Turn Here
Leikstjórn: John Lyde Handrit: John Lyde, byggt á sögu eftir Richard A. Dove Leikarar: Adam Abram, Jesse Angeles, Linda Thornton, Jackson Newell, Brent Wursten, Ralph Crabb, Gary Downey og Lorien Lyde Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 7mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Bíl með ungbarni er stolið og tilkynnir þjófurinn lögreglunni nokkru síðar símleiðis hvar hann hafði skilið hann eftir. Tveir ungir lögreglumenn eru umsvifalaust kallaðir á vettvang en finna ekkert og fellur móðirin þá örvæntingarfull á kné og leitar til Guðs í bæn. Skömmu síðar finna lögrelgumennirnir hvernig Guð leiðir þá rétta leið þar sem bíllinn hafði verið skilinn eftir á afviknum stað og reynist barnið þar óhullt. Almennt um myndina: Hér er um að ræða eina af mörgum stuttmyndum bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Johns Lydes, sem jafnan fæst við trúarlíf mormóna í verkum sínum en sjálfur er hann virkur meðlimir í trúarhópi þeirra, Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Í raun er hann einn fjölmargra mormóna sem allt frá byrjun 21. aldarinnar hafa lagt fyrir sig kvikmyndagerð með ágætum árangri, en þar …