Year: 2004

Hitlerjunge Salomon

Leikstjórn: Agnieszka Holland Handrit: Agnieszka Holland og Paul Hengge, byggt á bók eftir Salomon Perel Leikarar: Marco Hofschneider, Julie Delpy, René Hofschneider, Piotr Kozlowski, Klaus Abramowsky, Michèle Gleizer, Marta Sandrowicz, Nathalie Schmidt, Delphine Forest, Andrzej Mastalerz, Wlodzimierz Press, Martin Maria Blau, Klaus Kowatsch, Holger Hunkel, Bernhard Howe, André Wilms, Hanns Zischler, Norbert Schwarz, Erich Schwarz, Halina Labonarska og Salomon Perel Upprunaland: Þýskaland, Pólland og Frakkland Ár: 1991 Lengd: 111mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin er byggð á sjálfsævisögu Salomons Perel þar sem hann greinir frá ótrúlegri lífsreynslu sinni. Myndin hefst á orðum hans: „Ég var fæddur 20. apríl 1925 í Peine, Þýskalandi, Evrópu.” Aðalpersóna myndarinnar á m.ö.o. sama afmælisdag og Adolf Hitler eins og vikið er að í myndinni. Á bar mitzvah-degi Salomons, eða Soleks eins og hann er kallaður, er ráðist á heimili hans af nasistum. Hann er í baði þegar árásin á sér stað. Hann sleppur nakinn út um glugga og felur sig ofan í tunnu í bakgarði hússins. Það er ekki fyrr en um kvöldið sem vinkona hans ein …

Obchod na korze

Leikstjórn: Ján Kadár og Elmar Klos Handrit: Ján Kadár, Elmar Klos og Ladislav Grosman Leikarar: Ida Kaminska, Jozef Kroner, Hana Slivková, Martin Hollý, Adám Matejka og Frantisek Zvarík Upprunaland: Tékkóslóvakía Ár: 1965 Lengd: 128mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um samspil tveggja einstaklinga í slóvakíska bænum Sabinov í skugga helfararinnar árið 1942. Einstaklingarnir tveir eru gömul Gyðingakona, Rozalie Lautmann að nafni, sem rekur litla verslun og trésmiður að nafni Tono Brtko, sem hefur af hinum nýju ráðamönnum fasista fengið það hlutverk að taka yfir verslunina. Það hlutverki fær hann annars vegar vegna þess að hann er aríi og hins vegar vegna þess að mágur hans hefur komist til áhrifa hjá hinum nýju valdhöfum. Rozalie gamla, sem heyrir illa og skilur ekki hvað um er að vera, telur að hún hafi fengið elskulegan aðstoðarmann. Svo fer raunar að með þeim Rozalie og Tono tekst vinskapur, en áhorfandinn bíður þess alltaf að gamla konan átti sig á því sem raunverulega er að gerast og að þetta geti varla endað nema illa. Helfararmyndir enda …

Lobo the Bastard

Leikstjórn: Demofilo Fidani [undir nafninu Dennis Ford] Handrit: Lucio Dandolo [undir nafninu Lucio Giachin] og Diego Spataro Leikarar: Pietro Martellanza [undir nafninu Peter Martell], Lincoln Tate, Gordon Mitchell, Daniela Giordano, Xiro Papas, Marcello Maniconi [undir nafninu Marcel McHoniz], Giuseppe Scrobogna [undir nafninu Joseph Scrobogna], Luciano Conti [undir nafninu Lucky MacMurray], Amerigo Leoni [undir nafninu Custer Gail], Carla Mancini, Franco Corso [undir nafninu Frankie Coursy] og Erika Blanc Upprunaland: Ítalía Ár: 1971 Lengd: 82mín. Hlutföll: 1.85:1 Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Ray og Pat vita ekkert skemmtilegra en að ræna banka. Svo fer þó að ránsfengi þeirra sjálfra er stolið af mexíkanska bófaforingjanum Lobo og verða þeir allt annað en sáttir með það. Almennt um myndina: Þetta er langdreginn og viðvaningslega gerður spaghettí-vestri sem kemur reyndar vart á óvart í ljósi þess hver leikstýrði honum en Demofilo Fidani hefur löngum þótt með síðri kvikmyndagerðarmönnum Ítalíu. Í raun einkennist myndin af löngum reiðtúrum einhvers staðar úti í buska, illa skrifuðum samtölum og bjánalegum slagsmálum með mjög svo ýktri hljóðsetningu. Það eina sem áhorfandanum kemur til hugar allan sýningartímann …

