Month: júlí 2004

A Minute to Pray, a Second to Die

Leikstjórn: Franco Giraldi Handrit: Louis Garfinkle, Ugo Liberatore og Albert Band Leikarar: Alex Cord, Arthur Kennedy, Robert Ryan, Mario Brega, Nicoletta Machiavelli, Enzo Fiermonte, Giampiero Albertini, Renato Romano, Franco Lantieri, Rosita Palomar, Alberto Dell’Acqua, Ottaviano Dell’Acqua, Daniel Martín, José Manuel Martín, Antonio Molino Rojo og Giovanni Ivan Scratuglia Upprunaland: Ítalía Ár: 1968 Lengd: 99mín. Hlutföll: 1.85:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Clay McCord er sárþjáður bæði á líkama og sál. Mest alla ævina hefur hann verið ofsóttur af meðbræðrum sínum og eftirlýstur af yfirvöldum enda með fjölmörg mannslíf á samviskunni allt frá því þegar hann skaut morðingja föður síns til bana aðeins barn að aldri. Og þegar hann þarf mest á byssu sinni að halda fær hann orðið sársaukafullt krampakast í hægri handlegginn sem aðeins ágerist sem á líður. Þegar hann síðan fréttir að ríkisstjóri Nýju Mexíkó hafi ákveðið að veita öllum þeim útlögum sakaruppgjöf sem gefi sig fram innan tiltekins tíma og heiti því að snúa af glæpabrautinni, vaknar hjá honum von um nýtt og betra líf. Lögreglustjórinn sem McCord gefur sig …

A Knight’s Tale

Leikstjórn: Brian Helgeland Handrit: Brian Helgeland Leikarar: Heath Ledger, Mark Addy, Rufus Sewell, Paul Bettany, Shannyn Sossamon, Alan Tudyk, Christopher Cazenove, Bérénice Bejo, Roger Ashton-Griffiths, Nick Brimble, Leagh Conwell og James Purefoy Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 132mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: William (Heath Ledger) er skjaldsveinn gamals útbrunnins riddara sem keppir í burtreiðum. Hann er ungur, fátækur og af lágum stigum, en er staðráðinn í að breyta örlögum sínum. Þegar tækifærið býðst sannfærir hann vini sína um að koma með og hjálpa sér að keppa í burtreiðum. Þar sem hann er ekki af aðalsættum þarf hann að þykjast vera það og fær gott en óþekkt skáld sem hann hjálpar á leiðinni á burtreiðarnar til að falsa fyrir sig ættartöluna. Hann keppir síðan í fjölmörgum mótum og finnur þar ástina, en þar sem allt er byggt á lygi getur það hæglega reynst honum dýrkeypt. Almennt um myndina: Þetta er hin sígilda saga um strák sem dreymir um að verða meira en honum var ættlað. Hann vill breyta örlögum sínum til hins betra. …

The Island on Bird Street

Leikstjórn: Søren Kragh-Jacobsen Handrit: John Goldsmith og Tony Grisoni, byggt á sögu eftir Uri Orlev Leikarar: Jordan Kiziuk, Patrick Bergin, Jacob Rasmussen, Jack Warden, James Bolam, Simon Gregor, Lee Ross, Michael Byrne, Heather Tobias, Suzanna Hamilton og Sian Nicola Liquorish Upprunaland: Danmörk, Þýskaland og Bretland Ár: 1997 Lengd: 107mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hinn ellefu ára Alex (Jordan Kiziuk) sleppur undan SS-sveitum nasista þegar faðir hans og frændi eru teknir höndum og fluttir á brott úr gettóinu í Varsjá. Mjög fáir Gyðingar eru þá eftir í gettóinu en Alex felur sig í holu undir hálfhrundu húsi þar sem hann býr um sig, dregur að sér ýmsa gagnlega muni úr yfirgefnum íbúðum og heldur baráttuþreki sínu í þeirri einlægu von og trú að Stefan faðir hans (Patrick Bergin) muni koma og sækja hann eins og hann hafði lofað. Almennt um myndina: Leikstjóri myndarinnar er Daninn Søren Kragh-Jacobsen, sem er m.a. þekktur fyrir myndir sínar „Drengirnir frá St. Petri” og „Sjáðu sæta naflann minn”. Leikararnir koma frá ýmsum löndum og er myndin einkum fjármögnuð …

