Author: Gunnar Rúnar Matthíasson

The Passion of the Christ

Leikstjórn: Mel Gibson Handrit: Benedict Fitzgerald og Mel Gibson Leikarar: James Caviezel, Monica Bellucci, Claudia Gerini, Maia Morgenstern, Hristo Naumov Shopov, Mattia Sbragia, Rosalinda Celentano, Francesco De Vito, Luca Lionello, Jarreth J. Merz, Hristo Jivkov, Fabio Sartor, Sergio Rubini, Toni Bertorelli, Roberto Bestazzoni, Francesco Cabras, Emilio De Marchi, Lello Giulivo, Abel Jefry, Matt Patresi og Roberto Visconti Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 127mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin greinir frá síðustu tólf klukkustundunum í ævi Jesú Krists. Almennt um myndina: Myndataka og leikur er áhrifamikill og hreyfing myndarinnar og hljóð sterkt og vel gert. James Caviezel leikur Jesú á áhrifamikinn hátt og dregur fram mildi persónunnar. Maja Morgenstern og Monica Bellucci skila vel sínu sem María móðir Jesú og María Magdalena. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eftir að hafa séð mynd Mel Gibsons um píslarsögu Krists vil ég leggja nokkur orð inn í umræðu þá sem myndin hefur vakið. Hverjum er myndin ætluð?Ég fór á myndina á öðrum sýningardegi í Atlanta í Bandaríkjunum. Bíóhúsið var þéttsetið og greinilegt var að margir voru …