Month: september 2003

Play Dirty

Leikstjórn: André De Toth Handrit: Melvyn Bragg og Lotte Colin, byggt á sögu eftir George Marton Leikarar: Michael Caine, Nigel Davenport, Nigel Green, Harry Andrews, Patrick Jordan, Daniel Pilon, Martin Burland, George McKeenan, Bridget Espeet, Bernard Archard, Aly Ben Ayed, Vivian Pickles, Enrique Ávila og Mohsen Ben Abdallah Upprunaland: Bretland Ár: 1968 Lengd: 113mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Síðla árs 1942 er breskur liðsforingi sendur með hóp dæmdra sakamanna yfir víglínuna til að sprengja í loft upp eldsneytisbirgðarstöð þýzku skriðdrekahersveitanna í Sahara eyðimörkinni. Annað reynist þó bíða þeirra á áfangastaðnum en þeir höfðu vænst. Almennt um myndina: Mjög góð bölsýn bresk stríðsmynd sem framleidd var af Harry Saltzman, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa framleitt fyrstu og bestu myndirnar um njósnarann James Bond í samvinnu við Albert R. Broccoli. Stríðsmyndin á þó ekkert skylt við Bond-myndirnar enda er dregið úr öllum hetjuskap og þess í stað varpað gagnrýnu ljósi á blóðbaðið í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er fagmannlega gerð og eru margir leikararnir traustir, ekki síst Michael Caine í …

Nattvardsgästerna

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Gunnar Björnstrand, Ingrid Thulin, Gunnel Lindblom, Max von Sydow, Allan Edwall, Kolbjörn Knudsen, Olof Thunberg, Elsa Ebbesen, Lars-Owe Carlberg og Tor Borong Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1963 Lengd: 77mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Við andlát eiginkonu sinnar biður trú séra Tómasar Ericssonar, landsbyggðarprests í sænsku þjóðkirkjunni, skipsbrot. Á föstudeginum langa leitar til hans sjómaður í sjálfsvígshættu. Presturinn er svo upptekinn af eigin trúarefa og vonbrigðum að hann er ófær um að miðla guðstraustinu til sjómannsins sem fyrirfer sér. Ástand prestsins er slæmt bæði líkamlega og andlega en kennslukonan í þorpinu sem hann hefur átt í ástarsambandi við lítur á það sem köllun sína að hlúa að honum. Bæklaður meðhjálpari með stöðuga verki undirbýr messu þrátt fyrir augljóst messufall. Kennslukonan mætir í messuna og er presturinn þar kominn fyrir altarið og tónar dýrðarsönginn. Almennt um myndina: Kvikmyndin Kvöldmáltíðargestirnir (Nattvardsgästerna) er önnur myndin í svonefndum trúarþríleik Ingmars Bergmans þar sem hann er sagður hafa gert upp við trúna og kristindóminn. Sjálfur hafnar Bergman því að hægt sé að …

Blackmail

Leikstjórn: Luigi Batzella [undir nafninu Paolo Solvay] Handrit: Luigi Batzella Leikarar: Brigitte Skay, Rosalba Neri, Benjamin Lev, Claudio Giorgi, Nuccia Cardinali, Luana Brown og Darla Abrem Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1973 Lengd: 77mín. Hlutföll: 1.85:1 (var 2.35:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Auðmannsdóttirin Babel er frjálslynd, sjálfselsk, öllum óháð og skemmtanasjúk. Hún hatar föður sinn sem henni finnst ekki sýna sér næga athygli og ákveður að láta hann rækilega gjalda þess með aðstoð vina sinna. Þau láta líta svo út fyrir að henni hafi verið rænt og krefjast $250.000 í lausnargjald, sem faðirinn samþykkir þegar að greiða. Allt fer hins vegar úrskeiðis þegar stjúpa auðmannsdótturinnar stingur af með lausnargjaldið og vinirnir taka að týna tölunni í blóðugu uppgjöri sín á milli. Almennt um myndina: Sannkallað evrurusl frá Luigi Batzella sem ábyrgur er fyrir alræmdu rusli á borð við spaghettí-vestrann God is My Colt .45 (1972), hrollvekjuna Nude for Satan (1974) og stríðsmyndina The Beast in Heat (1977). Myndin er þó mun skemmtilegri en t.d. The Matrix (Andy Wachowski og Larry Wachowski: 1999) eða The …

