Month: ágúst 2004

Super Size Me

Super Size Me

Leikstjórn: Morgan Spurlock Handrit: Morgan Spurlock Leikarar: Morgan Spurlock, Bridget Bennett, Dr. Lisa Ganjhu, Dr. Daryl Isaacs,Alexandra Jamieson, Dr. Stephen Siegel Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.78:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Spurlock lifir á fæðu frá McDonalds í 30daga. Við fylgjumst með ferlinu og líðan hans á meðan á þessu stendur. Á meðan á þessu stendur rannsakar hann neysluvenjur Bandaríkjamanna. Almennt um myndina Super Size Me! er ein af mörgum áhugaverðum áróðurs-heimildamyndum semhafa verið gerðar á síðustu árum. Líklega eru myndir bandarískakvikmyndagerðarmannsins Michael Moore þekktastar þessara mynda, en hann fékk óskarsverðlaun 2004 fyrir myndina Bowling for Columbine og hlaut síðar á sama ári gullpálmann í Cannes fyrir myndina Fahrenheit 9/11.Myndin er prýðilega gerð og það er greinilegt að Spurlock hefur gott vald á miðlinum. Rauði þráðurinn í myndinni er ofátsmánuður Spurlocks á McDonalds, en inn á milli máltíðanna veltir hann upp ýmsum spurningum tengdum matar- og skyndibitamenningunni þar vestra. Hann nýtur aðstoðar lækna, næringarfræðinga og leitar til margra í myndinni. Þannig má segja að myndin sé tilraun hans til að …

My First Mister

Leikstjórn: Christine Lahti Handrit: Jill Franklyn Leikarar: Leelee Sobieski, Albert Brooks, John Goodman, Henry Brown, John Goodman,Desmond Harrington, Carol Kane, Michael McKean, Pauley Perrette, Lisa Jane Persky,Mary Kay Place, Katee Sackhoff og Matthew St. Clair Upprunaland: Bandaríkin og Þýskaland Ár: 2001 Lengd: 108mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Hin 17 ára Jennifer er uppreisnarunglingur með litla framtíðarmöguleika.Randall er 49 ára steinrunninn búðareigandi sem gæti rétt eins verið dauður núþegar. Líf þeirra tekur hins vegar stórum breytingum þegar Randall ræður Jennifer ívinnu. Almennt um myndina: My First Mister er fyrsta kvikmynd Christinu Lahti í fullri lengd en húnfékk áður óskarsverðlaun fyrir stuttmyndina Lieberman In Love (1995). Lahti er þóekki alveg ókunnug kvikmyndageiranum því að hún hefur leikið í sjónvarpsmyndum fráárinu 1978. Ég hef reyndar ekki séð Lieberman In Love en af þessari mynd að dæma erljóst að Lahti er langt frá því að vera á rangri hillu. Tveir þriðju hlutar myndarinnar eru hrein dásemd og þá er nú mikið sagt því að svona„ólíkar-manneskjur-verða-vinir-myndir“ eru orðnar ansi þreyttar og útjaskaðar.Handritið er vel skrifað og drepfyndið, …

Bollywood/Hollywood

Leikstjórn: Deepa Mehta Handrit: Deepa Mehta Leikarar: Rahul Khanna, Lisa Ray, Rishma Malik, Jazz Mann, Moushumi Chatterjee,Dina Pathak, Kulbhushan Kharbanda, Ranjit Chowdhry, Leesa Gaspari, ArjunLombardi-Singh, Neelam Mansingh, Mike Deol, Jessica Paré og Jolly Bader Upprunaland: Kanada Ár: 2002 Lengd: 105mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Rahul hefur engan áhuga á að ganga í hjónaband eða stofna til sambanda yfirhöfuð en þegar honum er hótað að giftingu systur hans verði aflýst nema hann náisér í stúlku á stundinni ræður hann Sue til að þykjast vera kærasta hans. Almennt um myndina: Deepa Mehta er fræg fyrir allt annað en að gera gamanmyndir. Hún vaktifyrst athygli á sér þegar hún gerði hina funheitu mynd Fire (1996) en myndin ollisvo miklu fjaðrafoki á Indlandi að kvikmyndahúsið þar sem hún var sýnd var lagt írúst. Í kjölfar þess var myndin bönnuð í Indlandi og hún var aldrei sýnd íPakistan. Fire er reyndar fyrsta mynd í þríleik sem hún hefur verið að vinna að,sem allar eru kenndar við frumefnin. Næsta mynd í þríleiknum var Earth (1998) ogvar hún einnig …

