Author: Gunnar J. Gunnarsson

Sib

Leikstjórn: Samira Makhmalbaf Handrit: Mohsen Makhmalbaf og Samira Makhmalbaf Leikarar: Massoumeh Naderi, Zahra Naderi, Ghorban Ali Naderi, Azizeh Mohamadi og Zahra Saghrisaz Upprunaland: Íran og Frakkland Ár: 1998 Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sib (Eplið) byggir á lífi raunverulegrar íranskrar fjölskyldu, Naderi-fjölskyldunnar. Myndin segir frá tveimur tólf ára systrum í Teheran sem hafa verið lokaðar inni á heimili sínu frá fæðingu. Fjölskyldan saman stendur af systrunum Zahra og Massoumeh, öldruðum föður þeirra og blindri móður. Foreldrarnir halda því fram að þeir hafi lokað þær inni til þess að vernda þær en nágrannar fjölskyldunnar láta félagsmálayfirvöld vita sem leitast við að koma til hjálpar. Fjölmiðlar segja jafnframt frá málinu og lýsa föður stúlknanna eins og fangaverði sem hafi hlekkjað þær fastar og geymt þær eins og dýr í búri. Myndin lýsir því síðan hvernig fulltrúi félagsþjónustunnar reynir að fá foreldrana til að hleypa stúlkunum út þannig að þær geti lifað venjulegu lífi, gengið í skóla og eignast leikfélaga. Áhorfendur fá svo að sjá hvernig fjölskyldan bregst við nýjum aðstæðum og frelsi stúlknanna. Almennt um …

Fórnin eftir Tarkovsky

Fórnin eftir Andrei Tarkovsky

Andrei Tarkovsky hefur sagt um Fórnina að hún fjalli um sjálfsfórn að kristnum skilningi. Í viðtölum og eigin skrifum um myndina frá þeim tíma sem hún var frumsýnd er hann gagnrýninn á efnis- og framfarahyggju nútímans og bendir á að við getum ekki eingöngu byggt á hinu efnislega, við getum ekki lifað án þess að gefa svigrúm fyrir andlegan þroska okkar, við lifum ekki á brauði einu saman. Kvikmyndin Fórnin hafi sprottið upp úr slíkum hugmyndum. Tarkovsky hefur einnig sagt um Fórnina að hún sé líking, ljóðræn og geti því verið margræð þegar kemur að túlkun. Ég held þó að það megi halda því fram að myndin fjalli meðal annars um spurninguna hvort unnt sé að endurleysa fallna menningu frá því að tortíma sjálfri sér í blindri efnis- og tæknihyggju og trú á framfarir og leiða hana til endurnýjaðs andlegs lífs og trúar. Þar með snýst myndin líka um spurninguna um trú. Í margræðum vef Fórnarinnar eru ótal þræðir. Ég ætla að leyfa mér að draga fram fjóra þeirra sem ég tel mikilvæga, þótt ég geri mér …

Takhté siah

Leikstjórn: Samira Makhmalbaf Handrit: Mohsen Makhmalbaf og Samira Makhmalbaf Leikarar: Said Mohamadi, Behnaz Jafari, Bahman Ghobadi, Mohamad Karim Rahmati, Rafat Moradi, Mayas Rostami, Saman Akbari, Ahmad Bahrami, Mohamad Moradi, Karim Moradi, Hassan Mohamadi, Rasool Mohamadi og Somaye Veisee Upprunaland: Íran, Ítalía og Japan Ár: 2000 Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Takhté siah (Krítartöflur) hefst á því að hópur farandkennara er á ferð um fjallahéruðin í Kúrdistan á landamærum Íran og Íraks í von um að fá lífsviðurværi fyrir að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna. Myndin fylgir síðan tveimur þeirra. Annar þeirra verður á vegi hóps af drengjum sem vinna sem burðardýr við að smygla varningi yfir landamærin til Íraks. Hinn slæst í för með öldruðum kúrdískum flóttamönnum sem eru á leið heim til „fyrirheitna landsins“ til að deyja þar, þ.e. gamla heimabæjarins, Halabcheh, sem þeir höfðu flúið eftir efnavopnaárás Íraka. Þetta er erfið hættuför fyrir báða hópana og á landamærum Íran og Íraks bíða vopnaðir hermenn. Verkefni farandkennaranna virðist afkáranlegt og tilgangslítið í aðstæðum þar sem mestu máli skiptir að geta …