Elizabeth: The Virgin Queen

Leikstjórn: Shekhar Kapur Handrit: Michael Hirst Leikarar: Cate Blanchett, Geoffrey Rush, Joseph Fiennes, Christopher Eccleston, Richard Attenborough, Rod Culbertson, Paul Fox, Liz Giles, Terence Rigby, James Frain, Peter Stockbridge, Fanny Ardant, Vincent Cassel, Emily Mortimer, John Gielgud, Jean-Pierre Léaud, Amanda Ryan, Kathy Burke og Shekhar Kapur Upprunaland: Bretland Ár: 1998 Lengd: 119mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Mótmælandinn Elísabet I. Englandsdrottning sætti margþættu mótlæti í lífinu. Faðir hennar Hinrik VIII ýmist rak eiginkonur sínar frá sér eða lét lífláta þær og meðan eldri systir hennar, sem var rómversk-kaþólsk, var drottning lét hún hneppa hana í varðhald í ótta um að mótmælendur kynnu að steypa sér af stóli og koma henni til valdar. Fljótlega eftir að Elísabet I. kemst sjálf til valda koma valdamiklir aðalsmenn við hirðina sér saman um að steypa henni af stóli með fulltingi páfans og Spánarkonungs, en valdarán þeirra mistekst. Í kjölfar þess ákveður drottningin að helga líf sitt að öllu leyti þjóð sinni og það gerist samkvæmt túlkun myndarinnar með því að hún samsamast hlutverki og persónu Maríu meyjar. …

Ken Park

Leikstjórn: Larry Clark og Edward Lachman Handrit: Larry Clark og Harmony Korine Leikarar: Tiffany Limos, James Ransone, Stephen Jasso, James Bullard, Mike Apaletegui, Adam Chubbuck, Wade Williams, Amanda Plummer, Julio Oscar Mechoso, Maeve Quinlan, Bill Fagerbakke, Harrison Young, Patricia Place, Richard Riehle, Seth Gray og Eddie Daniels Upprunaland: Bandaríkin, Holland og Frakkland Ár: 2002 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ken Park fjallar um fimm vini og ömurlegar heimilisaðstæður þeirra. Öll eiga þau það sameiginlegt að koma frá brotnum fjölskyldum og misheppnuðu uppeldi. Foreldrar Shawn eru skilin en hann eyðir deginum mest upp í rúmi hjá stjúpmóður sinni á meðan faðir hans er í vinnunni, þar sem hún kennir honum hinar ýmsu listir ástarlífsins. Við fáum aldrei að vita hvar foreldrar Tate eru en hann býr hjá ömmu sinni og afa. Tate er verulega truflaður á geði og hefði þurft mun strangara uppeldi og meðferð hjá geðlæknum. Afi hans og amma setja honum hins vegar engin mörk. Claude á drykkfelldan föður sem fyrirlítur hann og lætur hann heyra það reglulega. Peaches er …

Before Sunset

Before Sunset

Leikstjórn: Richard Linklater Handrit: Richard Linklater, Kim Krizan, Julie Delpy og Ethan Hawke Leikarar: Julie Delpy og Ethan Hawke Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði Það eru níu ár liðin frá því Jesse og Celine hittust í Vínarborg og eyddu þar saman rómantískustu nótt ævi sinnar. Nú hittast þau aftur þar sem Jesse er að kynna nýja skáldsögu eftir sig sem fjallar um nótt þeirra forðum. Jesse þarf að fara upp á flugvöll eftir klukkustund og því hafa þau aðeins stuttan tíma til að ræða um allt það sem hefur gerst síðan þau hittust síðast. Almennt um myndina Endursögn á söguþræði myndarinnar nær engan vegin að fanga þann galdur sem þessi mynd hefur að geyma enda felst hann ekki í söguþræðinum heldur kvikmyndatökunni, samtölunum og stórkostlegum leik Julie Delpy og Ethan Hawke. Myndin er sjálfstætt framhald af Before Sunrise (1995) sem var gerð níu árum áður. Það er erfitt að gera upp á milli þessara mynda. Báðar eru einstakir gimsteinar í ótrúlegri meðalmennsku sem hefur tröllriðið kvikmyndaheiminum síðustu …

Before Sunrise

Leikstjórn: Richard Linklater Handrit: Richard Linklater, Kim Krizan, Julie Delpy og Ethan Hawke Leikarar: Julie Delpy og Ethan Hawke Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Það eru níu ár liðin frá því Jesse og Celine hittust í Vínarborg og eyddu þar saman rómantískustu nótt ævi sinnar. Nú hittast þau aftur þar sem Jesse er að kynna nýja skáldsögu eftir sig sem fjallar um nótt þeirra forðum. Jesse þarf að fara upp á flugvöll eftir klukkustund og því hafa þau aðeins stuttan tíma til að ræða um allt það sem hefur gerst síðan þau hittust síðast. Almennt um myndina: Endursögn á söguþræði myndarinnar nær engan vegin að fanga þann galdur sem þessi mynd hefur að geyma enda felst hann ekki í söguþræðinum heldur kvikmyndatökunni, samtölunum og stórkostlegum leik Julie Delpy og Ethan Hawke. Myndin er sjálfstætt framhald af Before Sunrise (1995) sem var gerð níu árum áður. Það er erfitt að gera upp á milli þessara mynda. Báðar eru einstakir gimsteinar í ótrúlegri meðalmennsku sem hefur tröllriðið kvikmyndaheiminum síðustu …