Spellbound

Leikstjórn: Jeffrey Blitz Handrit: Jeffrey Blitz Leikarar: Harry Altman, Angela Arenivar, Ted Brigham, April DeGideo, Neil Kadakia,Nupur Lala, Emily Stagg og Ashley White Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fylgt er eftir átta börnum sem taka þátt í frægustu stafsetningarkeppniBandaríkjanna, The National Spelling Bee. Almennt um myndina: Stafsetningarkeppnin hefur verið stór þáttur í þjóðlífi Bandaríkjanna alltfrá tilkomu hennar árið 1925. Heimildarmynd Jeffreys Blitz, sem jafnfram er fyrstamynd hans, gefur því góða innsýn inn í þjóðlíf landsmanna hans. Krakkarnir eru fráýmsum stöðum landsins, þorpum, bæjum og borgum, og af öllum þjóðfélagsstigum. Viðkynnumst sömuleiðis fjölskyldum þeirra sem eru að sama skapi frábrugðnar. Tvöbarnanna búa hjá einstæðu foreldri og þrjú þeirra eru afkomendur innflytjenda. Allt er þetta mjög áhugavert og merkilegt hvað þeim hefur tekist að velja krakkanavel því að þeir sem urðu fyrir valinu eru aðeins átta af tæplega tvöhundruð ogfimmtíu. Það hefði því auðveldlega getað gerst að allir sem kvikmyndagerðarmennirnirvöldu hefðu dottið út í fyrstu umferð. Sú varð þó ekki raunin. Myndin er vel unnin og áhugaverður gluggi inn …

The Shape of Things

Leikstjórn: Neil LaBute Handrit: Neil LaBute, byggt á samnefndu leikriti eftir hann Leikarar: Gretchen Mol, Paul Rudd, Rachel Weisz og Fred Weller Upprunaland: Bandaríkin, Frakkland og Bretland Ár: 2003 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Adam er nokkuð lúðalegur þegar hann kynnist Evelyn, enda leggur hún straxtil að hann breyti útliti sínu og hegðun. Vinir hans, Mol og Weller, vita hinsvegar ekki alveg hvernig taka beri þeim breytingum sem verða á honum og því síðurEvelyn. Almennt um myndina: The Shape of Things er byggð á samnefndu leikriti eftir leikstjóramyndarinnar, fyrrverandi mormónans Neil LaBute, en það var frumsýnt fyrir þrem árumí Almeida leikhúsinu í London. Upphaflegu leikarar verksins leika einnig allir íþessari uppfærslu. Kvikmyndin ber þess reyndar merki að vera byggð á leikhúsverkiog skiptist meira að segja í 10 þætti sem hver og einn gerist á afmörkuðum stað. Það er margt fleira sem ýtir undir leikhúsbraginn. Það eru aðeins fjórir leikarar ímyndinni að baksviðsleikurunum frátöldum, sem ganga jafnan fram hjá án þess að segjaneitt. Tökur eru langar og kvikmyndavélin hreyfist lítið. Rammarnir verða …

