Kvikmyndir

All the Way, Boys!

Leikstjórn: Giuseppe Colizzi
Handrit: Giuseppe Colizzi, Barbara Alberti og Amedeo Pagani
Leikarar: Terence Hill, Bud Spencer, Reinhard Kolldehoff (undir nafninu René Kolldehoff), Cyril Cusack, Carlos Muñoz, Riccardo Pizzuti, Marcello Verziera, Sergio Bruzzichini, Alexander Allerson, Ferdinando Murolo, Michel Antoine
Upprunaland: Ítalía
Ár: 1972
Hlutföll: www.imdb.com/Details?0069095

Ágrip af söguþræði:
Áflogaseggirnir Salud og Plata eru atvinnuflugmenn einhvers staðar í Suður-Ameríku, sem fljúga hvaða flugvél sem er hvenær sem er. Þegar þeir síðan nauðlenda einni flugvélinni úti í óbyggðum, kynnast þeir ýmsum demantaleitarmönnum og óheiðarlegum kaupmönnum.

Almennt um myndina:
Leiðinleg gamanmynd þar sem húmorinn einkennist að mestu af hnefahöggum.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Í kvikmyndinni er lítillega vitnað í Mt 7:7 þar sem segir „leitið og þér munuð finna“. Sömuleiðis kemur bæn við sögu og aðeins er minnst á almætti Guðs.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Mt 7:7
Guðfræðistef: almætti Guðs
Siðfræðistef: ofbeldi
Trúarleg tákn: kross
Trúarlegt atferli og siðir: bæn