Whale Rider
Leikstjórn: Niki Caro Handrit: Niki Caro, byggt á sögu eftir Witi Ihimaera Leikarar: Keisha Castle-Hughes, Rawiri Paratene, Vicky Haughton, Cliff Curtis, Grant Roa, Mana Taumaunu, Rachel House, Taungaroa Emile, Tammy Davis og Mabel Wharekawa-Burt Upprunaland: Nýja Sjáland og Þýzkaland Ár: 2002 Lengd: 101mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Sögusviðið er Nýja Sjáland nútímans, í byggð Whangara fólksins af ættbálki majóramanna. Sagan fjallar um Pai, 11 ára stelpu sem er sannfærð um að hún getur tekið við leiðtogahlutverki í samfélagi sínu. Afi hennar, höfðingi Whangara fólksins hefur komið henni í föðurstað og alið hana upp í miklu ástríki og virðingu fyrir háttum forfeðranna. Hann horfir til hefðarinnar og setur sig því upp á móti áformum hennar. Hann er sannfærður um að einungis strákur geti tekið við hlutverki leiðtogans. Almennt um myndina: Nýjálenska kvikmyndin Whale Rider eftir Niki Caro er rúmlega ársgömul þótt við séum fyrst að fá hana í kvikmyndahús núna. Hún hefur vakið mikla athygli bæði meðal almennings og gagnrýnenda og ekki furða. Gleðin sem hún skilur eftir í brjóstinu minnir á Amélie, …