Month: júlí 2003

The Other Side of Heaven

Leikstjórn: Mitch Davis Handrit: Mitch Davis, byggt á bókinni In the Eye of the Storm eftir John H. Groberg Leikarar: Christopher Gorham, Anne Hathaway, Joe Folau, Miriama Smith, Nathaniel Lees, Whetu Fala, Alvin Fitisemanu, Peter Sa’ena Brown, Apii McKinley, John Sumner, Paki Cherrington, Pua Magasiva og Jerry Molen Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 113mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Árið 1953 er ungur mormónatrúboði sendur til Kyrrahafseyjunnar Niuatoputapu í Tonga-eyjaklasanum og tekst honum smám saman að ávinna sér traust eyjarskeggjanna á þeim þremur árum sem hann dvelur þar. Almennt um myndina: Kvikmyndin er framleidd af Walt Disney og byggð á reynslusögu Johns H. Grobergs, sem kom út fyrir allmörgum árum undir nafninu In the Eye of the Storm, en hún greinir frá starfi hans sem trúboði Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (en svo nefnist fjölmennasti trúarhópur mormóna) í menningarumhverfi sem reynist gjörólíkt öllu því sem hann hafði kynnst. Myndin er fagmannlega gerð og áferðafalleg. Landslagið er stórfenglegt enda var myndin að mestu tekin á söguslóðum og í Nýja Sjálandi. Leikararnir standa …

Man, Pride and Vengeance

Leikstjórn: Luigi Bazzoni Handrit: Suso Cecchi d’Amico, byggt á skáldsögunni Carmen eftir Prosper Mérimée Leikarar: Franco Nero, Tina Aumont, Klaus Kinski, Guido Lollobrigida [undir nafninu Lee Burton], Franco Ressel, Karl Schönböck, Alberto Dell’Acqua, Maria Mizar og Marcella Valeri Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1967 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.66:1 (var 2.35:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: José er góðhjartaður spánskur liðsforingi sem verður yfir sig ástfanginn af Carmen, ungri, fallegri og blóðheitri tatarastúlku sem framfleytir sér með vændi. Hann lendir hins vegar ítrekað í vandræðum vegna greiðvikni sinnar í garð hennar og drepur loks yfirmann sinn í afbrýðikasti þegar hann finnur hann fáklæddan hjá henni. Þau leggja því á flótta út í óbyggðir og slást þar í hóp með ræningjum, sem Carmen þekkir til, en leiðtogi þeirra reynist vera eiginmaður hennar. José reynir samt að afla nægra peninga til að geta tekið Carmen með sér til Bandaríkjanna, en áttar sig smám saman á því að hún elskar í raun engan og verður ávallt óháð öllum. Almennt um myndina: Mjög góð útfærsla á skáldsögunni Carmen eftir Prosper …

Finders Killers

Leikstjórn: Gianni Crea Handrit: Fabio Piccioni Leikarar: Donald O’Brien [undir nafninu Donal O’Brien], Gordon Mitchell, Mario Brega, Pia Giancaro, Dino Strano [undir nafninu Dean Stratford], Femi Benussi, Emilio Messina, Gennarino Pappagalli og Alessandro Perrella Upprunaland: Ítalía Ár: 1970 Lengd: 88mín. Hlutföll: Stundum 1.33:1, oftast 1.66:1 en stöku sinnum 1.85:1 Ágrip af söguþræði: Jack Dean leitar að morðingjum foreldra sinna og reynist ekki einn um það. Almennt um myndina: Óhætt er að fullyrða að þessi framleiðsla hafi ekki kostað mikið. Myndin er illa gerð og leikararnir flestir slæmir, meira að segja Donald O’Brien og Mario Brega sem oft hafa verið betri. Þeim er þó vorkunn enda handritið ferlega lélegt og leikstjórnin svo til engin. Þá sjaldan sem menn ræða saman eru samtölin í formi yfirlýsinga, en lengst af koma þó aðeins við sögu karlar, sem skjóta á allt og alla án þess að maður hafi nokkra hugmynd um hver sé hvað. Helsta tilbreytingin er þegar karlarnir leggja frá sér byssurnar og taka að slást með berum hnefum. Sem sagt langdreginn og svæfandi spaghettí-vestri sem allir ættu …

