Author: Jóhanna Þráinsdóttir

Kolya

Leikstjórn: Jan Sverák Handrit: Zdenek Sverák Leikarar: Zdenek Sverák, Andrei Chalimon, Libuse Safránková, Ondrej Vetchý Upprunaland: Tékkland Ár: 1996 Lengd: 105mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0116790 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Aðalpersóna myndarinnar, Louka, er afbragðstónlistarmaður. Honum hefur frá blautu barnsbeini verið innrætt að ætli hann að ná langt á því sviði, verði hann að hafna öllum öðrum skuldbindingum við lífið, eins og til að mynda þeim að bindast annarri mannveru tilfinningaböndum og stofna til fjölskyldu. Hann firrir sig ábyrgð í þeim efnum með því að koma sér upp fríðri fylkingu ástkvenna sem hann á í lausasambandi við. Í upphafi myndarinnar eru framavonir hans þó að engu orðnar. Bróðir hans flýr til Vestur-Þýskalands og Louka missir fyrir vikið stöðu sína sem fyrsti sellóleikari við tékknesku Fílharmóníuna. Hann verður að láta sér nægja að spila fyrir „lík“, eins og einn vina hans kemst að orði í myndinni. Bróðir hans hefur líka eftirlátið honum þann vanda að bjarga húsi móður þeirra frá ríkisupptöku. Louka verður að koma sér upp aukabúgrein til að kaupa hlut bróður síns í húsinu. Hún er …