Year: 2005

What Remains of Us

Leikstjórn: Hugo Latulippe og François Prévost Handrit: Hugo Latulippe og François Prévost Leikarar: Kalsang Dolma og Dalai Lama Upprunaland: Kanada Ár: 2004 Lengd: 77mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ung flóttakona frá Tíbet heldur frá Quebec í Kanada aftur til heimalands síns með stuttan boðskap frá Dalai Lama, útlægum trúarleiðtoga tíbetískra búddhista, á myndbandi til landa sinna. Heimildamyndin greinir frá ferð hennar um landið og varpar ljósi á ástandið þar undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Almennt um myndina: Þessi kanadíska heimildamynd vakti mikla athygli á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík haustið 2005 og var uppselt á fyrstu sýningarnar á henni. Annar leikstjóranna var viðstaddur frumsýninguna og svaraði hann nokkrum spurningum að henni lokinni. Myndin var tekin upp í Tíbet án formlegs leyfis frá stjórnvöldum í Kína og því eru allir þeir sem fram koma í henni sjálfkrafa brotlegir við landslög en allt að 15 ára fangelsi getur beðið þeirra ef upp um þá kemst. Af þeim sökum var heilmikil öryggisgæsla við sýningu myndarinnar og engar myndavélar fengu að fara í salinn. Í heimildamyndinni er tekin …

Crime Boss

Leikstjórn: Alberto De Martino Handrit: Lucio Battistrada og Alberto De Martino Leikarar: Antonio Sabato, Telly Savalas, Paola Tedesco, Giuliano Persico, Guido Lollobrigida, Nino Dal Fabbro, Sergio Rossi, Sergio Tramonti, Piero Morgia og Carlo Gaddi Upprunaland: Ítalía Ár: 1972 Lengd: 98mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Launmorðingi á vegum ítölsku mafíunnar á harma að hefna og kemur sér ásamt bróður sínum í mjúkinn hjá einni fjölskyldunni í Þýzkalandi til þess eins að sundra henni og þeim sem hann egnir henni gegn, en sem á líður taka völdin ekki síður að freista hans. Almennt um myndina: Þessi ítalska mafíumynd er alls ekki jafn slök eins og margar kvikmyndahandbækur halda fram en þar fær hún að jafnaði *½ af fjórum. Vissulega er framsögn margra leikaranna bæði ófhefluð og óþjál, a.m.k. í enskri talsetningu myndarinnar, en það er ekki laust við að það hæfi sögupersónunum einkar vel sem eru upp til hópa glæpamenn sem svífast einskis. Söguþráðurinn er tiltölulega fyrirsjáanlegur og atburðarrásin hæg en hún heldur samt áhorfandanum allan tímann við efnið og er það aðeins kostur …

Sib

Leikstjórn: Samira Makhmalbaf Handrit: Mohsen Makhmalbaf og Samira Makhmalbaf Leikarar: Massoumeh Naderi, Zahra Naderi, Ghorban Ali Naderi, Azizeh Mohamadi og Zahra Saghrisaz Upprunaland: Íran og Frakkland Ár: 1998 Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sib (Eplið) byggir á lífi raunverulegrar íranskrar fjölskyldu, Naderi-fjölskyldunnar. Myndin segir frá tveimur tólf ára systrum í Teheran sem hafa verið lokaðar inni á heimili sínu frá fæðingu. Fjölskyldan saman stendur af systrunum Zahra og Massoumeh, öldruðum föður þeirra og blindri móður. Foreldrarnir halda því fram að þeir hafi lokað þær inni til þess að vernda þær en nágrannar fjölskyldunnar láta félagsmálayfirvöld vita sem leitast við að koma til hjálpar. Fjölmiðlar segja jafnframt frá málinu og lýsa föður stúlknanna eins og fangaverði sem hafi hlekkjað þær fastar og geymt þær eins og dýr í búri. Myndin lýsir því síðan hvernig fulltrúi félagsþjónustunnar reynir að fá foreldrana til að hleypa stúlkunum út þannig að þær geti lifað venjulegu lífi, gengið í skóla og eignast leikfélaga. Áhorfendur fá svo að sjá hvernig fjölskyldan bregst við nýjum aðstæðum og frelsi stúlknanna. Almennt um …

