Leikstjórn: Danny Boyle
Handrit: Alex Garland
Leikarar: Cillian Murphy, Naomie Harris, Megan Burns,Brendan Gleeson, ChristopherEccleston og Alex Palmer
Upprunaland: Holland, Bretland og Bandaríkin
Ár: 2002
Lengd: 112mín.
Hlutföll: sennilega 1.85:1
Einkunn: 2
Ágrip af söguþræði:
Vísindamenn í Bretlandi gera tilraunir á öpum með því aðsmita þá af veirusem dregur fram verstu kenndir þeirra − eða eins og einn þeirraorðar það ímyndinni: „Þeir eru smitaðir af ofsabræði.“ Dýraverndunarsinnar sleppahins vegaröpunum út og smitast bræðin manna á milli eins og eldur í sinu. Veiransmitast meðblóði og verða hinir sýktu morðóðir á aðeins nokkrum sekúndum.
Að 28 dögum liðnum eru aðeins örfáir menn enn ósýktir, þar með talinn Jimsem hefurverið í dái allan tímann. Þegar hann rankar við sér ráfar hann einn umauðar göturborgarinnar og stelur peningum og mat sem liggja eins og hráviður út umallt. En Jimer ekki eins lánsamur og Palli „sem var einn í heiminum“, því að upplifunhansreynist ekki draumur heldur ósvikið helvíti.
Almennt um myndina:
Kvikmyndagerðarmaðurinn Danny Boyle byrjaði semsjónvarpsmyndaleikstjórien vakti ekki athygli fyrr en með fyrstu bíómyndinni sinni, Shallow Grave(1994).Hann varð síðan frægur um allan heim fyrir næstu mynd sína, Trainspotting(1996),en hann hefur ekki enn náð að fylgja gæðum hennar eftir. Í kjölfarið komumyndireins og A Life Less Ordinary (1997) og The Beach (2000), sem reyndust allarmistækar. 28 Days Later er nýjasta mynd hans.
Eins og í The Beach reynir Danny Boyle aðeins of mikið að vera samtímisdjúpur ogofursvalur. Afraksturinn er því stefnulaus, ófrumleg og tilgerðaleg mynd íandafjölmargra zombíumynda. Reyndar skal það viðurkennt að myndin byrjaði velen þegar áleið fór hún hins vegar stórum versnandi. Um miðbik myndarinnar, þegar Jim ogvinahópur hans koma til herstöðvarinnar, tekur myndin sögulega dýfu ístefnuleysi ogekki batnar handritið í lokin. Með öðrum orðum hefðukvikmyndagerðarmennirnir máttvelta betur fyrir sér hverju þeir vildu ná fram fremur en hvað myndi verasvalt átjaldinu.
En þetta er samt ekki það versta við myndina. Hún er tekin á stafræna vél,sem værisvo sem í lagi ef hún kæmi ekki svona illa út. Ekki veit ég hvað fórúrskeiðis en éghef oft séð betri myndgæði í íslenskum stuttmyndum en í þessari mynd, svostórkornótt var myndin og litirnir afleitir.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Hér er um hefðbundna heimsslitamynd að ræða af samameiði ogzombíumyndirnar. Ógurleg plága ógnar allri tilverunni þannig að jafnvelnánustuvinir manns geta orðið lífshættulegir. Áhersla er lögð á heimsslitastefiðmeð þvíað sýna veggskrift í kirkju: „Endirinn er alveg andskoti nálægur.“ Kirkjaþessi erreyndar full af sýktu fólki sem reyna að drepa aðalsöguhetjuna og ferpresturinnþar fremstur í flokki.
Eins og ávallt í svona myndum ber að forðast myrka staði og er hættanalltaf mest ánóttunni. Andstæða ljóss og myrkurs sem tákn fyrir hið góða og illa ersígilt. Krákakemur einnig fyrir í myndinni og að vanda boðar hún illt.
Kirkjusálmar gegna einnig veigamiklu hlutverki í myndinni og er t.d. lagiðAve Maríasungið þegar hver hörmungin er sýnd á fætur annarri. Þá er hinn frægisálmur AbideWith Me sunginn og jólalag leikið. Allt á þetta auðvitað að vera voðalegadjúpt ogáhrifaríkt en er í raun aðeins tilgerðalegt.
Það versta við myndina er hins vegar boðskapur hennar − eða kannskiölluheldur skortur á boðskap. Hún byrjar reyndar vel. Ofbeldið er tengtvísindunum oggefið í skyn að ofbeldið eigi uppruna sinn í þekkingarleitinni, sbr.skilningstrégóðs og ills í sögunni af Adam og Evu. Þá er einnig bent á það að morðhafi alltaffylgt mannkyninu og því sé ástandið eftir pláguna lítið breytt frá því semáður var.Myndin virðist því framan af vera ádeila á ofbeldi almennt.
Þegar líður á myndina er þeirri spurningu velt upp hvort það samfélag semhafi þaðlögmál að leiðarljósi að aðeins þeir hæfustu komist af geti þrifist. Alltlofaðiþetta góðu og virtist boðskapurinn kristallast í samstöðu ofareiginhagsmunum.
En svo fer eitthvað úrskeiðis um miðbik myndarinnar því að þá er eins ogallt þettagleymist og áður en við vitum er hátterni aðalpersónanna orðið næstasvipað hátternihinna sýktu án þess þó að þeir hafi náð að smita þær. Það má vera aðboðskapurmyndarinnar hafi átt að vera sá að það sé í raun enginn munur á hinumsýktu ogheilbrigðu. Ef það var tilgangurinn þá komst sá boðskapur tæpast til skilaþví aðekkert var unnið með það frekar í lok myndarinnar.
Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 3
Persónur úr trúarritum: Jesús Kristur
Guðfræðistef: hjálpræði, heimsslit
Siðfræðistef: ofbeldi, morð, óeirðir, tilraunir á dýrum,bræði
Trúarbrögð: kristindómur
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja, helvíti
Trúarleg tákn: myrkur, ljós, kross, kráka, róðukross,talnaband, jólaljós
Trúarleg embætti: prestur