Hitlerjunge Salomon
Leikstjórn: Agnieszka Holland Handrit: Agnieszka Holland og Paul Hengge, byggt á bók eftir Salomon Perel Leikarar: Marco Hofschneider, Julie Delpy, René Hofschneider, Piotr Kozlowski, Klaus Abramowsky, Michèle Gleizer, Marta Sandrowicz, Nathalie Schmidt, Delphine Forest, Andrzej Mastalerz, Wlodzimierz Press, Martin Maria Blau, Klaus Kowatsch, Holger Hunkel, Bernhard Howe, André Wilms, Hanns Zischler, Norbert Schwarz, Erich Schwarz, Halina Labonarska og Salomon Perel Upprunaland: Þýskaland, Pólland og Frakkland Ár: 1991 Lengd: 111mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin er byggð á sjálfsævisögu Salomons Perel þar sem hann greinir frá ótrúlegri lífsreynslu sinni. Myndin hefst á orðum hans: „Ég var fæddur 20. apríl 1925 í Peine, Þýskalandi, Evrópu.” Aðalpersóna myndarinnar á m.ö.o. sama afmælisdag og Adolf Hitler eins og vikið er að í myndinni. Á bar mitzvah-degi Salomons, eða Soleks eins og hann er kallaður, er ráðist á heimili hans af nasistum. Hann er í baði þegar árásin á sér stað. Hann sleppur nakinn út um glugga og felur sig ofan í tunnu í bakgarði hússins. Það er ekki fyrr en um kvöldið sem vinkona hans ein …