Author: Guðlaug Helga Guðmundsdóttir

Todo sobre mi madre

Leikstjórn: Pedro Almodóvar Handrit: Pedro Almodóvar Leikarar: Cecilia Roth, Marisa Paredes, Penélope Cruz, Candela Pene og Antonia San Juan Upprunaland: Spánn og Frakkland Ár: 1999 Lengd: 101mín. Hlutföll: 2.35 :1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Todo sobre mi madre fjallar um einstæða móður að nafni Manuela sem missir einkason sinn, Esteban, á unglingsaldri. Æðsta ósk Estebans var að fá að kynnast pabba sínum sem Manuela yfirgaf áður en hann fæddist. Í kjölfar dauða hans yfirgefur Manuela Madríd og leggur í ferðalag til Barcelona til að finna Lolu, barnsföður sinn. Á ferðalagi hennar fáum við að kynnast bæði gömlum og nýjum vinum Manuelu sem allir tengjast lífi hennar á örlagaríkan hátt. Almennt um myndina: Kvikmyndin lætur varla nokkurn ónortin. Litríkar persónur og óvenjulegur söguþráður gera hana einstaka. Örlög persónanna fléttast saman á ótrúlegan hátt og ekki er hægt að segja fyrirfram hvernig myndin endar. Höfundur tónlistarinnar er Alberto Iglesia og tekst honum mjög vel til. Í dramatískustu atriðunum notar hann harmonikku sem kemur mjög vel út. Kvikmyndatakan er góð. Dæmi um áhrifaríka töku er þegar …