Gaav
Leikstjórn: Dariush Mehrjui Handrit: Dariush Mehrjui, byggt á smásögu eftir Gholam-Hossein Saedi Leikarar: Ezzatolah Entezami, Mahmoud Dowlatabadi, Parviz Fanizadeh, Jamshid Mashayekhi, Ali Nassirian, Esmat Safavi, Khosrow Shojazadeh og Jafar Vali Upprunaland: Íran Ár: 1969 Lengd: 100mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Hassan, fátækur íranskur þorpsbúi og smábóndi, elskar kúna sína umfram allt og gætir hennar dag frá degi eins og sjáaldurs augna sinna. Dag einn þarf hann að bregða sér frá til næstu borgar og geymir kúna tjóðraða við básinn á meðan. Þegar þorpsbúar átta sig á síðar um daginn að kýrin er örend, hugsa þeir sér til skelfingar hversu mikið áfall það eigi eftir að verða Hassan. Til að hlífa honum við því bregða þeir á það ráð að fela hræið og ljúga í staðinn því til að kýrin hafi sloppið og jafnvel verið numin burt af þjófaflokki sem herjað hefur á þá um langt skeið. Hassan, sem áttar sig strax á að ekki er allt með felldu í málflutningi þorpsbúanna, bugast smám saman undan óvissunni og tekur að líta á sjálfan …