Leikstjórn: Damiano Damiani og Sergio Leone
Handrit: Damiano Damiani, Ernesto Gastaldi og Fulvio Morsella
Leikarar: Terence Hill, Robert Charlebois, Miou-Miou, Partrick McGoohan, Klaus Kinski, Raimund Harmstorf, Rik Battaglia, Mario Brega, Frederick Ledebur, Jean Martin, Piero Vida, Mario Valgoi og Miriam Mahler
Upprunaland: Ítalía, Frakkland og Þýzkaland
Ár: 1975
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0073036
Einkunn: 1
Ágrip af söguþræði:
Spilltur riddaraliðsforingi er dreginn á asnaeyrunum af nokkrumsvikahröppum í villta vestrinu.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Á áttunda áratugnum voru flestir spaghettí-vestrarnir orðnir aðgamanmyndum og er A Genius, Two Partners and a Dupe (eða Un genio, duecompari, un pollo eins og hann nefnist á ítölsku) þar engin undantekning.Sem fyrr einkennist húmorinn alltof mikið af ófyndnum aulabröndurum ogærslafengnum ofleik, sem aðeins Klaus Kinski tekst að skila frá sérstórslysalaust í þessu tilfelli. Þrátt fyrir að sjálfur konungurspaghettí-vestranna, Sergio Leone, hafi staðið að baki framleiðslunnar ogjafnvel leikstýrt einu atriði myndarinnar, telst hún að mestu misheppnuð.Meira að segja Ennio Morricone er fjarri sínu besta, en tónlist hans hefurjafnan verið eitt helsta aðalsmerki spaghettí-vestranna. Sjálfur sagðiLeone síðar, að það hefði verið mistök að ráða Damiano Damiani til aðleikstýra þessari gamanmynd, því að enda þótt hann hefði gert ýmsar góðarspennumyndir, væri maðurinn svo til alveg húmorslaus. Reyndar var vestrinnaldrei settur á markað í upphaflegri útgáfu sinni því að brotist var inn áskrifstofu kvikmyndaversins og filmunni stolið um leið og frá henni hafðiverið gengið. Framleiðendurnir neituðu að borga svimandi hátt lausnargjaldþjófsins og brugðu á það ráð í staðinn að klippa myndina upp á nýtt úrýmsum viðbótartökum, enda hafði Leone krafist þess af leikstjóranum að samaatriðið yrði tekið upp að minnsta kosti tvisvar í mismunandi útgáfum.
Allmargar trúarlegar vísanir koma fram í myndinni, einkum þó frákynþáttahatara sem snemma er drepinn af Indíánaflokki á sveitabæ sínum ogrómversk-kaþólskum presti sem eltir tvær af aðalsögupersónunum á röndumeftir rán á helgum kirkjumunum. Kynþáttahatarinn mælir t.d. með því að tólfIndíánar verði teknir af lífi á hverju ári til minningar um postulana tólfog presturinn heldur ræðu á vændishúsi um afturhvarf Páls postula ogfögnuðinn sem verður á himninum yfir hverjum týndum syni er snýr aftur.
Þess má að lokum geta, að aðalskúrkur myndarinnar, siðspilltiriddaraliðsforinginn Cabot major, geymir íslenska fánann í fullri stærð áskrifstofunni sinni, nokkrum áratugum fyrir tilkomu hans. Þessi eindregnistuðningur við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar ætti að geta glatt okkurÍslendinga.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, 3M 24:20, Lk 15: 7, 32, P 9:3-19, Hb 11:9
Persónur úr trúarritum: Móse, Jesús Kristur, postularnir tólf, Páll postuli
Guðfræðistef: fyrirheitna landið, himnaríki, helvíti, refsing Guðs, náð
Siðfræðistef: manndráp, svik, kynþáttahatur
Trúarbrögð: kristindómur, rómversk-kaþólska kirkjan
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: kirkja
Trúarleg tákn: altarisbikar, kross
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, signing, sálmasöngur, þakkargjörð