Year: 2004

Spellbound

Leikstjórn: Jeffrey Blitz Handrit: Jeffrey Blitz Leikarar: Harry Altman, Angela Arenivar, Ted Brigham, April DeGideo, Neil Kadakia,Nupur Lala, Emily Stagg og Ashley White Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fylgt er eftir átta börnum sem taka þátt í frægustu stafsetningarkeppniBandaríkjanna, The National Spelling Bee. Almennt um myndina: Stafsetningarkeppnin hefur verið stór þáttur í þjóðlífi Bandaríkjanna alltfrá tilkomu hennar árið 1925. Heimildarmynd Jeffreys Blitz, sem jafnfram er fyrstamynd hans, gefur því góða innsýn inn í þjóðlíf landsmanna hans. Krakkarnir eru fráýmsum stöðum landsins, þorpum, bæjum og borgum, og af öllum þjóðfélagsstigum. Viðkynnumst sömuleiðis fjölskyldum þeirra sem eru að sama skapi frábrugðnar. Tvöbarnanna búa hjá einstæðu foreldri og þrjú þeirra eru afkomendur innflytjenda. Allt er þetta mjög áhugavert og merkilegt hvað þeim hefur tekist að velja krakkanavel því að þeir sem urðu fyrir valinu eru aðeins átta af tæplega tvöhundruð ogfimmtíu. Það hefði því auðveldlega getað gerst að allir sem kvikmyndagerðarmennirnirvöldu hefðu dottið út í fyrstu umferð. Sú varð þó ekki raunin. Myndin er vel unnin og áhugaverður gluggi inn …

The Shape of Things

Leikstjórn: Neil LaBute Handrit: Neil LaBute, byggt á samnefndu leikriti eftir hann Leikarar: Gretchen Mol, Paul Rudd, Rachel Weisz og Fred Weller Upprunaland: Bandaríkin, Frakkland og Bretland Ár: 2003 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Adam er nokkuð lúðalegur þegar hann kynnist Evelyn, enda leggur hún straxtil að hann breyti útliti sínu og hegðun. Vinir hans, Mol og Weller, vita hinsvegar ekki alveg hvernig taka beri þeim breytingum sem verða á honum og því síðurEvelyn. Almennt um myndina: The Shape of Things er byggð á samnefndu leikriti eftir leikstjóramyndarinnar, fyrrverandi mormónans Neil LaBute, en það var frumsýnt fyrir þrem árumí Almeida leikhúsinu í London. Upphaflegu leikarar verksins leika einnig allir íþessari uppfærslu. Kvikmyndin ber þess reyndar merki að vera byggð á leikhúsverkiog skiptist meira að segja í 10 þætti sem hver og einn gerist á afmörkuðum stað. Það er margt fleira sem ýtir undir leikhúsbraginn. Það eru aðeins fjórir leikarar ímyndinni að baksviðsleikurunum frátöldum, sem ganga jafnan fram hjá án þess að segjaneitt. Tökur eru langar og kvikmyndavélin hreyfist lítið. Rammarnir verða …

Capturing the Friedmans

Leikstjórn: Andrew Jarecki Handrit: Andrew Jarecki Leikarar: Arnold Friedman, Elaine Friedman, David Friedman, Seth Friedman, JesseFriedman og Howard Friedman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 107mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Á þakkargjörðarhátíðinni brýst lögreglan inn á heimili miðstéttargyðingafjölskyldu og finnur þar helling af barnaklámi. Þegar lögreglan kemst að þvíað fjölskyldufaðirinn Arnold Friedman kennir drengjum tölvunarfræði í kjallaranum,ákveður hún að yfirheyra alla nemendurna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú aðArnold og sonur hans Jesse hafi stundað hópnauðganir í kjallaranum. Arnold og Jessejáta líka sekt sína og eru dæmdir í fangelsi en þegar betur er að gáð reynist máliðþó flóknara en talið hafði verið í fyrstu. Almennt um myndina: Capturing the Friedmans er fyrsta mynd Andrews Jareckis en hún vann tilfjölda verðlauna og var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin.Upphaflega ætlaði Jarecki að gera heimildarmynd um vinsælasta trúðinn í New York,David Friedman, en þá frétti hann að fjölskylda mannsins tengdist frægubarnamisnotkunarmáli og hefði hún tekið allt sem gerðist innan veggja heimilisinsupp á myndband meðan rannsókn og málsókn stóðu yfir. Jarecki ákvað því að söðla umog vinna í …

Saved!

