What Remains of Us
Leikstjórn: Hugo Latulippe og François Prévost Handrit: Hugo Latulippe og François Prévost Leikarar: Kalsang Dolma og Dalai Lama Upprunaland: Kanada Ár: 2004 Lengd: 77mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ung flóttakona frá Tíbet heldur frá Quebec í Kanada aftur til heimalands síns með stuttan boðskap frá Dalai Lama, útlægum trúarleiðtoga tíbetískra búddhista, á myndbandi til landa sinna. Heimildamyndin greinir frá ferð hennar um landið og varpar ljósi á ástandið þar undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Almennt um myndina: Þessi kanadíska heimildamynd vakti mikla athygli á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík haustið 2005 og var uppselt á fyrstu sýningarnar á henni. Annar leikstjóranna var viðstaddur frumsýninguna og svaraði hann nokkrum spurningum að henni lokinni. Myndin var tekin upp í Tíbet án formlegs leyfis frá stjórnvöldum í Kína og því eru allir þeir sem fram koma í henni sjálfkrafa brotlegir við landslög en allt að 15 ára fangelsi getur beðið þeirra ef upp um þá kemst. Af þeim sökum var heilmikil öryggisgæsla við sýningu myndarinnar og engar myndavélar fengu að fara í salinn. Í heimildamyndinni er tekin …