Author: Anna Bentína Hermannsen

The Lord of the Rings: The Return of the King

Leikstjórn: Peter Jackson Handrit: Fran Walsh, Phillippa Boyen og Peter Jackson, byggt á skáldsögu eftir J.R.R. Tolkien Leikarar: Elijah Wood, Sean Astin, Orlando Bloom, Viggo Mortensen, Ian McKellen, Andy Serkis, Billy Boyd, Dominic Monaghan, John Noble, Mirando Otto, David Weham, Bruce Hopkins, Bernhard Hill, Liv Tyler, Hugo Weaving, Cate Blanchett, John Rhys Davies og Karl Urban Upprunaland: Nýja Sjáland og Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 192mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Lokaorrustan um Miðgarð er hafin. Fróði og Sómi, undir leiðsögn Gollris, halda áfram hættulegri ferð sinni í átt að eldum Dómsdyngju til að tortíma hringnum eina. Aragorn berst við að uppfylla arfleið sína er hann leiðir örmagna her sinn gegn vaxandi mætti Sargons Myrkradróttins til þess að hringberinn geti lokið för sinni. Almennt um myndina: Þegar fyrsta bindi Hringadróttinssögu kom út árið 1954 fögnuðu lesendur þessu tímamótaverki. Bækur Tolkiens áttu eftir að fara sigurför um heiminn og því ekki að undra að þríleikur Peters Jackson feti í sömu fótspor. Það er ljóst að Peter Jakson hefur unnið afrek í að koma til áhorfenda …