Month: júní 2004

Síðustu orð Hreggviðs

Leikstjórn: Grímur Hákonarson Handrit: Grímur Hákonarson Leikarar: (Upplýsingar vantar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 22mín. Hlutföll: Sennilega 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hreggviður, gamll hægrimaður og fastapenni hjá Mogganum, fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hann er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta. Almennt um myndina: Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Þetta er ein af mörgum stuttmyndum sem sýnd var á stuttmyndahátíðinni Reykjavik Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi. Persónur úr trúarritum: afturganga Guðfræðistef: handaveruleikinn, afturganga, reimleikar Siðfræðistef: Óánægja, frjálslyndi Trúarbrögð: spíritismi Trúarleg embætti: miðill

Íshljómar

Leikstjórn: Páll Steingrímsson Handrit: Páll Steingrímsson Leikarar: Enginn leikari Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 6mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin lýsir samspili klaka, vatns og tónlistar. Almennt um myndina: Falleg mynd með hrífandi tónlist sem hefði verið enn betri ef tónlistarmennirnir hefðu ekki verið þarna. Myndin var sýnd á stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Sköpunarverkið er stórfenglegt! Guðfræðistef: náttúran, sköpunin

Fimm stuttmyndir á Reykjavík Shorts & Docs

Þann 10. júní byrjaði Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin. Á fyrsta deginum var boðið upp á sex stuttmyndir. Reyndar voru aðeins fimm myndir sýndar þar sem ekki tókst að sýna „Móðuna – ástarsögu á þvottaplani“ vegna tæknilegra erfiðleika. Hér verður stuttlega fjallað um þær fimm myndir sem sýndar voru. Síðustu orð Hreggviðs (Grímur Hákonarson: 2004) Myndin er 22 mín. að lengd og fjallar um Hreggvið, gamlan hægrimann og fastapenna hjá Mogganum, sem fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hreggviður er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta. Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi. Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Blind Date (Huldar Freyr Arnarson: 2004) Myndin er 18 mín. að lengd og fjallar um varfærinn mann sem fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru en það vantaði eitthvað í söguna. …

Bragur

Leikstjórn: Rúnar E. Rúnarsson Handrit: Rúnar E. Rúnarsson Leikarar: (Vantar upplýsingar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 15mín. Hlutföll: Sennilega 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um samband ellilífeyrisþegans Bubba, sem vill fá að deyja heima hjá sér, og húshjálparinnar Arnars, sem kemur fram við hann af virðingu og ást. Almennt um myndina: Falleg og einlæg mynd og afar vel gerð fyrir utan það að líkið andaði allt of mikið. Þetta er ein af mörgum íslenskum stuttmyndum sem sýnd var á stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Boðskapur stuttmyndarinnar um mikilvægi þess að koma fram við aldraða af virðingu og ást á sannarlega erindi til okkar allra og er framsetningin heillandi.

Blind Date

Leikstjórn: Huldar Freyr Arnarson Handrit: Huldar Freyr Arnarson Leikarar: (Upplýsingar vantar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 18mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Varfærinn karlmaður fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. Almennt um myndina: Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru á stuttmyndadagskránni Reykjavík Shorts and Docs í Regnboganum en það vantaði samt eitthvað í söguna. Þótt hún sé skemmtileg og gáskafull er hún allt of fyrirsjáanleg. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Myndin varðar fyrst og fremst samskipti kynjanna með skondnum hætti þar sem ólánið virðist fylgifiskur a.m.k. annarrar persónunnar.

Áróður

Leikstjórn: Haukur Már Helgason Handrit: Haukur Már Helgason Leikarar: (Vantar upplýsingar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 12mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Fáeinir heimspekingar ræna forsætisráðherra landsins og halda konunni með nauðung í litlum árabáti þangað til hún kemur heiðarlega fram og svarar heimspekilegum spurningum þeirra um m.a. réttmæti þess að fara í stríð við Færeyjar. Almennt um myndina: Tæknilega verst unna myndin af þeim stuttmyndum sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs (hljóðið alveg handónýtt en það gæti hafa verið tæknimistök við sýningu) og ekki er sagan betri. Í fáum orðum sagt, slöpp mynd og illa unnin. Leikstjórinn hefur gert mun betri stuttmynd áður, Þ.e. Í fremstu víglínu. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Tilgangurinn með stuttmyndinni er sennilega ádeila á stuðning íslenskra stjórnvalda við innrás Bandaríkjanna í Írak og hernámi landsins. Hversu vel sú ádeila kemst til skila er hins vegar annað mál.