Friday the 13th: The Series – Faith Healer

Leikstjórn: David Cronenberg Handrit: Christine Cornish Leikarar: Miguel Fernandes, Robert Silverman, John D. LeMay, Louise Robey, Steve Monarque og Chris Wiggins Upprunaland: Kanada Ár: 1988 Lengd: 45mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Komið er upp um svik prédikari sem segist geta læknað fólk og tekur góða greiðslu fyrir. Á flótta sínum finnur hann hvítan hanska sem gerir honum kleift að lækna hvaða sjúkdóm sem er. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að sjúkdómurinn færist yfir á hanskann og verður sá sem klæðist honum hverju sinni að koma sjúkdómnum yfir á annan, ella deyr hann sjálfur. Sjúkdómurinn magnast reyndar svo mikið um leið og hann er kominn yfir í hanskann að hver sá sem snertir viðkomandi lætur lífið samstundis. Almennt um myndina: Þátturinn ber þess merki að vera unninn á 5 dögum fyrir litla peninga. Reyndar hef ég ekki séð aðra þætti í þessari sjónvarpsmyndaþáttaröð en Faith Healer og The Baron’s Bride unnu silfrið á International Film and TV Festival í New York á sínum tíma. Þarna er David Cronenberg að vinna …

The Man Who Knew Too Little

Leikstjórn: Jon Amiel Handrit: Robert Farrar og Howard Franklin, byggt á skáldsögunni Watch That Man eftir Robert Farrar. Leikarar: Bill Murray, Peter Gallagher, Joanne Whalley, Alfred Molina, Richard Wilson, Geraldine James, John Standing, Anna Chancellor, Nicholas Woodeson, Simon Chandler, Cliff Parisi og John Thomson. Upprunaland: Þýskaland og Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 94mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Wallace (Bill Murry) kemur á afmælisdegi sínum til London til að heimsækja bróður sinn og fagna tímamótunum með honum. Bróðirinn er hins vegar að skipuleggja stóra veislu fyrir viðskiptavini þetta sama kvöld og til að losna við bróður sinn sendir hann Wallace í það nýjasta í leikhúslífi Lundúna: „Leikhús lífsins,“ n.k. raunveruleikaleikhús þar sem áhorfandinn tekur virkan þátt í æsispennandi ævintýri um alla London og fær þannig að vera hetja eitt kvöld. En þeir eru aðeins of fljótir á staðinn og í stað þess að taka þátt í Leikhúsi lífsins svarar Wallace óvart röngu símtali og flækist þannig í alvöru njósnadrama þar sem reynt er að koma í veg fyrir friðarsamkomulag milli Sovétríkjanna og Bretlands. Wallace …

Event Horizon

Leikstjórn: Paul W.S. Anderson Handrit: Philip Eisner Leikarar: Laurence Fishburne, Sam Neill, Kathleen Quinlan, Joely Richardson, Richard T. Jones, Jack Noseworthy, Jason Isaacs, Sean Pertwee, Peter Marinker, Holley Chant, Barclay Wright, Noah Huntley og Robert Jezek Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Björgunarleiðangur er sendur út til að kanna geimskipið Event Horizon en það hvarf sjö árum áður og birtist svo öllum að óvörum aftur. Þegar hjálparsveitin stígur um borð kemst hún að því að skipið hefur ferðast handan geimsins og tekið með sér óboðinn gest. Almennt um myndina: Enda þótt Paul W.S. Anderson sé ekki hátt skrifaður leikstjóri tókst honum aldrei þessu vant að gera góða mynd. Reyndar var myndin stytt um 30 mín. til að komast hjá því að hún yrði bönnuð unglingum eldri en 17 ára, en leikstjórinn hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á því að upprunalega útgáfan verði gefin út á DVD og er vonandi að svo verði sem fyrst. Styrkur myndarinnar felst einkum í stemmningunni sem kvikmyndagerðarmönnunum tekst að skapa …

Massacre at Fort Holman

Leikstjórn: Tonino Valerii Handrit: Ernesto Gastaldi, Jay Lynn og Tonino Valerii, byggt á sögu eftir Howard Sandford Leikarar: James Coburn, Bud Spencer, Telly Savalas, Reinhard Kolldehoff, Joseph Mitchell, William Spofford, Robert Burton, Guy Ranson, Allan Leroy, Ángel Álvarez, Ugo Fangareggi, Joe Pollini og Terence Hill Upprunaland: Ítalía, Spánn, Frakkland og Þýzkaland Ár: 1972 Lengd: 85mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í miðri borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum heitir Norðurríkjaherforingi hópi dauðadæmdra fanga sakaruppgjöf gegn því að þeir endurheimti svo til óvinnandi virki úr höndum Suðurríkjamanna, en alls óvíst er hvort nokkur þeirra eigi þaðan afturkvæmd. Almennt um myndina: Hér er í meginatriðum um að ræða stælingu á síðari heimsstyrjaldarmyndinni The Dirty Dozen (Robert Aldrich: 1967), sem segir frá hópi dauðadæmdra stríðsglæpamanna úr röðum bandamanna sem heitið er sakaruppgjöf gegn því að þeir myrði nokkra háttsetta þýzka herforingja á frönsku hóteli skömmu fyrir innrásina í Normandí en ljóst er að slík sendiför inn á yfirráðasvæði óvinarins telst ekkert annað en sjálfsvígsleiðangur. Í rauninni er ekki bara hægt að líta á sögufléttuna sem ádeilu á …