Super Size Me

Super Size Me

Leikstjórn: Morgan Spurlock Handrit: Morgan Spurlock Leikarar: Morgan Spurlock, Bridget Bennett, Dr. Lisa Ganjhu, Dr. Daryl Isaacs,Alexandra Jamieson, Dr. Stephen Siegel Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.78:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock lifir á fæðu frá McDonalds í 30daga. Við fylgjumst með ferlinu og líðan hans á meðan á þessu stendur. Á meðan á þessu stendur rannsakar hann neysluvenjur Bandaríkjamanna. Almennt um myndina Super Size Me! er ein af mörgum áhugaverðum áróðurs-heimildamyndum semhafa verið gerðar á síðustu árum. Líklega eru myndir bandarískakvikmyndagerðarmannsins Michael Moore þekktastar þessara mynda, en hann fékk óskarsverðlaun 2004 fyrir myndina Bowling for Columbine og hlaut síðar á sama ári gullpálmann í Cannes fyrir myndina Fahrenheit 9/11.Myndin er prýðilega gerð og það er greinilegt að Spurlock hefur gott vald á miðlinum. Rauði þráðurinn í myndinni er ofátsmánuður Spurlocks á McDonalds, en inn á milli máltíðanna veltir hann upp ýmsum spurningum tengdum matar- og skyndibitamenningunni þar vestra. Hann nýtur aðstoðar lækna, næringarfræðinga og leitar til margra í myndinni. Þannig má segja að myndin sé tilraun hans til að …

My First Mister

Leikstjórn: Christine Lahti Handrit: Jill Franklyn Leikarar: Leelee Sobieski, Albert Brooks, John Goodman, Henry Brown, John Goodman,Desmond Harrington, Carol Kane, Michael McKean, Pauley Perrette, Lisa Jane Persky,Mary Kay Place, Katee Sackhoff og Matthew St. Clair Upprunaland: Bandaríkin og Þýskaland Ár: 2001 Lengd: 108mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Hin 17 ára Jennifer er uppreisnarunglingur með litla framtíðarmöguleika.Randall er 49 ára steinrunninn búðareigandi sem gæti rétt eins verið dauður núþegar. Líf þeirra tekur hins vegar stórum breytingum þegar Randall ræður Jennifer ívinnu. Almennt um myndina: My First Mister er fyrsta kvikmynd Christinu Lahti í fullri lengd en húnfékk áður óskarsverðlaun fyrir stuttmyndina Lieberman In Love (1995). Lahti er þóekki alveg ókunnug kvikmyndageiranum því að hún hefur leikið í sjónvarpsmyndum fráárinu 1978. Ég hef reyndar ekki séð Lieberman In Love en af þessari mynd að dæma erljóst að Lahti er langt frá því að vera á rangri hillu. Tveir þriðju hlutar myndarinnar eru hrein dásemd og þá er nú mikið sagt því að svona„ólíkar-manneskjur-verða-vinir-myndir“ eru orðnar ansi þreyttar og útjaskaðar.Handritið er vel skrifað og drepfyndið, …

Bollywood/Hollywood

Leikstjórn: Deepa Mehta Handrit: Deepa Mehta Leikarar: Rahul Khanna, Lisa Ray, Rishma Malik, Jazz Mann, Moushumi Chatterjee,Dina Pathak, Kulbhushan Kharbanda, Ranjit Chowdhry, Leesa Gaspari, ArjunLombardi-Singh, Neelam Mansingh, Mike Deol, Jessica Paré og Jolly Bader Upprunaland: Kanada Ár: 2002 Lengd: 105mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Rahul hefur engan áhuga á að ganga í hjónaband eða stofna til sambanda yfirhöfuð en þegar honum er hótað að giftingu systur hans verði aflýst nema hann náisér í stúlku á stundinni ræður hann Sue til að þykjast vera kærasta hans. Almennt um myndina: Deepa Mehta er fræg fyrir allt annað en að gera gamanmyndir. Hún vaktifyrst athygli á sér þegar hún gerði hina funheitu mynd Fire (1996) en myndin ollisvo miklu fjaðrafoki á Indlandi að kvikmyndahúsið þar sem hún var sýnd var lagt írúst. Í kjölfar þess var myndin bönnuð í Indlandi og hún var aldrei sýnd íPakistan. Fire er reyndar fyrsta mynd í þríleik sem hún hefur verið að vinna að,sem allar eru kenndar við frumefnin. Næsta mynd í þríleiknum var Earth (1998) ogvar hún einnig …