Any Gun Can Play
Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Tito Carpi, Enzo G. Castellari, Giovanni Simonelli og John Hart, byggt á sögu eftir Romolo Guerrieri og Sauro Scavolini Leikarar: George Hilton, Edd Byrnes, Gilbert Roland, Stefania Careddu, José Torres, Gérard Herter, Ivano Staccioli, Ignazio Spalla, Adriana Giuffrè, Valentino Macchi, Riccardo Pizzuti, Rodolfo Valadier og Marco Mariani Upprunaland: Ítalía Ár: 1967 Lengd: 97mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Svikull mannaveiðari, bófaforingi og erindreki tryggingarfélags svífast einskis til að hafa uppi á földnum fjársjóði í villta vestrinu. Almennt um myndina: Þetta var einn af fyrstu spaghettí-vestrunum sem tók sig mátulega alvarlega og má segja að hann hafi að því leyti verið fyrirrennari Trinity myndanna svo nefndu, þ.e. spaghettí-vestrans They Call Me Trinity (Enzo Barboni: 1970) og allra þeirra fjölmörgu sem komu í kjölfar hans. Helstu fyrirmyndirnar eru þó augljóslega spaghettí-vestrar Sergios Leone, einkum þó The Good, the Bad and the Ugly (1966) sem eins og þessi segir frá svo til samviskulausum þremenningum í leit að földum fjársjóði. Upphafsatriði myndarinnar er meira að segja sótt til Leones, sem hafði hugsað …