Month: febrúar 2004

Saga kvikmyndalistarinnar

David Parkinson: Saga kvikmyndalistarinnar Íslensk þýðing eftir Veru Júlíusdóttur. Háskólaútgáfan, Reyjavík 2003 ISBN 9979-9608-3-3, 264 bls., kr. 3990 Almennt um bókina Ein af þeim jólabókum sem lítið fór fyrir var Saga kvikmyndalistarinnar eftir David Parkinson í þýðingu Veru Júlíusdóttur. Bókin er ein af sex bókum sem koma út í ritröðinni Þýðingar sem bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands gefur út. Ritstjóri bókarinnar er Guðni Elísson, en hvað best ég veit er þetta ein af „þremur“ þýðingum sem hann ritstýrði og komu út á síðasta ári. Tvær af þessum þremur bókum varða kvikmyndafræðina og á Guðni mikið lof fyrir þetta framlag. Saga kvikmyndalistarinnar er 306 blaðsíður að lengd og skiptist í 8 kafla að viðbættum viðauka, rita- og nafnaskrá og inngangi um ritröðina eftir Guðna Elísson. Í henni er að finna 156 myndir, allt frá upphafi kvikmyndarinnar til nútímans. Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna rekur David Parkinson sögu kvikmyndarinnar allt frá upphafi hennar til nútímans, þ.e. til 1995 þegar hún kom fyrst út. Það jaðrar að sjálfsögðu við brjálæði að ætla að gera sögu kvikmyndarinnar skil á þrjú hundruð blaðsíðum og er …

Persona

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Bibi Andersson, Liv Ullmann, Margaretha Krook, Gunnar Björnstrand og Jörgen Lindström Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1966 Lengd: 83mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þekkt leikkona fær taugaáfall í miðri leiksýningu og neitar að tala. Hvorki eiginmaður hennar né ungur sonur þeirra geta haft nokkur áhrif á hana og er hún að lokum lögð inn á geðdeild þar sem hjúkrunarkonan Alma fær það hlutverk að hjúkra henni. Að ráði yfirlæknisins fer Alma með leikkonuna í einangrað sumarhús við ströndina í von um að það geti bætt heilsu hennar og verður samband þeirra þar afar náið, ekki síst vegna þess að hjúkrunarkonan notar tækifærið til að léttu öllu af sér við hinn þögla sjúkling sem hlustar á hvert orð sem hún segir. Alma er í fyrstu himinlifandi yfir því að fá að tala óhindrað um sjálfa sig við svo virta leikkonu, en þegar hún áttar sig á afstöðu hennar til sín, magnast spennan á milli þeirra og fer hún að hata hana. Almennt um myndina: Kvikmyndin Persóna markar mikilvæg …

Amiée & Jaguar

Leikstjórn: Marx Färberböck Handrit: Marx Färberböck og Rona Munro, byggð á sannsögulegri bók eftir Erica Fischer Leikarar: Maria Schrader, Juliane Köhler, Johanna Wokalek, Heike Makatsch, Elisabeth Degen, Detlev Buck, Inge Keller og Kyra Mladeck Upprunaland: Þýskaland Ár: 1999 Lengd: 126mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin gerist Berlín í síðari heimsstyrjöldinni (einkum 1943-1944) þegar farið er að halla undan fæti hjá Þjóðverjum. Felice (Maria Schrader), greind, lagleg en umfram allt hugrökk Gyðingakona lifir undir fölsku flaggi og hefur svo rækilega tekist að leyna því hver hún er að hún starfar á skrifstofu nasista á daginn. Á kvöldin starfar hún hins vegar í neðanjarðarhreyfingu þeirra Gyðinga sem enn eru eftir í Berlín. Þar við bætist að hún er lesbísk og leitast við að sinna því eðli sínu einnig. Önnur aðalpersóna myndarinnar er Lilly (Juliane Köhler), þýsk umhyggjusöm fjögurra barna móðir, sem hefur þó á stundum gert sig seka um að halda framhjá manni sínum, þýskum hermanni, sem oftast er á vígvellinum en kemur þó af og til heim til Berlínar. Þessar ólíku konur hittast …

