The Simpsons: Homer the Heretic
Leikstjórn: Jim Reardon Handrit: George Meyer Leikarar: Dan Casteslaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Hank Azaria og Harry Shearer Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1992 Lengd: 20mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kaldan vetrarmorgun á sunnudegi neitar Hómer Simpson að fara með fjölskyldu sinni til kirkju. Hann skemmtir sér konunglega á meðan fjölskyldan er við það að frjósa í rafmagnslausri kirkjunni. Hómeri hefur sjaldan liðið betur og ályktar að best sé að hann fari aldrei aftur til kirkju. Hómer sannfærist ennfrekar þegar hann dreymir að Guð birtist honum í draumi og samþykji að hann iðki trú á sína eigin vegu. Marge eiginkona Hómers er miður sín yfir þessu og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að Hómer haldi áfram að iðka kirkjusamfélagið. Þegar Hómer lendir í eldsvoða á heimili sínu og Ned Flanders og fleiri félagar bjarga honum frá dauða snýr Hómer aftur í kirkjuna. Almennt um myndina: Simpson-fjölskyldan er ein vinsælasta þáttaröðin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum, þátturinn sem hóf göngu sína 1989, nýtur mikilla vinsælda og er ennþá í …