Jude
Leikstjórn: Michael Winterbottom Handrit: Hossein Amini. Byggt á skáldsögunni Jude the Obscure eftir ThomasHardy. Leikarar: Christopher Eccleston, Kate Winslet, Liam Cunningham, RachelGriffiths, June Whitfield, Ross Colvin Turnbull, James Daley, Berwick Kaler,Sean McKenzie, Richard Albrecht, Caitlin Bossley, Emma Turner, LorraineHilton, James Nesbitt, Mark Lambert og Paul Bown Upprunaland: Bretland Ár: 1996 Lengd: 122mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Jude Fawley dreymir um að ganga menntaveginn en vegnastéttaskiptingar, forboðinnar ástar og dómhörku samfélagsins reynist honumerfitt að láta drauma sína rætast. Almennt um myndina: Jude er byggð á skáldsögunni Jude the Obscure eftir Thomas Hardy,en hún olli svo miklu fjaðrafoki og hneykslun þegar hún kom út árið 1895 aðHardy hótaði því að skrifa aldrei skáldsögu aftur. Hann stóð við þau heit.Sagan segir að biskupinn í Wakefield hafi misboðið svo „ósvífni ogdónaskapur“ sögunnar að hann kastaði bókinni á eldinn. Það sem fór hvað mestfyrir brjóstið á fólki var árás bókarinnar á hjónabandið, kynlífið ogástarsamband frændsystkina. Helsti styrkur myndarinnar er stórkostlegur leikur Kate Winslet semgjörsamlega stelur senunni og heldur myndinni uppi að mörgu leyti, hógvær enseiðandi tónlist eftir …