La double vie de Véronique

Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski Handrit: Krzysztof Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz Leikarar: Irène Jacob, Philippe Volter, Claude Duneton, Wladyslaw Kowalski, Halina Gryglaszewska, Louis Ducreux, Kalina Jedrusik, Aleksander Bardini, Jerzy Gudejko, Janusz Sterninski, Sandrine Dumas, Lorraine Evanoff, Gilles Gaston-Dreyfus og Guillaume De Tonquedec Upprunaland: Pólland, Frakkland og Noregur Ár: 1991 Lengd: 110mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Við fyrstu sýn virðist myndin greina frá kafla úr lífi tveggja ungra kvenna. Þær eru eins og eineggja tvíburar, eins í háttum, fæddar sama árið án þess þó að geta verið skyldar. Myndin er eins og tvær heimildamyndir skeyttar saman á þann hátt að sama leikkonan fer með aðalhlutverkið í þeim báðum. Þetta einfalda atriði sem kvikmyndin býður upp á gerir myndina sem heild dulmagnaða. Líf stúlknanna er að mörgu leyti líkt þótt þær búi við ólík þjóðfélagskerfi. Margs konar þræðir og hliðstæður tengja líf þeirra saman. Þessar heimildarmyndir geta þó ekki staðið einar og sér. Þegar betur er að gáð má greina þriðju söguna í myndinni og verður myndin í raun ekki skilin fyrr en ljóst verður hvernig …

The Ten Commandments

Leikstjórn: Cecil B. DeMille Handrit: Æneas MacKenzie, Jesse Lasky Jr., Jack Gariss og Fredric M. Frank Leikarar: Charlton Heston, Yul Brynner, Anne Baxter, Edward G. Robinson, Vincent Price, John Derek, John Carradine, Yvonne De Carlo, Debra Paget, Cedric Hardwicke, Nina Foch, Martha Scott, Judith Anderson, Robert Vaughn, Gordon Mitchell og Cecil B. DeMille Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1956 Lengd: 220mín. Hlutföll: 1.85:1 (endurútgefin 1989 í 2.20:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í myndinni er sögð saga af Móse og brottför Hebreanna frá Egyptalandi. Myndin er biblíumynd í þeim skilningi að saga úr Biblíunni, nánar tiltekið 2. Mósebók (Exodus), er uppistaðan í framvindu myndarinnar. (Sbr. Þorkell Ágúst Óttarsson: Trúarstef í kvikmyndum. Skilgreiningar og aðferðir. Nóvember, 2002.) Það er þó vikið frá texta Exodus í mörgum meginatriðum. Dóttir Faraós finnur ungan dreng þar sem hann liggur í bastkörfu í ánni Níl. Hún gefur honum nafnið Móse. Við fylgjumst síðan með Móse sem fulltíða manni við hirð Faraós. Þar á hann í samkeppni við Ramses II um hylli Setis Faraós um hver mun erfa ríkið og fá um leið …

Kapo’

Leikstjórn: Gillo Pontecorvo Handrit: Gillo Pontecorvo og Franco Solinas Leikarar: Susan Strasberg, Laurent Terzieff, Emmanuelle Riva, Didi Perego, Gianni Garko, Annabella Besi, Mirjana Dojc, Graziella Galvani, Bruno Scipioni og Mira Dinulovic Upprunaland: Ítalía, Frakkland og Júgóslavía Ár: 1960 Lengd: 112mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Aðalpersóna myndarinnar Kapo heitir Edith. Hún er frönsk táningsstúlka sem er svo óheppin að vera Gyðingur og er send í útrýmingarbúðir nasista ásamt foreldrum sínum sem láta þar lífið. Sjálfri tekst henni að forðast þau örlög með því að læknir búðanna miskunnar sig yfir hana og gefur henni föt og nafn nýlátinnar stúlku sem ekki var Gyðingur. Nafn hennar var Nicole. Undir þessu nýja nafni er hún flutt í fangabúðir í Póllandi þar sem hún sætir miklu harðræði. Þar er það vinátta annarrar franskrar stúlku að nafni Therese (Emmanulle Riva) sem færir henni lífsvilja. Vegna útlits síns er Edith valin til að „skemmta” þýskum hermönnum. Smám saman bugar þrældómurinn og stöðugur sultur hana. Hún sljóvgast við að hafa skelfingar fangabúðanna daglega fyrir augum og þegar þýskur eftirlitsmaður lítur …