Author: Arnfríður Guðmundsdóttir

Leikarinn Max von Sydow í hlutverki Jesú í The Greatest Story Ever Told

Jesús og Kristur á hvíta tjaldinu

Jesús Kristur hefur verið vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum frá árdögum kvikmyndanna. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um líf hans og starf. Þá hafa skírskotanir til sögu hans verið algengar og svokallaðir kristsgervingar hafa tíðum leikið stór hlutverk á hvíta tjaldinu. Í þessum myndum má greina margvísleg áhrif úr samtímanum, sem hafa haft mótandi áhrif á ýmsa þætti, meðal annars á þá mynd sem dregin er upp af persónu og starfi Jesú Krists. Píslarleikir gegndu um aldir mikilvægu hlutverki í trúarlífi almennings í Evrópu og breiddust með tímanum út um hinn kristna heim. Elsta Jesú-myndin, sem er frá lokum nítjándu aldar, var tileinkuð þekktasta píslarleik Evrópu, píslarleiknum í Oberammergau í Suður-Þýskalandi, en hann er ennþá settur á svið þar á tíu ára fresti. Í píslarleikjahefðinni fundu leikstjórar og framleiðendur kvikmynda um píslarsögu Krists fyrirmyndir að verkum sínum. Þetta er til dæmis sýnilegt í kvikmynd Mel Gibson um Píslarsögu Krists sem hefur mjög ákveðna skírskotun til elstu Jesú-myndanna. Af öðrum heimi Elstu kvikmyndirnar um ævi og starf Jesú Krists eru jafn gamlar og kvikmyndin sjálf. Fyrstu myndinar, …

Konur í kristshlutverkum í kvikmyndum

Inngangur Túlkun vitnisburðar Nýja testamentisins um Jesú Krist hefur ekki svo sjaldan verið til umfjöllunar á hvíta tjaldinu. Auk hefðbundinna mynda um ævi og starf Krists, hafa persónur með sterka tilvísun til orða hans og athafna verið vinsælt viðfangsefni í kvikmyndum. Slíkar persónur hafa stundum verið kallaðar kristsgervingar. Hér er ætlunin að fjalla um kvenpersónur sem af mörgum hafa verið flokkaðar sem kristsgervingar og þær skoðaðar út frá forsendum kristsfræði og femínisma. Kven-kristsgervingar vekja upp margar spennandi guðfræðilegar spurningar um merkingu karlmennsku Krists, sem og túlkun holdtekjunnar á okkar tímum. Ég hef valið að fjalla sérstaklega um tvær kvenpersónur í nýlegum myndum: Bess í Breaking the Waves frá 1996 og Systur Helen í Dead Man Walking frá 1995. Báðar hafa þær tíðum verið flokkaðar sem kristsgervingar. Á grundvelli umfjöllunarinnar um sögur þessara tveggja kvenna, verður spurt um eðli og eiginleika kven-kristsgervinga í kvikmyndum, út frá guðfræðilegum og femínískum forsendum. Þegar ólíkar túlkanir á persónu og hlutverki Jesú Krists eru skoðaðar og metnar vaknar spurningin um viðmið, eða norm. Á síðustu áratugum hefur komið fram hörð gagnrýni kvenna á einokun karla á mótun kristinnar hefðar og …