Dead Poets Society

Leikstjórn: Peter Weir Handrit: Tom Schulman Leikarar: Robin Williams, Robert Sean Leonard, Ethan Hawke, Josh Charles, Gale Hansen, Dylan Kussman, Allelon Ruggiero, James Waterston, Norman Lloyd, Kurtwood Smith, Carla Belver, Leon Pownall, George Martin, Joe Aufiery og Matt Carey Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1989 Lengd: 128mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Dead Poets Society frá árinu 1989 vakti töluverða athygli á sínum tíma. Í aðalhlutverki er Robin Williams, en hann leikur John Keating sem ræður sig sem kennara í enskum bókmenntum við einkaskóla fyrir pilta í Nýja Englandi. Hann notar óhefðbundnar kennsluaðferðir sem koma eins og ferskur vindur inn í skóla sem er í ánauð tilbreytingarleysis, heraga og utanbókarlærdóms. Einkunnarorð skólans eru: Hefð ­ heiður ­ agi ­ afburðir, og skólastjórinn þakkar það reglufestu að skólinn hafi náð góðum árangri. Keating leggur áherslu á að nemendur hans læri að hugsa sjálfstætt og fylgi sannfæringu sinni og gefur þeim gott fordæmi með því að láta þá rífa kafla úr námsbókinni þar sem lýst er „geldri“ aðferð við túlkun skáldskapar. Hann fær þá til að …

Central do Brasil (Central Station)

Leikstjórn: Walter Salles Handrit: Marcos Bernstein og João Emanuel Carneiro eftir hugmynd Walters Salles. Leikarar: Fernanda Montenegro, Marília Pêra, Vinícius de Oliveira, Soia Lira, Othon Bastos, Otávio Augusto, Stela Freitas, Matheus Nachtergaele, Caio Junqueira. Upprunaland: Brasilía, Frakkland Ár: 1998 Lengd: 113mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin segir frá Dóru, fyrrum kennara, sem drýgir ellilífeyrinn með því að skrifa bréf fyrir fólk sem á leið um aðaljárnbrautarstöðina í Rio de Janeiro. Meðal viðskiptavina hennar er ung kona, Anna, með son sinn Jósef (Josué), sem biður hana að skrifa bréf fyrir sig til föður drengsins sem heitir Jesús. Svo virðist sem Anna hafi lítinn áhuga á Jesú og hann hafi komið illa fram við hana en að drenginn langi að hitta föður sinn. Í lok hvers dags á járnbrautarstöðinni safnar Dóra bréfunum, sem hún hefur skrifað, saman og fer yfir þau, ásamt vinkonu sinni Irene. Í sameiningu ákveða þær hvaða bréf skulu fara í póst, hverjum hent og hver geymd til frekari skoðunar síðar. Bréf Önnu lendir í síðasta flokknum og Dóra stingur því …

The Legend of 1900

Leikstjórn: Giuseppe Tornatore Handrit: Alessandro Baricco Leikarar: Tim Roth, Pruitt Taylor Vince, Clarence Williams III, Bill Nunn, Mélanie Thierry, Easton Gage, Cory Buck, Peter Vaughan, Niall O´Brien, Alberto Vasquez, Gabriele Lavia, Vernom Nurse, Harry Ditson, Norkio Aida og Norman Chancer Upprunaland: Ítalía Ár: 1998 Hlutföll: www.imdb.com/Title?0120731 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Trompetleikari kemur inn í verslun ensks veðmangara skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina og hyggst selja trompetinn sinn. Veðmangarinn kannast við laglínu sem hann leikur á trompetinn í kveðjuskyni því hann átti það á upptöku á vaxplötu með óþekktum píanóleikara. Trompetleikarinn getur sagt honum sögu píanóleikarans því þeir höfðu kynnst um borð í millilandaskipinu Virginíu sem sigldi milli Englands og Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Píanóleikarinn hafði verið skilinn eftir nýfæddur um borð í skipinu og tekinn í fóstur af einum af kyndurum þess. Honum var gefið nafnið Danny Boodman T.D. Lemons 1900 en var almennt kallaður 1900 í höfuðið á árinu sem hann fæddist. Hann elst síðan upp um borð í skipinu og þegar fram líða stundir kemur í ljós að hann er undrabarn …

Yi ge dou bu neng shao (Not One Less)

Leikstjórn: Zhang Yimou Handrit: Xiangshen Shi Leikarar: Minzhi Wei, Huike Zhang, Zhenda Tian, Enman Gao, Zhimei Sun, Yuying Feng, Fanfan Li, Zhang Yichang, Xu Zhanqing, Hanzhi Liu, Ma Guolin, Wu Wanlu, Liu Ru, Wang Shulan og Fu Xinmin Upprunaland: Kína Ár: 1999 Hlutföll: www.imdb.com/Title?0209189 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ung stúlka er ráðin til að vera forfallakennari í kínverskum sveitaskóla vegna þess að kennarinn þurfti að fara burt úr þorpinu til að sinna sjúkri móður sinni. Stúlkan er svo ung að hún hefur tæpast lokið skóla sjálf. Hún fær það verkefni að kenna nemendunum en á einnig að gæta þess að enginn þeirra hætti í skólanum því það var þegar orðið vandamál hve margir nemendur höfðu hætt. Þegar tíu ára drengur hverfur einn daginn og fer til borgarinnar til að vinna sér inn peninga til að hjálpa fjölskyldunni sinni fer hún á eftir honum að leita hans. Almennt um myndina: Kínverski kvikmyndaleikstjórinn Zhang Yimou er fæddur árið 1950 í Xian í Kína. Hann lauk námi frá Kvikmyndakademíunni í Peking árið 1982 og er nú einn …

