Month: maí 2004

Jude

Leikstjórn: Michael Winterbottom Handrit: Hossein Amini. Byggt á skáldsögunni Jude the Obscure eftir ThomasHardy. Leikarar: Christopher Eccleston, Kate Winslet, Liam Cunningham, RachelGriffiths, June Whitfield, Ross Colvin Turnbull, James Daley, Berwick Kaler,Sean McKenzie, Richard Albrecht, Caitlin Bossley, Emma Turner, LorraineHilton, James Nesbitt, Mark Lambert og Paul Bown Upprunaland: Bretland Ár: 1996 Lengd: 122mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Jude Fawley dreymir um að ganga menntaveginn en vegnastéttaskiptingar, forboðinnar ástar og dómhörku samfélagsins reynist honumerfitt að láta drauma sína rætast. Almennt um myndina: Jude er byggð á skáldsögunni Jude the Obscure eftir Thomas Hardy,en hún olli svo miklu fjaðrafoki og hneykslun þegar hún kom út árið 1895 aðHardy hótaði því að skrifa aldrei skáldsögu aftur. Hann stóð við þau heit.Sagan segir að biskupinn í Wakefield hafi misboðið svo „ósvífni ogdónaskapur“ sögunnar að hann kastaði bókinni á eldinn. Það sem fór hvað mestfyrir brjóstið á fólki var árás bókarinnar á hjónabandið, kynlífið ogástarsamband frændsystkina. Helsti styrkur myndarinnar er stórkostlegur leikur Kate Winslet semgjörsamlega stelur senunni og heldur myndinni uppi að mörgu leyti, hógvær enseiðandi tónlist eftir …

Van Helsing

Leikstjórn: Stephen Sommers Handrit: Stephen Sommers Leikarar: Hugh Jackman, Kate Beckinsale, Richard Roxburgh, David Wenham Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 132mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í lok 19. aldar heldur blóðsugubaninn dr. Gabriel van Helsing til Austur-Evrópu þar sem hann hyggst ráða að niðurlögum Drakúla greifa, varúlfsins og Frankensteinskrímslsins. Hann er sérlegur útsendari Vatíkansins í baráttu við hverskyns skrímsli. Í baráttunni nýtur Van Helsing fulltingis betlimunksins Carl og sígaunaprinsessunnar Önnu Valerious, en hún er síðasti afkomandi ættar sem hefur helgað sig baráttunni gegn illu. Almennt um myndina: Van Helsing mun vera fyrsta sumarmyndin í ár – heilmikill hasar og læti og prýðilegt fjör. Á frumsýningardegi var bíósalurinn fullur af fólki og sennilega uppselt á myndina. Hún geymir fróðleg trúarstef og er fyrir unnendur blóðsugumynda. Myndin er full af fjöri og er ágætlega úr garði gerð. Hún minnir raunar nokkuð á James Bond myndirnar, ekki síst allar græjurnar sem Van Helsing notar og svo aðstoðarmaður hans, betlimunkurinn, sem minnir meira en lítið á hinn fornfræga Q úr James Bond myndunum. Niðurstaðan: Tveggja stjörnu …

There is a Noose Waiting for You Trinity!

Leikstjórn: Alfonso Balcázar [undir nafninu George Martin] Handrit: Enzo Doria [undir nafninu Ezio Passadore] og Giovanni Simonelli Leikarar: George Martin, Klaus Kinski, Marina Malfatti, Augusto Pescarini, Susanna Atkinson, Daniel Martín, Fernando Sancho, Adolfo Alises, Luigi Antoniolinerra og Gustavo Branched Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1972 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Trinity Harrison tekst að flýja úr fangelsi eftir að hafa beðið í sex ár eftir því að dauðadóminum yfir honum yrði framfylgt, en hann hafði skotið morðingja bróður síns og mágkonu til bana án þess að hirða um réttarkerfið og fjölskyldu sína. Þegar hann loks finnur eiginkonu sína og syni aftur á lítilli landareign fjærri gömlu heimahögunum, neitar hún að taka við honum aftur nema að hann lofi því að snerta aldrei skotvopn framar. Það reynist þó hægara sagt en gert enda svífst fjölmennur bófaflokkur einskis við að knýja smábændurnar í héraðinu til að afsala eignum sínum í hendur sér. Í ofan á lag mætir mannaveiðari á svæðið sem kýs frekar að ná hinum eftirlýstu dauðum en lifandi, en dágóð upphæð …