Uprising

Leikstjórn: Jon Avnet Handrit: Paul Brickman og Jon Avnet Leikarar: Leelee Sobieski, Hank Azaria, David Schwimmer, Jon Voight, Donald Sutherland , Cary Elwes, Stephen Moyer, Sadie Frost, Radha Mitchell, Mili Avital, Alexandra Holden, John Ales, Nora Brickman, Jesper Christensen og Palle Granditsky Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 153mín. Hlutföll: 1.77:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Snemma árs 1943 reis upp andspyrnuhreyfing Gyðinga (ZOB) í Varsjá-gettóinu og gerði vopnaða uppreisn gegn kúgurum sínum, nasistum. Þá hafði Gyðingum í gettóinu borist örugg vitneskja um örlög þeirra u.þ.b. 300 þúsund Gyðinga sem þegar höfðu verið fluttir á brott með gripalestum. Áfangastaður þeirra var ekki vinnubúðir heldur útrýmingabúðir í Treblinka. Í myndinni sjáum við þegar sendiboði uppreisnarhópsins kemur tilbaka frá Treblinka eftir að hafa náð að fylgja einni lestinni þangað og gengið úr skugga um hvað þar átti sér stað. Hann gat varla stunið upp hinum óhugnanlegu tíðindum vegna þess hversu brugðið honum var. Vitneskjan um hvað átti sér stað í Treblinka varð að sjálfsögðu til að sannfæra andspyrnu-hreyfinguna um að engu væri að tapa. Betra væri að falla …

The Pianist

Leikstjórn: Roman Polanski Handrit: Ronald Harword, byggt á endurminningum Wladyslaw Szpilman Leikarar: Adrien Brody, Maureen Lipman, Frank Finlay, Ed Stoppard, Emilia Fox, Thomas Kretschmann, Julia Rayner, Jessica Kate Meyer, Michal Zebrowski, Wanja Mues, Richard Ridings, Nomi Sharron, Roy Smiles, Joachim Paul Assböck og Thomas Lawinky Upprunaland: Pólland, Þýzkaland, Frakkland, Bretland og Holland Ár: 2002 Lengd: 142mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin er byggð á endurminningu pólska píanóleikarans Wladislaw Szpilman (1911-2000) sem lifði af dvöl í Varsjá-gettóinu en sá á eftir allri fjölskyldu sinni í útrýmingarbúðir nasista og skrifaði minningar um þá lífsreynslu fljótlega eftir lok stríðsins. Sjálfur dó hann ekki fyrr en í hárri elli árið 2000. En það nægði ekki til að hann lifði það að sjá þessa mynd. Saga hans er sögð af mikilli nákvæmni og byggir fyrst og síðast á persónulegri sögu hans. En myndin er líka óvenjulega persónuleg fyrir leikstjórann Roman Polanski vegna svipaðrar lífsreynslu hans í æsku enda kveðst hann hafa notað talsvert af æskuminningum sínum í myndinni. Þó að myndin sé fyrst og síðast tengd persónu …

Såsom i en spegel

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Harriet Andersson, Gunnar Björnstrand, Max von Sydow og Lars Passgård Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1961 Lengd: 86mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Eins og í skuggsjá segir frá fjórum einstaklingum í sumardvöl á eyju í sænska skerjagarðinum og byrjar við hafið eins og Sjöunda innsiglið. Úthafið er hin óræða, mikla víðátta þar sem allar sögur hefjast – og enda eins og ár og lækir sem leita þangað að lokum. Fjórir einstaklingar koma vaðandi upp í fjörusandinn eftir hressandi sjóbað og það ríkir glaðværð og kátína meðal þeirra þegar hafist er handa við að undirbúa sameiginlega máltíð. Brátt kemur hins vegar í ljós að gáskinn og gleðin eru í raun tilraun til að dylja beiskju og sársauka fólksins. Persónurnar eru bara fjórar og gerist myndin öll á einum sólarhring í lífi þeirra. Davíð, sem leikinn er af Gunnari Björnstrand, er frægur rithöfundur, sem nýkominn er heim úr ferðalagi utan úr heimi þar sem hann hafði unnið við ritstörf. Mínus er sonur hans á táningsaldri, óöruggur með sjálfan …

Tiffany Memorandum

Leikstjórn: Sergio Grieco [undir nafninu Terence Hathaway] Handrit: Sandro Continenza og Roberto Gianviti Leikarar: Ken Clark, Irina Demich, Loredana Nusciak, Luigi Vannucchi, Michel Bardinet, Jacques Berthier, Carlo Hinterman og Solvi Stubing Upprunaland: Ítalía og Frakkland Ár: 1967 Lengd: 80mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Rannsóknarblaðamaðurinn Dick Allam frá dagblaðinu New York Times verður vitni að morði á þekktum suður-amerískum stjórnmálamanni á götu úti í París og einsetur sér að leiða sannleikann í ljós. Almennt um myndina: Allmargar njósnamyndir voru gerðar með Ken Clark á sjöunda áratugnum og nutu þær einkum vinsælda á meginlandi Evrópu. Njósnamyndin Tiffany Memorandum, sem þykir í meðallagi af þessum myndum, hefur ýmislegt til síns ágætis, einkum glæsilega kvikmyndatöku Stelvios Massi og fína tónlist Riz Ortolani. Ken Clark er ennfremur betri en margar njósnahetjur þessa tímabils, þar með taldir þeir David Niven og Roger Moore sem báðir léku enska leyniþjónustumanninn James Bond, auk þess sem Loredana Nusciak stendur sem fyrr fyrir sínu í hlutverki glæsilegs feigðarkvendis. Versti galli myndarinnar er þó hörmulega illa útfærður árekstur tveggja hraðlesta sem rekast á …