Capturing the Friedmans

Leikstjórn: Andrew Jarecki Handrit: Andrew Jarecki Leikarar: Arnold Friedman, Elaine Friedman, David Friedman, Seth Friedman, JesseFriedman og Howard Friedman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 107mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Á þakkargjörðarhátíðinni brýst lögreglan inn á heimili miðstéttargyðingafjölskyldu og finnur þar helling af barnaklámi. Þegar lögreglan kemst að þvíað fjölskyldufaðirinn Arnold Friedman kennir drengjum tölvunarfræði í kjallaranum,ákveður hún að yfirheyra alla nemendurna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú aðArnold og sonur hans Jesse hafi stundað hópnauðganir í kjallaranum. Arnold og Jessejáta líka sekt sína og eru dæmdir í fangelsi en þegar betur er að gáð reynist máliðþó flóknara en talið hafði verið í fyrstu. Almennt um myndina: Capturing the Friedmans er fyrsta mynd Andrews Jareckis en hún vann tilfjölda verðlauna og var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin.Upphaflega ætlaði Jarecki að gera heimildarmynd um vinsælasta trúðinn í New York,David Friedman, en þá frétti hann að fjölskylda mannsins tengdist frægubarnamisnotkunarmáli og hefði hún tekið allt sem gerðist innan veggja heimilisinsupp á myndband meðan rannsókn og málsókn stóðu yfir. Jarecki ákvað því að söðla umog vinna í …

Saved!

Leikstjórn: Brian Dannelly Handrit: Drian Dannelly, Michael Urban Leikarar: Jena Malone, Mandy Moore, Macaulay Culkin, Patrick Fugit, Heather Matarazzo, Eva Amurri, Chad Faust, Elizabeth Thai, Martin Donovan, Mary-Louise Parker og Kett Turton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 92mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: María er góð og prúð kristin stúlka sem sækir baptistaskóla í Baltimore. Þará hún góða vinkonur, allt góðar kristnar stúlkur, en leiðtogi þeirra er hin sjálfumglaða og trúheita Hilary Faye. Stuttu eftir að María kemst að því að kristinn kærasti hennar, Dean að nafni, er samkynhneigður rotast hún og telur sig sjá sýn þar sem Jesús kemur til hennar. Hún túlkar sýnina þannig að Jesús vilji að hún bjargi kærasta sínum og ákveður því að sænga með honum. Það hjálpar þó Dean lítið og er hann sendur í „afhommunarstöð“ sem rekin er af kirkjunni og eftir stendur María ólétt (nafn hennar líklega engin tilviljun). Þessi reynsla reynir verulega á trú hennar sem á ekki lengur samleið með vinkonum sínum en vingast þess í stað við utangarðskrakka skólans, lamaðan strák í …

Fast-Hand Is Still My Name

Leikstjórn: Mario Bianchi [undir nafninu FrankBronston] Handrit: Alberto Cardone, Vittorio Salerno og EduardoManzanos Brochero Leikarar: Sergio Ciani [undir nafninu Alan Steel], WilliamBerger, Frank Braña, Gilberto Galimberti [undir nafninu Gill Rolland],Fernando Bilbao, Celine Bessy, Francisco Sanz, Karin Well, Ettore Ribotta,Sergio Dolfin, Stefano Oppedisano og Francesco D’Adda Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1972 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þegar Suðurríkin bíða ósigur í borgarastyrjöldinni, gerastsumir af hermönnum þeirra stigamenn sem rupla og nauðga hvert sem þeir fara.Hersveit Norðurríkjanna sem send er þeim til höfuðs út í óbyggðirnar er aðlokum stráfelld og einn af yfirmönnum hennar, Madison höfuðsmaður, skilinneftir illa særður og bundinn milli tveggja staura til að deyja Drottnisínum. Indíánastúlka kemur honum þó óvænt til bjargar og hjálpar honum aðsafna krafti til að leita bófana uppi á nýjan leik. Almennt um myndina: Þó svo að framleiðslan hafi augljóslega verið hræódýr ogpersónusköpunin sé óneitanlega klisjukennd og grunn, er hér engu að síður umað ræða spaghettí-vestra í skárri kantinum enda metnaðurinn fyrir forminusannarlega fyrir hendi. Samkvæmt Internet Movie Data Base átti leikstjórinnMario Bianchi eftir að …