Leikstjórn: Brian Dannelly Handrit: Drian Dannelly, Michael Urban Leikarar: Jena Malone, Mandy Moore, Macaulay Culkin, Patrick Fugit, Heather Matarazzo, Eva Amurri, Chad Faust, Elizabeth Thai, Martin Donovan, Mary-Louise Parker og Kett Turton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 92mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: María er góð og prúð kristin stúlka sem sækir baptistaskóla í Baltimore. Þará hún góða vinkonur, allt góðar kristnar stúlkur, en leiðtogi þeirra er hin sjálfumglaða og trúheita Hilary Faye. Stuttu eftir að María kemst að því að kristinn kærasti hennar, Dean að nafni, er samkynhneigður rotast hún og telur sig sjá sýn þar sem Jesús kemur til hennar. Hún túlkar sýnina þannig að Jesús vilji að hún bjargi kærasta sínum og ákveður því að sænga með honum. Það hjálpar þó Dean lítið og er hann sendur í „afhommunarstöð“ sem rekin er af kirkjunni og eftir stendur María ólétt (nafn hennar líklega engin tilviljun). Þessi reynsla reynir verulega á trú hennar sem á ekki lengur samleið með vinkonum sínum en vingast þess í stað við utangarðskrakka skólans, lamaðan strák í …

Fast-Hand Is Still My Name

Leikstjórn: Mario Bianchi [undir nafninu FrankBronston] Handrit: Alberto Cardone, Vittorio Salerno og EduardoManzanos Brochero Leikarar: Sergio Ciani [undir nafninu Alan Steel], WilliamBerger, Frank Braña, Gilberto Galimberti [undir nafninu Gill Rolland],Fernando Bilbao, Celine Bessy, Francisco Sanz, Karin Well, Ettore Ribotta,Sergio Dolfin, Stefano Oppedisano og Francesco D’Adda Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1972 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þegar Suðurríkin bíða ósigur í borgarastyrjöldinni, gerastsumir af hermönnum þeirra stigamenn sem rupla og nauðga hvert sem þeir fara.Hersveit Norðurríkjanna sem send er þeim til höfuðs út í óbyggðirnar er aðlokum stráfelld og einn af yfirmönnum hennar, Madison höfuðsmaður, skilinneftir illa særður og bundinn milli tveggja staura til að deyja Drottnisínum. Indíánastúlka kemur honum þó óvænt til bjargar og hjálpar honum aðsafna krafti til að leita bófana uppi á nýjan leik. Almennt um myndina: Þó svo að framleiðslan hafi augljóslega verið hræódýr ogpersónusköpunin sé óneitanlega klisjukennd og grunn, er hér engu að síður umað ræða spaghettí-vestra í skárri kantinum enda metnaðurinn fyrir forminusannarlega fyrir hendi. Samkvæmt Internet Movie Data Base átti leikstjórinnMario Bianchi eftir að …

A Minute to Pray, a Second to Die

Leikstjórn: Franco Giraldi Handrit: Louis Garfinkle, Ugo Liberatore og Albert Band Leikarar: Alex Cord, Arthur Kennedy, Robert Ryan, Mario Brega, Nicoletta Machiavelli, Enzo Fiermonte, Giampiero Albertini, Renato Romano, Franco Lantieri, Rosita Palomar, Alberto Dell’Acqua, Ottaviano Dell’Acqua, Daniel Martín, José Manuel Martín, Antonio Molino Rojo og Giovanni Ivan Scratuglia Upprunaland: Ítalía Ár: 1968 Lengd: 99mín. Hlutföll: 1.85:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Clay McCord er sárþjáður bæði á líkama og sál. Mest alla ævina hefur hann verið ofsóttur af meðbræðrum sínum og eftirlýstur af yfirvöldum enda með fjölmörg mannslíf á samviskunni allt frá því þegar hann skaut morðingja föður síns til bana aðeins barn að aldri. Og þegar hann þarf mest á byssu sinni að halda fær hann orðið sársaukafullt krampakast í hægri handlegginn sem aðeins ágerist sem á líður. Þegar hann síðan fréttir að ríkisstjóri Nýju Mexíkó hafi ákveðið að veita öllum þeim útlögum sakaruppgjöf sem gefi sig fram innan tiltekins tíma og heiti því að snúa af glæpabrautinni, vaknar hjá honum von um nýtt og betra líf. Lögreglustjórinn sem McCord gefur sig …

A Knight’s Tale

Leikstjórn: Brian Helgeland Handrit: Brian Helgeland Leikarar: Heath Ledger, Mark Addy, Rufus Sewell, Paul Bettany, Shannyn Sossamon, Alan Tudyk, Christopher Cazenove, Bérénice Bejo, Roger Ashton-Griffiths, Nick Brimble, Leagh Conwell og James Purefoy Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 132mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: William (Heath Ledger) er skjaldsveinn gamals útbrunnins riddara sem keppir í burtreiðum. Hann er ungur, fátækur og af lágum stigum, en er staðráðinn í að breyta örlögum sínum. Þegar tækifærið býðst sannfærir hann vini sína um að koma með og hjálpa sér að keppa í burtreiðum. Þar sem hann er ekki af aðalsættum þarf hann að þykjast vera það og fær gott en óþekkt skáld sem hann hjálpar á leiðinni á burtreiðarnar til að falsa fyrir sig ættartöluna. Hann keppir síðan í fjölmörgum mótum og finnur þar ástina, en þar sem allt er byggt á lygi getur það hæglega reynst honum dýrkeypt. Almennt um myndina: Þetta er hin sígilda saga um strák sem dreymir um að verða meira en honum var ættlað. Hann vill breyta örlögum sínum til hins betra. …

