Pulp Fiction
Leikstjórn: Quentin Tarantino Handrit: Quentin Tarantino og Roger Avary Leikarar: John Travolta, Bruce Willis, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Tim Roth, Amanda Plummer, Eric Stoltz, Phil LaMarr, Frank Whaley, Burr Steers, Ving Rhames, Paul Calderon og Rosanna Arquette Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 154mín. Hlutföll: 2:35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Vincent og Jules eru skósveinar mafíu- og undirheimaforingjans Marcellusar. Þeir eru látnir vinna skítverkin fyrir hann og er þeim fylgt fram eftir á viðburðarríkum morgni. Síðan er sagt frá óförum Vincents um kvöldið þegar hann er sendur gegn vilja sínum út með Míu, eiginkonu foringjans, til að skemmta henni. Samtímis tekur boxarinn Butch við mútugreiðslu frá Marcellusi fyrir að tapa hnefaleikakeppni en hann svíkur hann og stingur af án þess að gera sér grein fyrir að leiðir þeirra muni brátt liggja aftur saman með afdrifaríkum hætti. Almennt um myndina: Kvikmyndin Pulp Fiction er framleidd af fyrirtækjunum A Band Apart, Jersey Films og Miramax Films í Bandaríkjunum. Hún er mjög góð í alla staði og sérstaklega vel tekin enda hefur leikstjórinn Quentin Tarantion stúderað kvikmyndir …