A Minute to Pray, a Second to Die
Leikstjórn: Franco Giraldi Handrit: Louis Garfinkle, Ugo Liberatore og Albert Band Leikarar: Alex Cord, Arthur Kennedy, Robert Ryan, Mario Brega, Nicoletta Machiavelli, Enzo Fiermonte, Giampiero Albertini, Renato Romano, Franco Lantieri, Rosita Palomar, Alberto Dell’Acqua, Ottaviano Dell’Acqua, Daniel Martín, José Manuel Martín, Antonio Molino Rojo og Giovanni Ivan Scratuglia Upprunaland: Ítalía Ár: 1968 Lengd: 99mín. Hlutföll: 1.85:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Clay McCord er sárþjáður bæði á líkama og sál. Mest alla ævina hefur hann verið ofsóttur af meðbræðrum sínum og eftirlýstur af yfirvöldum enda með fjölmörg mannslíf á samviskunni allt frá því þegar hann skaut morðingja föður síns til bana aðeins barn að aldri. Og þegar hann þarf mest á byssu sinni að halda fær hann orðið sársaukafullt krampakast í hægri handlegginn sem aðeins ágerist sem á líður. Þegar hann síðan fréttir að ríkisstjóri Nýju Mexíkó hafi ákveðið að veita öllum þeim útlögum sakaruppgjöf sem gefi sig fram innan tiltekins tíma og heiti því að snúa af glæpabrautinni, vaknar hjá honum von um nýtt og betra líf. Lögreglustjórinn sem McCord gefur sig …