Dawn of the Dead
Leikstjórn: Zack Snyder Handrit: James Gunn, byggt á handriti George A. Romero Leikarar: Sarah Polley, Ving Rhames, Jake Weber, Mekhi Phifer, Ty Burrell, Michael Kelly, Kevin Zegers, Michael Barry, Lindy Booth, Jayne Eastwood, Boyd Banks, Inna Korobkina, R.D. Reid, Kim Poirier, Matt Frewer, Justin Louis, Hannah Lochner, Bruce Bohne Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 97mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Furðuleg plága herjar á Bandaríkin þegar dauðir rísa úr gröfum sínum með óseðjandi löngun í mannakjöt. Plágan breiðist út eins og eldur í sinu og verða þeir fáu sem enn eru lifandi að halda hópinn og vinna saman til að halda lífi. Hópurinn leitar hælis í verslunarmiðstöð en svo virðist sem hinir dauðu hafi ennþá ómeðvitaða þrá til að skella sér í kringluna og því verður virki þeirra stöðugt óöruggara. Ekki bætir það ástandið þegar þau veita lifandi fólki hæli í verslunarmiðstöðinni en sumir þeirra eru þegar sýktir af veirunni og breytast því brátt í uppvakninga. Almennt um myndina: Hrollvekjan Dawn of the Dead er endurgerð á samnefndri mynd George A. Romero, en …