Love Actually
Leikstjórn: Richard Curtis Handrit: Richard Curtis Leikarar: Bill Nighy, Gregor Fisher, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Tompson, Kris Marshall, Heike Makatsch, Martin Freeman, Joanna Page, Andrew Lincoln, Keira Knightley, Hugh Grant, Martine McCutcheon, Laura Linney, Thomas Sangster, Alan Rickman, Rowan Atkinson, Rodrigo Santoro Billy Bob Thornton og Lúcia Moniz Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 135mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um líf átta mjög ólíkra para í Lundúnum á Englandi og hvernig þau takast á við ástarlíf sitt í ólíkum aðstæðum. Sögur þeirra fléttast saman á ólíkan hátt á hinum annasömu vikum fyrir jólin. Almennt um myndina: Love Actually er vel gerð mynd þar sem helstu leikarar Breta fara með aðalhlutverkin og standa þeir undir væntingum. Hugh Grant er sérstaklega góður sem hinn sjálfmeðvitaði forsætisráðherra og fer á kostum í dansatriðinu. Emma Tompson fer vel með vandasamt hlutverk heimavinnandi húsmóður, Karen að nafni, sem þarf að horfast í augu við að eiginmaður hennar er að leiðast út í framhjáhald. Bill Nighy fer á kostum sem hinn óútreiknanlegi rokkari Billy …