Elizabeth: The Virgin Queen
Leikstjórn: Shekhar Kapur Handrit: Michael Hirst Leikarar: Cate Blanchett, Geoffrey Rush, Joseph Fiennes, Christopher Eccleston, Richard Attenborough, Rod Culbertson, Paul Fox, Liz Giles, Terence Rigby, James Frain, Peter Stockbridge, Fanny Ardant, Vincent Cassel, Emily Mortimer, John Gielgud, Jean-Pierre Léaud, Amanda Ryan, Kathy Burke og Shekhar Kapur Upprunaland: Bretland Ár: 1998 Lengd: 119mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Mótmælandinn Elísabet I. Englandsdrottning sætti margþættu mótlæti í lífinu. Faðir hennar Hinrik VIII ýmist rak eiginkonur sínar frá sér eða lét lífláta þær og meðan eldri systir hennar, sem var rómversk-kaþólsk, var drottning lét hún hneppa hana í varðhald í ótta um að mótmælendur kynnu að steypa sér af stóli og koma henni til valdar. Fljótlega eftir að Elísabet I. kemst sjálf til valda koma valdamiklir aðalsmenn við hirðina sér saman um að steypa henni af stóli með fulltingi páfans og Spánarkonungs, en valdarán þeirra mistekst. Í kjölfar þess ákveður drottningin að helga líf sitt að öllu leyti þjóð sinni og það gerist samkvæmt túlkun myndarinnar með því að hún samsamast hlutverki og persónu Maríu meyjar. …