Shalako

Leikstjórn: Edward Dmytryk Handrit: Scott Finch, J.J. Griffith, Hal Hopper og Clarke Reynolds, byggt á skáldsögu eftir Louis L’Amour Leikarar: Sean Connery, Brigitte Bardot, Peter van Eyck, Stephen Boyd, Jack Hawkins, Honor Blackman, Woody Strode, Alexander Knox, Eric Sykes, Valerie French, Julián Mateos, Donald Barry og Rodd Redwing Upprunaland: Spánn, Þýzkaland og Bretland Ár: 1968 Lengd: 113mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Nokkrir evrópskir aðalsmenn á veiðum í villta vestrinu hætta sér inn á friðarsvæði herskárra Apache indíána án þess að gera sér grein fyrir hættunni sem því fylgir. Brátt ræðst hópur indíána á unga greifynju, sem viðskila hafði orðið við hópinn, en hinum ráðsnjalla Shalako, sem á leið þar um, tekst naumlega að bjarga henni. Þau hafa þó vart náð til bækistöðvanna þegar indíánarnir hefja þar ítrekaðar árásir í þeim tilgangi að fella alla sem þar eru að finna. Í ofan á lag ákveða nokkrir af fylgdarmönnunum að ræna aðalsfólkið öllu fémætu og stinga af á hestvagni en eftir sitja fórnarlömbin óvarin og matarlaus. Shalako tekur því að sér að bjarga aðalsfólkinu …

Mies vailla menneisyyttä

Leikstjórn: Aki Kaurismäki Handrit: Aki Kaurismäki Leikarar: Markku Peltola, Kati Outinen, Juhani Niemelä, Kaija Pakarinen, Sakari Kuosmanen, Annikki Tähti, Anneli Sauli, Elina Salo, Outi Mäenpää, Esko Nikkari, Pertti Sveholm, Matti Wuori, Aino Seppo og Janne Hyytiäinen Upprunaland: Finnland, Þýzkaland og Frakkland Ár: 2002 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.85:1 þjappað í 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: „M“ missir minnið í kjölfar líkamsárásar og glatar um leið allri vitneskju sinni um sjálfan sig. Hann býr meðal utangarðsfólks í Helsinki og greinir myndin frá samskiptum hans við samborgarana og viðleitni hans til að fóta sig í samfélaginu, nafnlaus og minnislaus. Almennt um myndina: Þótt undirritaður hafi illu heilli ekki kynnt sér finnskar kvikmyndir fram til þessa þótti honum kvikmynd þessi sverja sig mjög í ætt við þjóðerni sitt. Andrúmsloftið er ákaflega „finnskt“ ­ ef svo má segja. Tilfinningar og samræður einkennast af stakri naumhyggju, kímnin er kaldhæðin og tónlistin angurvær blanda af finnsku tangó og ýmsum slögurum. Umfjöllunarefni myndarinnar er sígilt í kvikmyndum og skáldskap: Samfélagið er skoðað með augum einhvers sem er utangarðs í þeirri merkingu að …

Batman and Robin

Leikstjórn: Joel Schumacher Handrit: Akiva Goldsman, byggt á sögupersónunni Batman eftir Bob Kane Leikarar: George Clooney, Chris O’Donnell, Arnold Schwarzenegger, Uma Thurman, Alicia Silverstone, Michael Gough, Pat Hingle, John Glover, Elle Macpherson, Vivica A. Fox, Vendela Kirsebom, Elizabeth Sanders og Jeep Swenson Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 120mín. Hlutföll: 1.85:1 Ágrip af söguþræði: Félagarnir Batman og Robin hafa fengið leðurblökustúlkuna Batgirl til liðs við sig. Ekki veitir af þeim liðsauka þar sem illmennin Frosti og eitraða Ivy ætla að tortíma öllu mannkyninu. Almennt um myndina: Batman and Robin, sem myndi líklega útleggjast sem Bíbí og blaka á Íslensku, er fjórða kvikmyndin í myndaröðinni um ofurhetjuna Batman og sú alversta af þeim. Leitstjóranum Joel Schumacher tókst gjörsamlega að jarða Batman með þessum hroðalega óskapnaði, enda trónir myndin á mörgum botnlistum yfir lélegustu myndir sögunnar. Til að byrja með er handritið svo handónýtt að maður er gáttaður yfir því að einhver skuli yfirleitt hafa lagt nafn sitt við myndina. Handritið minnir einna helst á gamlar B-myndir eða lélega sápuóperu. Þar er að finna endalausar einræður þar sem …

