Author: Guðni Már Harðarson

The Simpsons: Homer the Heretic

Leikstjórn: Jim Reardon Handrit: George Meyer Leikarar: Dan Casteslaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Hank Azaria og Harry Shearer Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1992 Lengd: 20mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kaldan vetrarmorgun á sunnudegi neitar Hómer Simpson að fara með fjölskyldu sinni til kirkju. Hann skemmtir sér konunglega á meðan fjölskyldan er við það að frjósa í rafmagnslausri kirkjunni. Hómeri hefur sjaldan liðið betur og ályktar að best sé að hann fari aldrei aftur til kirkju. Hómer sannfærist ennfrekar þegar hann dreymir að Guð birtist honum í draumi og samþykji að hann iðki trú á sína eigin vegu. Marge eiginkona Hómers er miður sín yfir þessu og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að Hómer haldi áfram að iðka kirkjusamfélagið. Þegar Hómer lendir í eldsvoða á heimili sínu og Ned Flanders og fleiri félagar bjarga honum frá dauða snýr Hómer aftur í kirkjuna. Almennt um myndina: Simpson-fjölskyldan er ein vinsælasta þáttaröðin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum, þátturinn sem hóf göngu sína 1989, nýtur mikilla vinsælda og er ennþá í …

One Flew Over the Cuckoo’s Nest

Leikstjórn: Milos Forman Handrit: Goldman og Lawrence Hauben, byggt á bók eftir Ken Kesey Leikarar: Jack Nicholson, Louise Fletcher, William Redfield, Michael Berryman, Peter Brocco, Dean R. Brooks, Alonzo Brown, Scatman Crothers, Mwako Cumbuka, Danny DeVito, Sydney Lassick og Christopher Lloyd Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1975 Lengd: 128mín. Hlutföll: 1,85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Í myndinni er fjallað um vist Randalf Patrick McMurphy á geðsjúkrahúsi eftir að hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar. Á sjúkrahúsinu ríkir járnagi sem McMurphy reynir að vinna gegn og færa þannig líf vistmanna til betri vegar. Almennt um myndina: One flew Over the Cuckoo´s Nest eða Gaukshreiðrið er byggð á samnefndri bók Kesey Keller sem kom út 1962. Bókin lagðist almennt vel í bókmenntagagnrýnendur og seldist vel. Myndin sem kom út árið 1975 sló rækilega í gegn og flokkast án vafa sem ein af perlum kvikmyndasögunnar. Það virðist skipta litlu til hvaða þátta myndarinnar er litið alls staðar hefur lukkast vel til. Verðlauna og viðurkenningalisti myndarinnar rökstyður þetta vel. Á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1975 varð myndin sú fyrsta síðan 1934 (It …