Breaking the Waves

Leikstjórn: Lars von Trier Handrit: Lars von Trier Leikarar: Emily Watson, Stellan Skarsgård, Katrin Cartlidge, Jean-Marc Barr, Adrian Rawls, Jonatan Hackett, Sandra Voe, Udo Kier, Mikkel Gaup, Roef Ragas, Phil McCall, Robert Robertsson, Desmons Reilly, Sara Gudgeon, Finlay Welsh Upprunaland: Danmörk, Svíþjóð, Frakkland, Holland, Noregur Ár: 1996 Lengd: 159mín. Hlutföll: http://us.imdb.com/Title?0115751 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sögusvið Breaking the Waves er lítið, einangrað skoskt sjávarþorp á áttunda áratugnum þar sem strangtrúuð kalvínsk kirkja er ráðandi afl. Karlarnir í öldungaráðinu fara með völdin og lögmálshyggja þeirra er jafn óhagganleg og sannfæring þeirra um að allt sem komi utanfrá hafi vandamál í för með sér. Aðalpersóna myndarinnar er ung og saklaus stúlka, Bess McNeil að nafni, sem Emily Watson leikur af hreinni snilld og var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Þrátt fyrir aðvaranir öldungaráðsins giftist hún Jan, verkamanni á olíuborpalli, sem Stellan Skarsgård leikur. Eftir brúðkaupið eiga þau saman hamingjuríkar stundir en að lokum kemur að því að Jan þarf að halda á ný til starfa á olíuborpallinum. Bess á erfitt með að sjá á …

Code inconnu: Récit incomplete de divers voyages

Leikstjórn: Michael Haneke Handrit: Michael Haneke Leikarar: Juliette Binoche, Thierry Neuvic, Josef Bierbichler, Alexandre Hamidi, Ona Lu Yenke, Djibril Kouyaté, Luminita Gheorghiu, Crenguta Hariton, Bob Nicolaescu, Bruno Todeschini, Paulus Manker, Didier Flamand, Walid Afkir, Maurice Bénichou Upprunaland: Frakland, Þýskaland, Rúmenía Ár: 2000 Lengd: 118mín. Hlutföll: www.us.imdb.com/Title?0216625 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ungur piltur yfirgefur föður sinn og búgarð hans og fer til Parísar til að búa hjá bróður sínum sem er ljósmyndari. Hann er fjarverandi við myndatökur í stríðinu í Kosóvó. Pilturinn hittir mágkonu sína, Önnu (Juliette Binoche), á götu skammt frá heimili þeirra og biður um að fá að gista. Hann kemst í nokkurt uppnám við að frétta af fjarveru bróður síns og þegar þau skilja heldur hann áfram eftir götunni og hendir pappírspoka með hálfétinni köku í fangið á konu sem situr á gangstéttinni og betlar. Það verður til þess að ungur Arabi ræðst á hann og sakar hann um að hafa sýnt konunni lítilsvirðingu. Mágkonan Anna kemst líka í uppnám vegna atviksins en einnig vegna brotthlaups hans úr sveitinni frá föður sínum …

Jésus de Montréal

Leikstjórn: Denys Arcand Handrit: Denys Arcand Leikarar: Lothaire Bluteau, Catherine Wilkening, Johanne-Marie Tremblay, Rémy Girard, Robert Lepage, Gilles Pelletier, Yves Jacques Upprunaland: Kanada/Frakkland Ár: 1989 Lengd: 120mín. Hlutföll: www.imdb.com Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hópur leikara, sem tekur að sér að uppfæra helgileik um efni guðspjallanna, fer sínar eigin leiðir í túlkuninni og dregur í efa ýmsar viðteknar skoðanir á Jesú. Við það mætir hann andstöðu forystu rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Leikhópurinn verður hins vegar gagntekinn af viðfangsefninu og efni guðpjallanna raungerist í lífi hans, einkum aðalleikarans Daníels sem leikur Jesú Krist. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Kvikmynd sem byggir á efni guðspjallanna hefur auðvitað að geyma mörg trúarstef og tilvísanir í Nýja testamentið. Leikhópurinn sem tekur að sér að setja upp helgileikinn um píslarsögu Jesú, að beiðni prests við rómversk-kaþólsku kirkjuna í Montreal í Kanada, dregur upp mynd af Jesú sem samrýmist ekki fyllilega hefðbundnum kirkjulegum skoðunum. Þannig er t.d. gefið í skyn að hann kunni að hafa verið sonur rómversks hermanns og Maríu. Samt sem áður er helgileikurinn að verulegu leyti bygður á guðspjöllunum, einkum …