Guðspjallahefðir frumkristninnar, andgyðinglegar skoðanir og „anti-semítismi“
Allir sem kunnugir eru sögu kristins „anti-semítisma“ geta auðveldlega fengið sig fullsadda á því að lesa ýmsar umsagnir úr guðspjallahefðum frumkristni um gyðinga, sér í lagi í Matteusar- og Jóhannesarguðspjöllum. Þetta á til dæmis við um hina afgerandi fordæmingu á faríseum sem hræsnara og hugmyndina um eyðingu musterisins sem dæmi um refsingu Guðs og meinta ábyrgð gyðinga á krossdauða Jesú.[1] Þótt slíkur efniviður hafi án alls vafa kynt undir andúð margra kristinna manna í gegnum aldirnar á gyðingum og þá kannski sér í lagi vegna meintrar þátttöku þeirra í atburðarásinni er leiddi til krossfestingar Jesú ber að leggja áherslu á það sem fyrir löngu er orðin viðtekin skoðun meðal flestra vestrænna nýjatestamentisfræðinga, nefnilega, að umsagnir sem þessar eru misvísandi og geta engan veginn réttlætt síðari notkun textanna. Í þessu samhengi ber að gera greinarmun á antí-semítisma og andgyðinglegum viðhorfum eða gagnrýnum viðhorfum til ákveðinna trúarhópa gyðinga. Ljóst er að neikvæðar staðalmyndir guðspjallanna hafa ýtt undir bæði andgyðingleg viðhorf og seinni tíma anti-semítisma. Nokkur atriði ber að nefna í þessu samhengi. Vissulega birta elstu rit frumkristni …