Terminator 3: Rise of the Machines

Leikstjórn: Jonathan Mostow Handrit: John D. Brancato, Michael Ferris og Tedi Sarafian, byggt á persónum eftir James Cameron og Gale Anne Hurd Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Nick Stahl, Claire Danes, Kristanna Loken, David Andrews, Mark Famiglietti, Earl Boen, Moira Harris, Chopper Bernet og Christopher Lawford Upprunaland: Bandaríkin og Þýskaland Ár: 2003 Lengd: 108mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Áratugur er liðinn frá því þegar John Connor tókst að koma í veg fyrir heimsslit 29. ágúst 1997 og því varð dómsdagurinn eins og hver annar dagur almanaksins. En örlögin verða samt ekki umflúin. Connor hafði aðeins tekist að fresta dómsdeginum en til þess að koma í veg fyrir uppreisn mannkynsins í framtíðinni senda vélarnar enn betri gjöreyðanda, kvenvélmennið T-X, aftur í tímann til að drepa þennan bjargvætt mannkynsins. Connor fær hins vegar gamla Terminator vélmennið sent aftur (þó nýtt eintak) sér til aðstoðar. Almennt um myndina: Margir Terminator-aðdáendur höfðu frá upphafi gefið þessa mynd upp á bátinn vegna þess að James Cameron neitaði að koma nálægt henni, en hann leikstýrði fyrstu tveimur myndunum. Í raun …

Dead Poets Society

Leikstjórn: Peter Weir Handrit: Tom Schulman Leikarar: Robin Williams, Robert Sean Leonard, Ethan Hawke, Josh Charles, Gale Hansen, Dylan Kussman, Allelon Ruggiero, James Waterston, Norman Lloyd, Kurtwood Smith, Carla Belver, Leon Pownall, George Martin, Joe Aufiery og Matt Carey Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1989 Lengd: 128mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Dead Poets Society frá árinu 1989 vakti töluverða athygli á sínum tíma. Í aðalhlutverki er Robin Williams, en hann leikur John Keating sem ræður sig sem kennara í enskum bókmenntum við einkaskóla fyrir pilta í Nýja Englandi. Hann notar óhefðbundnar kennsluaðferðir sem koma eins og ferskur vindur inn í skóla sem er í ánauð tilbreytingarleysis, heraga og utanbókarlærdóms. Einkunnarorð skólans eru: Hefð ­ heiður ­ agi ­ afburðir, og skólastjórinn þakkar það reglufestu að skólinn hafi náð góðum árangri. Keating leggur áherslu á að nemendur hans læri að hugsa sjálfstætt og fylgi sannfæringu sinni og gefur þeim gott fordæmi með því að láta þá rífa kafla úr námsbókinni þar sem lýst er „geldri“ aðferð við túlkun skáldskapar. Hann fær þá til að …

Phone Booth

Leikstjórn: Joel Schumacher Handrit: Larry Cohen Leikarar: Colin Farrell, Kiefer Sutherland, Forest Whitaker, Radha Mitchell, Katie Holmes, Paula Jai Parker, Arian Waring Ash, Tia Texada, John Enos, Richard T. Jones, Keith Nobbs, Dell Yount, James MacDonald og Josh Pais Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 81mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Stu er hraðlyginn, hrokafullur, dónalegur og sjálfumhverfur. Hann sýnir engum kurteisi nema að hann hagnist á því. Þótt hann sé kvæntur, hefur hann reynt að sænga hjá annarri konu, hinni ungu Pamelu. Stu hringir aðeins – úr símaklefa í Pamelu svo að eiginkonan komist ekki að því þegar hún fer yfir símareikningana. Einn daginn þegar Stu hefur nýlokið símtali við Pamelu, hringir síminn óvænt í símaklefanum og honum sagt að ef hann skelli á verði hann skotinn til bana. Röddin í símanum krefst þess einnig að hann játi allar syndir sínar, ekki aðeins fyrir eiginkonu sinni heldur einnig fyrir alþjóð. Að öðrum kosti verði hann drepinn eða hans nánustu. Almennt um myndina: Upphaflega átti að frumsýna kvikmyndina Phone Booth 15. nóvember 2002 en …