Year: 2006

The Road to Guantanamo

Leikstjórn: Michael Winterbottom með aðstoð Mat Whitecross Leikarar: Riz Ahmed, Farhad Harun, Waqar Siddiqui, Afran Usman, Shahid Iqbal, Sher Khan, Jason Salkey, Jacob Gaffney og Mark Holden Upprunaland: Bretland Ár: 2006 Hlutföll: imdb.com/title/tt0468094/maindetails Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fjórir breskir vinir, sem eru ættaðir frá Pakistan, ferðast til Afganistan. Þar lenda þeir í miðjum stríðsátökum með þeim afleiðingum að einn lætur lífið og hinir þrír eru sendir til Guantánamo fangabúðirnar í tvö ár, grunaðir um að vera hryðjuverkamenn. Almennt um myndina: The Road to Guantanamo hefur vakið mikla athygli og verið lofsömuð af flestum gagnrýnendum. Michael Winterbottom fékk Gullna björninn á Berlínarhátíðinni fyrir leikstjórn og myndin sjálf var jafnframt tilnefnd til sömu verðlauna. Vissulega er The Road to Guantanamo áhrifamikil en ég get ekki sagt að margt í henni hafi komið mér á óvart. Helsti galli hennar sem heimildarmyndar er hins vegar að hún er allt of einhliða. Við fáum aldrei að heyra hlið Bandaríkjanna, ef frá eru talin skot af Bush og Rumsfeld (sjá nánar hér að neðan). Þá virðast drengirnir aldrei vera spurðir …

Jesúbíó 2006

Á föstu 2006 stendur Deus ex cinema ásamt Guðfræðistofnun og Neskirkju fyrir Jesúmyndahátíð undir yfirskriftinni Jesúbíó 2006. Hver kvikmynd er kynnt stuttlega í ljósi kvikmyndafræði og guðfræði. Hér má nálgast upptökur af nokkrum þessara kynninga. Arnfríður Guðmundsdóttir: Guðfræðina í Il vangelo secondo Matteo (9,3mb, mp3-skrá) Oddný Sen: Il vangelo secondo Matteo sem kvikmynd (5,9mb, mp3-skrá) Sigurður Árni Þórðarson: Guðfræðin í Jesus de Montréal (11mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Jesus de Montréal sem kvikmynd (7,3mb, mp3-skrá)

Kirkjuverðlaun og kvikmyndahátíðir

Í fyrri pistli mínum um Gautaborgarhátíðina og kvikmyndaverðlaun sænsku kirkjunnar kynnti ég stuttlega verðlaunin og hátíðina. Í framhaldi af því langar mig til að beina kastljósinu að kirkjulegum kvikmyndaverðlaunum. Á Norðurlöndum hefur sænska kirkjan haft frumkvæði á þessu sviði. Kvikmyndaverðlaun hennar voru fyrst veitt árið 2002. Mér er ekki kunnugt hver átti frumkvæði að þessu, en veit það þó fyrir víst að Gautaborgarstifti, ekki síst fyrir tilstuðlan prestins Mikael Ringlander, hefur lengi verið til fyrirmyndar hvað samræðu kvikmynda og kirkju varðar. Hér á landi hefur rannsóknarhópurinn Deus ex cinema staðið fyrir afar þróttmiklu starfi á sviði guðfræði og kvikmynda frá árinu 2000. Hópurinn var stofnaður 4. júlí á því ári og síðan þá hafa meðlimir hópsins staðið fyrir vikulegum seminörum um guðfræði og kvikmyndir, gefið úr þrjár bækur um þessi mál, fjallað um meira en 400 kvikmyndir á vef hópsins (www.dec.is) og staðið fyrir fjölda málþinga, fyrirlestra og námskeiða. Margir meðlimir Deus ex cinema eru jafnframt virkir í kirkjulegu starfi og víst er að þjóðkirkjan hefur að mörgu leyti verið opin fyrir þessu samtali guðfræði og …

Drömmen eftir Niels Arden Oplev

Kvikmyndirnar, kirkjan og bíóhátíðin í Gautaborg

Himnaríki og helvíti, Guð, þroski, trú og efi eru meðal umfjöllunarefna í myndunum sem keppa um aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg í ár. Myndirnar átta sem keppa um verðlaunin eru: Beowulf & Grendel, leikstjóri Sturla Gunnarsson Wellkåmm to Verona, leikstjóri Suzanne Osten Voksne mennesker, leikstjóri Dagur Kári Om Gud vill, leikstjóri Amir Chamdin Matti – Hell is for Heroes, leikstjóri Aleksi Mäkelä Izzat, leikstjóri Ulrik Imtiaz Rolfsen Drømmen, leikstjóri Niels Arden Oplev (Denmark) A Little Trip to Heaven, leikstjóri Baltasar Kormákur Margir hafa eflaust heyrt af Gautaborgarhátíðinni og þekkja til aðalverðlaunanna þar – þetta er jú ein þekktasta kvikmyndahátíði Norðurlanda. Þau hafa meðal annars komið í skaut íslenskra kvikmynda, til að mynda Nóa Albinóa um árið. Færri vita hinsvegar af því að myndirnar átta keppa einnig um önnur verðlaun, kirkjuleg kvikmyndaverðlaun. Sænska kirkjan veitir nefnilega árlega kvikmyndaverðlaun á Gautaborgarhátíðinni. Um þau verðlaun keppa sömu myndir og eru í aðalkeppninni og þau falla í skaut þeirri mynd sem þykir áhugaverðust sem glíma við trúar- og tilgangsspurningar. Slík mynd þarf ekki að vera lögð upp eða skilgreind sem trúarmynd og trúarstefin þurfa …