Month: ágúst 2007

The Simpsons Movie

Leikstjórn: David Silverman Handrit: Matt Groening, James L. Brooks o.fl. Leikarar: Dan Castellaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Harry Shearer, Hank Azaria Tónlist: Hans Zimmer Framleiðsluland: Bandaríkin Framleiðsluár: 2007 Lengd: 87 Hlutföll: 1.85:1 Tegund: Gamanmynd Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Það eru teikn á lofti í Springfield sem er orðinn að mengaðasta smábæ Bandaríkjanna. Þegar Hómer tæmir úr rotþrónni í stöðuvatnið grípur umhverfisstofnunin EPA í taumana og hylur bæinn með risastórum glerkúpli. Simpsons fjölskyldan sleppur þó út, en þarf að snúa aftur til að bjarga Springfield frá bráðri glötun. Almennt um kvikmyndina: Simpsons fjölskyldan hefur verið fastagestur á mörgum heimilum frá því þættirnir hófu göngu sína árið 1989. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og það mátti því alveg búast við því að fjölskyldan rataði á hvíta tjaldið. Kvikmyndin var frumsýnd í sumar og hún hefur fengið góðar viðtökur. Stíllinn á myndinni kallast á við þættina. Hún geymir líka fjölmargar vísanir í aðrar kvikmyndir, m.a. í Titanic og An Inconvenient Truth. Umfjöllun um trúar- og siðferðisstef: Simpsons-þættirnir eru uppfullir af áhugaverðum trúar- og siðferðisstefjum. …