The Island on Bird Street

Leikstjórn: Søren Kragh-Jacobsen Handrit: John Goldsmith og Tony Grisoni, byggt á sögu eftir Uri Orlev Leikarar: Jordan Kiziuk, Patrick Bergin, Jacob Rasmussen, Jack Warden, James Bolam, Simon Gregor, Lee Ross, Michael Byrne, Heather Tobias, Suzanna Hamilton og Sian Nicola Liquorish Upprunaland: Danmörk, Þýskaland og Bretland Ár: 1997 Lengd: 107mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hinn ellefu ára Alex (Jordan Kiziuk) sleppur undan SS-sveitum nasista þegar faðir hans og frændi eru teknir höndum og fluttir á brott úr gettóinu í Varsjá. Mjög fáir Gyðingar eru þá eftir í gettóinu en Alex felur sig í holu undir hálfhrundu húsi þar sem hann býr um sig, dregur að sér ýmsa gagnlega muni úr yfirgefnum íbúðum og heldur baráttuþreki sínu í þeirri einlægu von og trú að Stefan faðir hans (Patrick Bergin) muni koma og sækja hann eins og hann hafði lofað. Almennt um myndina: Leikstjóri myndarinnar er Daninn Søren Kragh-Jacobsen, sem er m.a. þekktur fyrir myndir sínar „Drengirnir frá St. Petri” og „Sjáðu sæta naflann minn”. Leikararnir koma frá ýmsum löndum og er myndin einkum fjármögnuð …

Friday the 13th: The Series – Faith Healer

Leikstjórn: David Cronenberg Handrit: Christine Cornish Leikarar: Miguel Fernandes, Robert Silverman, John D. LeMay, Louise Robey, Steve Monarque og Chris Wiggins Upprunaland: Kanada Ár: 1988 Lengd: 45mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Komið er upp um svik prédikari sem segist geta læknað fólk og tekur góða greiðslu fyrir. Á flótta sínum finnur hann hvítan hanska sem gerir honum kleift að lækna hvaða sjúkdóm sem er. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að sjúkdómurinn færist yfir á hanskann og verður sá sem klæðist honum hverju sinni að koma sjúkdómnum yfir á annan, ella deyr hann sjálfur. Sjúkdómurinn magnast reyndar svo mikið um leið og hann er kominn yfir í hanskann að hver sá sem snertir viðkomandi lætur lífið samstundis. Almennt um myndina: Þátturinn ber þess merki að vera unninn á 5 dögum fyrir litla peninga. Reyndar hef ég ekki séð aðra þætti í þessari sjónvarpsmyndaþáttaröð en Faith Healer og The Baron’s Bride unnu silfrið á International Film and TV Festival í New York á sínum tíma. Þarna er David Cronenberg að vinna …

The Man Who Knew Too Little

Leikstjórn: Jon Amiel Handrit: Robert Farrar og Howard Franklin, byggt á skáldsögunni Watch That Man eftir Robert Farrar. Leikarar: Bill Murray, Peter Gallagher, Joanne Whalley, Alfred Molina, Richard Wilson, Geraldine James, John Standing, Anna Chancellor, Nicholas Woodeson, Simon Chandler, Cliff Parisi og John Thomson. Upprunaland: Þýskaland og Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 94mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Wallace (Bill Murry) kemur á afmælisdegi sínum til London til að heimsækja bróður sinn og fagna tímamótunum með honum. Bróðirinn er hins vegar að skipuleggja stóra veislu fyrir viðskiptavini þetta sama kvöld og til að losna við bróður sinn sendir hann Wallace í það nýjasta í leikhúslífi Lundúna: „Leikhús lífsins,“ n.k. raunveruleikaleikhús þar sem áhorfandinn tekur virkan þátt í æsispennandi ævintýri um alla London og fær þannig að vera hetja eitt kvöld. En þeir eru aðeins of fljótir á staðinn og í stað þess að taka þátt í Leikhúsi lífsins svarar Wallace óvart röngu símtali og flækist þannig í alvöru njósnadrama þar sem reynt er að koma í veg fyrir friðarsamkomulag milli Sovétríkjanna og Bretlands. Wallace …