Body Puzzle

Leikstjórn: Lamberto Bava Handrit: Teodoro Agrimi, Lamberto Bava og Bruce Martin Leikarar: Joanna Pacula, Tomas Arana, François Montagut, Gianni Garko, Erika Blanc, Matteo Gazzolo, Susanna Javicoli, Bruno Corazzari, Ursula von Baechler, Sebastiano Lo Monaco, Giovanni Lombardo Radice og Paolo Baroni Upprunaland: Ítalía Ár: 1991 Lengd: 94mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Ekki byrjar dagurinn vel hjá ekkjunni Tracy Grant. Þegar hún vitjar grafreits eiginmanns síns í kirkjugarðinum, kemur í ljós að einhver hefur grafið upp lík hans og stolið því. Og þegar hún kemur heim finnur hún mannseyra í ísskápnum. Upp frá því leggur kolruglaður raðmorðingi ekkjuna í einelti og kemur hinum og þessum líkamspörtum fyrir hvar sem hún dvelur, en hann stelur jafnan ýmsum innyflum fórnarlamba sinna þegar hann myrðir þau. Almennt um myndina: Ótrúlega heimsk ítölsk gulmynd eftir Lamberto Bava sem virðist algjörlega skorta hæfileika föður síns, snillingsins Mario Bava sem var einn af hæfileikaríkustu kvikmyndagerðarmönnum síns tíma. Þótt ekki fari milli mála hver sé morðinginn (enda andlit hans sýnt strax í myndarbyrjun), telst kvikmyndin engu að síður morðgáta (og þar …

Attack and Retreat

Leikstjórn: Giuseppe De Santis Handrit: Ennio De Concini, Giuseppe De Santis, Augusto Frassinetti, Gian Domenico Giagni og Serghei Smirnov Leikarar: Arthur Kennedy, Riccardo Cucciolla, Raffaele Pisu, Peter Falk, Zhanna Prokhorenko (undir nafninu Gianna Prokhorenko), Tatyana Samojlova, Andrea Checchi, Valeri Somov, Nino Vingelli, Lev Prygunov, Grigori Mikhajlov, Gino Pernice, I. Paramonov og Boris Kozhukhov Upprunaland: Ítalía og Rússland (Sovétríkin) Ár: 1965 Lengd: 137mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.66:1) Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Ítölsk herdeild fylgir þýzka hernum í innrásinni í Sovétríkin sumarið 1941 en er tortímt í árslok 1942 í gagnsókn rauða hersins í orrustunni um Stalingrad. Almennt um myndina: Mögnuð ítölsk-sovésk stríðsmynd, raunar ein af þeim allra bestu, sem segir frá blóðbaðinu á austurvígstöðvunum í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er tekin þar sem helstu orrustur Ítala voru háðar í Sovétríkjunum, þ.e. í Bessarabíu (sem nefnist Moldavía í dag), við Odessa ána og á Dnjepropetrovsk og Don víglínunni. Átakaatriðin eru vel útfærð og trúverðug (a.m.k. fyrir tæplega fjörtíu ára gamla mynd) en best er þó persónusköpunin sem er óvenju djúp fyrir stríðsmyndir, ekki síst þær myndir …

A Fistful of Dynamite

Leikstjórn: Sergio Leone Handrit: Sergio Leone, Sergio Donati og Luciano Vincenzoni Leikarar: James Coburn, Rod Steiger, Romolo Valli, Domingo Antoine, Rik Battaglia, Franco Graziosi, David Warbeck, Antoine Saint-John (undir nafninu Jean-Michel Antoine), Maria Monti, Vivienne Chandler, John Frederick, Michael Harvey, Biagio La Rocca, Vincenzo Norvese, Jean Rougeul, Renato Pontecchi og Anthony Vernon Upprunaland: Ítalía Ár: 1971 Lengd: 147mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Fáfróður mexíkanskur bófi lætur draum sinn rætast um að ræna bankann í Mesa Verde en verður óvænt byltingarhetja fyrir vikið vegna bellibragðs eftirlýsts hryðjuverkamanns frá Írlandi. Almennt um myndina: Þetta var síðasti spaghettí-vestrinn sem Sergio Leone leikstýrði undir eigin nafni, en hann átti eftir að framleiða tvo til viðbótar sem hann leikstýrði sjálfur að hluta enda þótt aðrir væru skráðir fyrir þeim. Það voru vestrarnir My Name Is Nobody (Tonino Valerii: 1973) og A Genius, Two Partners and a Dupe (Damiano Damiani: 1975) og voru þeir báðir frekar í anda Trinity gamanmyndanna svo kölluðu en fyrri mynda Leones, jafnvel þótt einstök atriði í þeim bæru augljós höfundareinkenni meistarans. Enda þótt …