Month: september 2005

Adams æbler

Adams æbler

Leikstjórn: Anders Thomas Jensen Handrit: Anders Thomas Jensen Leikarar: Ulrich Thomsen, Mads Mikkelsen, Paprika Steen, Nicolas Bro, Ali Kazim, Lars Ranthe, Tomas Villum Jensen, Ole Thestrup, Gyrd Løfqvist, Nikolaj Lie Kaas og Peter Reichhardt Upprunaland: Danmörk Ár: 2005 Lengd: 94mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði Ivan er óvenju jákvæður prestur sem leggur mikið upp úr því að sinna sínum minnstu bræðrum þar sem hann starfar á landsbyggðinni í Jótlandi. Einn þeirra er ný-nazistinn Adam sem lýkur fangelsisafplánun sinni með 12 vikna samfélagsþjónustu í kirkjunni þar sem Ívan þjónar. Hann fær það verkefni að annast eplatré fyrir utan kirkjuna og baka eplaköku þegar eplin hafi náð fullum þroska en það reynist hægara sagt en gert enda er sem sjálf máttarvöldin reyni að hindra það með öllum ráðum. Almennt um myndina Þrátt fyrir ungan aldur hefur Anders Thomas Jensen gert nokkrar kvikmyndir sem náð hafa töluverðum vinsældum og jafnvel uppskorið viðurkenningar fyrir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Áður hefur hann t.d. leikstýrt myndunum Blinkende lygter (2000) og De grönne slagtere (2003), sem fengu báðar almennt góða dóma. …