My Summer of Love

Leikstjórn: Pawel Pawlikowski Handrit: Pawel Pawlikowski, byggt á skáldsögu eftir Helen Cross Leikarar: Nathalie Press, Emily Blunt, Paddy Considine, Dean Andrews, Michelle Byrne, Paul Antony-Barber, Lynette Edwards og Kathryn Sumner Upprunaland: Bretland Ár: 2004 Lengd: 86mín. Hlutföll: Sennilega um 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tvær ungar stúlkur, Mona og Tasmin, hittast að sumarlagi og takast með þeim náin kynni. Mona er lágstéttarstúlka sem býr með bróður sínum, faðirinn er fyrir löngu horfinn og móðirin látin. Tasmin er hins vegar yfirstéttarstúlka sem þarf lítið að hafa fyrir lífinu. Þær bralla mikið saman þetta sumar, prófa sig áfram í ástarmálum, prakkarast og njóta lífsins. En ekki er allt sem sýnist. Almennt um myndina: My Summer of Love er önnur kvikmynd pólska leikstjórans Pawels Pawlikowskis í fullri lengd, en áður hafði hann gert kvikmyndina Last Resort (2000). Þeirri mynd var víðast hvar vel tekið og var hún sýnd á fjölda kvikmyndahátíða þar sem leikstjórinn hlaut m.a. BAFTA verðlaun sem besti nýgræðingurinn árið 2001. Nýjasta kvikmynd hans hefur jafnframt fengið góðar viðtökur og honum féllu m.a. í skaut …

Málþing um íranskar kvikmyndir

Málþing um íranskar kvikmyndir var haldið 6. október 2005 í samvinnu Deus ex cinema og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana með því að smella á tenglana hér að neðan. Bjarni Randver Sigurvinsson: Hið mennska í írönskum kvikmyndum (4,5 mb, mp3-skrá) Halldór Hauksson: Undir olífutrjánum eftir Abbas Kiarostami (3,9 mb, mp3-skrá) Teitur Atlason: Keimur af kirsjuberjum eftir Abbas Kiarostami (3,6 mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Stund sakleysis og fyrirgefningar (4,6 mb, mp3-skrá) Gunnar J. Gunnarsson: Í þágu friðar og menntunar. Um kvikmyndir Samiru Makhmalbaf (7 mb, mp3-skrá) Steinunn Lilja Emilsdóttir: Spegillinn eftir Jafar Panahi (2,7 mb, mp3-skrá) Elína Hrund Kristjánsdóttir: Konur í írönskum kvikmyndum (4,7 mb, mp3-skrá)

Adams æbler

Adams æbler

Leikstjórn: Anders Thomas Jensen Handrit: Anders Thomas Jensen Leikarar: Ulrich Thomsen, Mads Mikkelsen, Paprika Steen, Nicolas Bro, Ali Kazim, Lars Ranthe, Tomas Villum Jensen, Ole Thestrup, Gyrd Løfqvist, Nikolaj Lie Kaas og Peter Reichhardt Upprunaland: Danmörk Ár: 2005 Lengd: 94mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði Ivan er óvenju jákvæður prestur sem leggur mikið upp úr því að sinna sínum minnstu bræðrum þar sem hann starfar á landsbyggðinni í Jótlandi. Einn þeirra er ný-nazistinn Adam sem lýkur fangelsisafplánun sinni með 12 vikna samfélagsþjónustu í kirkjunni þar sem Ívan þjónar. Hann fær það verkefni að annast eplatré fyrir utan kirkjuna og baka eplaköku þegar eplin hafi náð fullum þroska en það reynist hægara sagt en gert enda er sem sjálf máttarvöldin reyni að hindra það með öllum ráðum. Almennt um myndina Þrátt fyrir ungan aldur hefur Anders Thomas Jensen gert nokkrar kvikmyndir sem náð hafa töluverðum vinsældum og jafnvel uppskorið viðurkenningar fyrir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Áður hefur hann t.d. leikstýrt myndunum Blinkende lygter (2000) og De grönne slagtere (2003), sem fengu báðar almennt góða dóma. …

