Author: Ásgrímur Sverrisson

Man of Aran

Leikstjórn: Robert J. Flaherty Handrit: Robert J. Flaherty Leikarar: Colman ‘Tiger’ King, Maggie Dirrane, Michael Dillane, Pat Mullin, Patch ‘Red Beard’ Ruadh, Patcheen Faherty, Tommy O’Rourke, Stephen Dirrane og Pat McDonough Upprunaland: Bretland Ár: 1934 Lengd: 73mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þessi víðfræga og íkoníska heimildarmynd Bandaríkjamannsins Robert J. Flaherty er tekin upp á eyjunni Inishmore, sem er hluti af Aran-eyjum undan vesturströnd Írlands. Myndin lýsir harðri lífsbaráttu eyjaskeggja sem á hverjum degi slást við náttúruöfl lands og láðs til að komast af á þessari harðbýlu eyju. Almennt um myndina: Flaherty sagði einhverntíma að kvikmyndagerð væri útilokun hins ónauðsynlega. Þessi ummæli er vert að hafa í huga þegar verk hans eru vegin og metin. Hann hefur verið kallaður faðir heimildarmyndarinnar og vissulega var hann einna fyrstur til að byggja myndir sínar á raunverulegu fólki. En upphafsmaður heimildarmyndarinnar í nútímaskilningi er Skotinn John Grierson sem lagði mesta áherslu á hið félagslega og menntunarlega hlutverk slíkra mynda. Myndir Flahertys snúast hinsvegar um manninn í sköpunarverkinu og eru oftast einhverskonar hylling á viðfangsefninu. Áherslur Flahertys …