 1959 Lengd: 84mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Nítján ára gamall rússneskur hermaður, sem tortímdi einsamall tveimur þýzkum skriðdrekum, fær sex daga leyfi frá vígstöðvunum til að heimsækja móður sína og verður ástfanginn á leiðinni. Almennt um myndina: Þessi frábæra sovéska stríðsmynd, sem gerist sumarið 1943, er í senn gullfalleg ástarsaga og sorgleg örlagasaga. Sögupersónurnar eru fólk sem manni þykir vænt um og vill að farnist vel, en fyrir vikið verða stríðshörmungarnar enn átakanlegri. Reyndar eru stríðsátökin að mestu leyti í byrjun myndarinnar, en megin áherslan er á samskipti rússneska hermannsins við meðborgara sína á heimferðinni til móðurinnar. Vladimir Ivashov í hlutverki hermannsins og hin gullfallega Zhanna Prokhorenko í hlutverki laumufarþegans, sem hann verður ástfanginn af í flutningarlestinni á heimleiðinni, eru bæði stórgóð, en þetta var fyrsta kvikmynd þeirra beggja. …

Redneck

Leikstjórn: Silvio Narizzano Handrit: Masolino D’Amico og Win Wells, byggt á sögu eftir Rafael Sánchez Campoy Leikarar: Franco Nero, Telly Savalas, Mark Lester, Ely Galleani, Maria Michi, Britta Barnes, Bruno Boschetti, Jean-Pierre Clarain, Beatrice Clary, Aldo De Carellis og Duilio Del Prete Upprunaland: Ítalía og Bretland Ár: 1972 Lengd: 85mín. Hlutföll: 1.37:1 (var sennilega 1.85:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Allt fer á versta veg þegar þrír ólánsamir smáglæpamenn ræna gimsteinaverslun. Afgreiðslumaðurinn er skotinn til bana um leið og honum tekst að setja viðvörunarkerfið í gang en fyrir vikið ná smáglæpamennirnir ekki þeim mikla feng sem þeir sóttust eftir. Á flóttanum undan lögreglunni lenda þeir síðan í árekstri og neyðast til að ræna nýjum bíl fyrir allra augum. Nokkru síðar átta þeir sig á því að stráklingur hefur falið sig undir feldi í aftursætinu og ákveða þeir að taka hann sem gísl. Almennt um myndina: Hrottafengin ítölsk-bresk sakamálamynd með tónlist sem í sumum tilfellum ætti betur heima með gamanmynd, t.d. í atriðinu þar sem smaladrengur er skotinn til bana með köldu blóði. Persónusköpunin er í …

Pancho Villa

Leikstjórn: Eugenio Martín Handrit: Eugenio Martín [undir nafninu Gene Martin] og Julian Zimet [undir nafninu Julian Halevy] Leikarar: Telly Savalas, Clint Walker, Chuck Connors, Anne Francis, Ángel del Pozo, Mónica Randall, Dan van Husen, José María Prada, Luis Dávila, Ben Tatar og Alberto Dalbés Upprunaland: Spánn og Bretland Ár: 1973 Lengd: 87mín. Hlutföll: 1.55:1 (var sennilega 1.85:1) Ágrip af söguþræði: Árið 1916 gerir mexíkanski byltingarforinginn Pancho Villa innrás í Bandaríkin og hertekur smábæinn Columbus í Nýju Mexíkó þegar hann er svikinn um stóra vopnasendingu. Almennt um myndina: Slæmur spaghettí-vestri sem kryddaður er með fjölda fúlra brandara. Leikstjórinn Eugenio Martín er sömuleiðis ábyrgur fyrir öðrum hörmulegum spaghettí-vestra sem þykir jafnvel enn verri, Bad Man’s River (1972). Pancho Villa var einn af þekktustu byltingarforingjunum í borgarastyrjöldinni í Mexíkó á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og byggir myndin því að nokkru leyti á sögulegum atburðum enda þótt framsetningin sé auðvitað að mestu hreinn skáldskapur. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Framsetningin er í raun ósköp hefðbundin fyrir spaghettí-vestrana enda eru mannslífin þar yfirleitt einskis virði og flestir skotnir til bana af …