Bernska Ívans eftir Tarkovsky

Bernska Ívans

Bernska Ivan ser fyrsta mynd Tarkovskys og er gerð árið 1962. Hún hreppti Gullna ljónið í Feneyjum sama ár. Í kvikmyndinni Bernska Ívans koma fram alveg nýjar aðferðir í myndmáli og stíl. Myndin segir frá 12 ára dreng sem er knúinn áfram af brennandi þörf til að hefna látinna foreldra sinna og gerist njósnari fyrir rússneska herinn í síðari heimstyrjöldinni. Tarkovsky lýsti því sjálfur yfir að hann hefði ekki áhuga á táknum sem slíkum, heldur aðeins myndmálinu, þar sem hann vildi að áhorfendur öðluðust andlega upplifun við að horfa á myndir hans. Notkun drauma var Tarkovsky hugstæð, en draumar í myndum hans endurspegla oft aðra vídd. Bernsku Ívans er lokið þegar móðir hans og systir eru myrtar af nasistum en draumar hans um endurheimt sakleysi mynda andstæðu við óvæginn raunveruleika stríðsins Vænst þykir mér um drauminn þar sem Ivan og systir hans eru í hestvagni fullum af eplum sem hrynja til jarðar. Í ljós koma hestar í flæðamáli, rétt eins og varðhundar Óðins sem gæta hins heimsins. Hestarnir borða eplin, draumnum lýkur og við tekur …

Trúlega Tarkovskí

Dagskrá haldin í samstarfi við Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Bíósýningar í Bæjarbíói og málþing í Hallgrímskirkju. Innlýsingar   Oddný Sen: Bernska Ívans (innlýsing) Gunnlaugur A. Jónsson: Bernska Ívans (innlýsing) Gunnar J. Gunnarsson: Fórnin (innlýsing) Pétur Pétursson: Fórnin (innlýsing) Fyrirlestrar Astrid Söderbergh-Widding: Deus absconditus – á mörkum hins sýnilega og ósýnilega í kvikmyndum Tarkovskís Gunnlaugur A. Jónsson: Nostalgía Tarkovskís í biblíulegu ljósi Pétur Pétursson: Speglanir í kvikmyndum Andrejs Tarkovskís

Fórnin eftir Tarkovsky

Fórnin eftir Andrei Tarkovsky

Andrei Tarkovsky hefur sagt um Fórnina að hún fjalli um sjálfsfórn að kristnum skilningi. Í viðtölum og eigin skrifum um myndina frá þeim tíma sem hún var frumsýnd er hann gagnrýninn á efnis- og framfarahyggju nútímans og bendir á að við getum ekki eingöngu byggt á hinu efnislega, við getum ekki lifað án þess að gefa svigrúm fyrir andlegan þroska okkar, við lifum ekki á brauði einu saman. Kvikmyndin Fórnin hafi sprottið upp úr slíkum hugmyndum. Tarkovsky hefur einnig sagt um Fórnina að hún sé líking, ljóðræn og geti því verið margræð þegar kemur að túlkun. Ég held þó að það megi halda því fram að myndin fjalli meðal annars um spurninguna hvort unnt sé að endurleysa fallna menningu frá því að tortíma sjálfri sér í blindri efnis- og tæknihyggju og trú á framfarir og leiða hana til endurnýjaðs andlegs lífs og trúar. Þar með snýst myndin líka um spurninguna um trú. Í margræðum vef Fórnarinnar eru ótal þræðir. Ég ætla að leyfa mér að draga fram fjóra þeirra sem ég tel mikilvæga, þótt ég geri mér …

Signs

Leikstjórn: M. Night Shyamalan Handrit: M. Night Shyamalan Leikarar: Mel Gibson, Rory Culkin, Abigail Beslin, Joaquin Phoenix, Cherry Jones og M. Night Shyamalan Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 106mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Mel Gibson leikur kaþólskan prest sem verður fyrir miklu áfalli og gengur af trúnni, þegar kona hans deyr í bílslysi. Þeim harmleik er blandað inn í komu geimvera sem virðast ætla að taka yfir heiminn. Myndin sýnir hvernig Graham Hess (Mel Gibson) fær aftur trú á Guð og hvernig fjölskyldan nær að lifa árás geimveranna af. Almennt um myndina: Kvikmyndin Signs hefur vakið upp mjög mismunandi viðbrögð meðal áhorfenda. Sumir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því að þeir bjuggust við mynd sem væri fyrst og fremst um geimverur. En aðrir hafa horft á þessa mynd sem uppgjör manns við trú sína og þá togstreytu sem því fylgir. Áhugamenn um trú og trúartákn hafa heldur betur dottið í lukkupottin því myndin er einmitt um baráttu Graham Hess við sjálfan sig og trúna. Leikstjórinn ShyamalanM. Night Shyamalan er leikstjóri og höfundur …