Leikstjórn: Werner Herzog
Handrit: Werner Herzog
Leikarar: Klaus Kinski, Alejandro Repulles, Cecilia Rivera, Helena Rojo og Edward Roland
Upprunaland: Þýskaland, Mexíkó, Perú
Ár: 1972
Lengd: 93mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0068182
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Spænskur her leitar gullborgarinnar El Dorado og er leitarflokkur sendur á undan til að kanna umhverfið. Herforinginn Aquirre, einn leitarmanna, fremur valdarán og meinar leitarmönnum að snúa aftur til herflokksins. Leitarmennirnir eru síðan neyddir til að kjósa sér nýjan leiðtoga og halda einir leitinni áram.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Tvö trúarstef eru fyrirferðamikil í þessari mynd. Annars vegar hörmulegar afleiðingar drambs og hroka en það má líta á ferð leitarflokksins niður ánna sem táknræna dómsdagsleið hins hrokafulla manns. Hins vegar er það reiði Guðs. Aquirre segist sjálfur vera reiði Guðs og munkurinn sem fylgir Aquirre í ferðina (vegna þess að Kirkjan fylgir alltaf hinum sterka) vitnar í Sálm 90:5-6, en hann fjallar fyrst og fremst um reiði Guðs og stuttan líftíma mannsins (íslenski þjóðsöngurinn er ortur út frá þessum sálmi). Eins og sálmurinn lýsir myndin fólki sem dregst dýpra inn í myrkur syndarinnar. Daglega upplifa þau þrengingar og dauða, rétt eins og reiði Guðs hvíli á þeim.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, Sl. 90:5-6
Hliðstæður við texta trúarrits: Mt 17:20, Mt 21:21, Lk 17:6
Persónur úr trúarritum: Jesús Kristur, María mey
Guðfræðistef: blessun, bölvun, dramb, hroki, Reiði Guðs, sköpun, örlög
Siðfræðistef: Kynþáttafordómar, mannát, sifjaspell, þrælahald
Trúarbrögð: Rómverska kaþólska kirkjan
Trúarleg tákn: bænaband,kross
Trúarlegt atferli og siðir: jarðaför, trúboð