Leikstjórn: Haukur Már Helgason
Handrit: Haukur Már Helgason
Leikarar: (Vantar upplýsingar)
Upprunaland: Ísland
Ár: 2004
Lengd: 12mín.
Hlutföll: Sennilega 1.33:1
Einkunn: 1
Ágrip af söguþræði:
Fáeinir heimspekingar ræna forsætisráðherra landsins og halda konunni með nauðung í litlum árabáti þangað til hún kemur heiðarlega fram og svarar heimspekilegum spurningum þeirra um m.a. réttmæti þess að fara í stríð við Færeyjar.
Almennt um myndina:
Tæknilega verst unna myndin af þeim stuttmyndum sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs (hljóðið alveg handónýtt en það gæti hafa verið tæknimistök við sýningu) og ekki er sagan betri. Í fáum orðum sagt, slöpp mynd og illa unnin. Leikstjórinn hefur gert mun betri stuttmynd áður, Þ.e. Í fremstu víglínu.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Tilgangurinn með stuttmyndinni er sennilega ádeila á stuðning íslenskra stjórnvalda við innrás Bandaríkjanna í Írak og hernámi landsins. Hversu vel sú ádeila kemst til skila er hins vegar annað mál.