The Other Side of Heaven
Leikstjórn: Mitch Davis Handrit: Mitch Davis, byggt á bókinni In the Eye of the Storm eftir John H. Groberg Leikarar: Christopher Gorham, Anne Hathaway, Joe Folau, Miriama Smith, Nathaniel Lees, Whetu Fala, Alvin Fitisemanu, Peter Sa’ena Brown, Apii McKinley, John Sumner, Paki Cherrington, Pua Magasiva og Jerry Molen Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 113mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Árið 1953 er ungur mormónatrúboði sendur til Kyrrahafseyjunnar Niuatoputapu í Tonga-eyjaklasanum og tekst honum smám saman að ávinna sér traust eyjarskeggjanna á þeim þremur árum sem hann dvelur þar. Almennt um myndina: Kvikmyndin er framleidd af Walt Disney og byggð á reynslusögu Johns H. Grobergs, sem kom út fyrir allmörgum árum undir nafninu In the Eye of the Storm, en hún greinir frá starfi hans sem trúboði Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (en svo nefnist fjölmennasti trúarhópur mormóna) í menningarumhverfi sem reynist gjörólíkt öllu því sem hann hafði kynnst. Myndin er fagmannlega gerð og áferðafalleg. Landslagið er stórfenglegt enda var myndin að mestu tekin á söguslóðum og í Nýja Sjálandi. Leikararnir standa …